Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 81

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2009, föstudaginn 23. janúar var haldinn 81. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1 og hófst kl. 14.00. Viðstaddir: Kjartan Magnússon formaður, Valgerður Sveinsdóttir, Björn Gíslason, Snorri Þorvaldsson, Sóley Tómasdóttir, Oddný Sturludóttir og Felix Bergsson. Einnig sátu fundinn: Ómar Einarsson framkvæmdastjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþróttamála, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri tómstundamála og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags.21. janúar sl. þar sem tilkynnt er að Hafrún Kristjánsdóttir taki sæti varamanns í íþrótta- og tómstundaráði í stað Bolla Thoroddsen.

2. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 8. janúar sl. vegna skíðasvæða sbr. 7. liður seinasta fundar.
Jafnframt lögð fram drög að umsögn ráðsins.
Umsögnin samþykkt með 4 atkvæðum og vísað til borgarráðs.

- Kl. 14.10 komu Frímann Ari Ferdinandsson og Egill Örn Jóhannsson á fundinn.

3. Lagðar fram umsóknir um styrki til íþrótta- og tómstundaráðs.
Úthlutun frestað til næsta fundar.

- Kl. 14.20 kom fjármálastjóri ÍTR á fundinn.

4. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 21. janúar sl. vegna afreks- og styrktarsjóðs.
Endurskoðaðar reglur fyrir sjóðinn samþykktar með smávægilegum breytingum.

5. Lagt fram yfirlit um aðsókn að sundstöðum 2008.

6. Lagt fram yfirlit um stöðu mála á frístundaheimilum í janúar 2009.

7. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 19. janúar sl. vegna þjónustusamninga við íþrótta- og æskulýðsfélög.

8. Lögð fram að nýju tillaga Vinstri grænna og Samfylkingar varðandi ráðningasamninga á æskulýðssviði ÍTR sbr. 12. lið seinasta fundar.
Meirihluta allra ráðningasamninga á æskulýðssviði ÍTR eru tímabundnir sem hlýtur að skapa mikla óvissu meðal starfsfólks, nú þegar atvinnuleysi eykst jafnt og þétt. Mikilvægt er að reyna að draga úr þessari óvissu. Því beinir íþrótta- og tómstundaráð þeim tilmælum til atvinnumálahóps borgarráðs að leita leiða til að efla starfsöryggi fólks með tímabundna ráðningasamninga hjá borginni. Ennfremur er því beint til hópsins að finna leiðir til að tryggja störf þeirra sem minnisblaðið varðar.
Vísað til framkvæmdastjóra ÍTR.

9. Lögð fram að nýju tillaga Vinstri grænna og Samfylkingar varðandi atvinnuþátttöku fólks á aldrinum 16-25 sbr. 16. lið seinasta fundar.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að beina því til atvinnumálahóps borgarráðs að leita leiða til að efla atvinnuþátttöku fólks á aldrinum 16-25 ára. Þessi aldurshópur mun eiga erfiðara uppdráttar en þau sem eldri eru þegar atvinnutilboðum fækkar og áhrif atvinnuleysis meðal ungs fólks á samfélagið eru mikil
Samþykkt.

10. Framkvæmdastjóri ÍTR sagði frá vinnu við fjárhagsáætlun 2009.

Fundi slitið kl. 15.40.

Kjartan Magnússon

Valgerður Sveinsdóttir Björn Gíslason
Snorri Þorvaldsson Sóley Tómasdóttir
Oddný Sturludóttir Felix Bergsson