Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 80

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2009, föstudaginn 16. janúar var haldinn 80. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1 og hófst kl. 10.05. Viðstaddir: Valgerður Sveinsdóttir varaformaður, Björn Gíslason, Sigfús Ægir Árnason, Sóley Tómasdóttir, Oddný Sturludóttir og Stefán Jóhann Stefánsson. Einnig sátu fundinn: Egill Örn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi, Frímann Ari Ferndinardsson ÍBR, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri, Gísli Árni Eggertsson aðstoðarframkvæmdastjóri, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri tómstundamála og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf ÍBR dags. 9. f.m. varðandi viðhald og endurbætur mannvirkja félaga.
Vísað til framkvæmda- og eignasviðs.

2. Lagt fram bréf Skógarmanna KFUM dags 4. f.m. varðandi framgang byggingar skála í Vatnaskógi.

3. Lagt fram bréf Skvassfélags Reykjavíkur dags. 6. f.m. varðandi húsnæðismál félagsins.
Vísað til framkvæmdastjóra ÍTR og borgarlögmanns.

4. Lögð fram stefnumótunarskýrsla Fylkis fyrir árin 2008-2012.

Kl. 10.15 kom Kjartan Magnússon á fundinn.

5. Lagt fram bréf Hafna- og Mjúkboltafélags Reykjavíkur dags. 4. f.m. vegna aðstöðumála.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að óska eftir umsögn skipulagssviðs.

6. Lagt fram bréf áhugamanna um hlaup dags. 4. f.m. vegna Laugardalsvallar.

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 8. þ.m. f.h. borgarráðs þar sem óskað er eftir umsögn vegna breytinga á deiliskipulagi í Skálafelli og ósk um framtíðarsýn íþrótta- og tómstundaráðs um uppbyggingu skíðasvæða, jafnframt var óskað eftur umsögn SSH.
Vísað til framkvæmdastjóra ÍTR.
Jafnframt lagt fram bréf Skíðaráðs Reykjavíkur dags. 26. nóv. sl. vegna reksturs skíðasvæða.

8. Lagt fram bréf Skíðagöngufélagsins Ulls dags. f.m. vegna aðstöðu í Bláfjöllum.

9. Lagt fram bréf Hverfisráðs Háaleitis dags. f.m. vegna rútuferða á æfingar hjá Fram. Jafnframt lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍBR dags. 18. s.m. varðandi akstur á íþróttaæfingar. Einnig lögð fram áskorun íþróttafulltrúa dags. 18. f.m. varðandi akstur á íþróttaæfingar.
Vísað til framkvæmdastjóra ÍTR og ÍBR.

10. Lagt fram bréf menntamálaráðherra dags. 19. f.m. til sveitarfélaga vegna heilsu-eflingar og forvarna í framhaldsskólum.

11. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Víkings dags. 7. þ.m. vegna viðhalds mannvirkja hjá félaginu og beiðni um styrk.
Vísað til framkvæmdastjóra ÍTR.

12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra tómstundamála dags. þ.m. vegna sumarvinnu og samstarfs við Vinnuskólann.
Lögð fram eftirfarandi tillaga Vinstri grænna og Samfylkingar:
Meirihluti allra ráðningasamninga á æskulýðssviði ÍTR eru tímabundnir sem hlýtur að skapa mikla óvissu meðal starfsfólks, nú þegar atvinnuleysi eykst jafnt og þétt. Mikilvægt er að reyna að draga úr þessari óvissu. Því beinir íþrótta- og tómstundaráð þeim tilmælum til atvinnumálahóps borgarráðs að leita leiða til að efla starfsöryggi fólks með tímabundna ráðningasamninga hjá borginni. Ennfremur er því beint til hópsins að finna leiðir til að tryggja störf þeirra sem minnisblaðið varðar.
Frestað.

13. Lögð fram skýrsla um rekstur heilsársfrístundaheimila ÍTR 2008.

14. Skipan í þjóðhátíðarnefnd: Kjartan Magnússon formaður, Valgerður Sveinsdóttir og Sóley Tómasdóttir.

15. Skipan í afreks- og styrktarsjóð: Kjartan Magnússon, Björn Gíslason og Stefán Jóhann Stefánsson.

16. Lögð fram skýrsla Vinnumiðlunar ungs fólks um sumarstörf hjá Reykjavíkurborg 2008.
Lögð fram eftirfarandi tillaga Vinstri grænna og Samfylkingar.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að beina því til atvinnumálahóps borgarráðs að leita leiða til að efla atvinnuþátttöku fólks á aldrinum 16-25 ára. Þessi aldurshópur mun eiga erfiðara uppdráttar en þau sem eldri eru þegar atvinnutilboðum fækkar og áhrif atvinnuleysis meðal ungs fólks á samfélagið eru mikil.
Frestað.

17. Rætt um fjárhagsáætlun 2009.

18. Lögð fram að nýju tillaga Samfylkingar frá seinsta fundi liður 1.
ÍTR samþykki að fela framkvæmdastjóra ÍTR að hefja samráð við foreldra og skólasamfélagið í Grafarholti og Úlfarsárdal, sem og hverfisráð Grafarholts- og Úlfarsárdals, vegna uppbyggingar og forgangsröðunar íþróttaaðstöðu fyrir börn og unglinga í þessum hverfum.
Lögð fram frávísunartillaga og eftirfarandi bókun Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks:
Á síðustu vikum og mánuðum hafa fulltrúar ÍTR og íþrótta- og tómstundaráðs átt fundi með hverfisráði Grafarholts, fulltrúum Fram, fulltrúum skólanna og fulltrúum foreldra og iðkenda hjá Fram. Þá á framkvæmdastjóri sæti í bygginganefnd Framsvæðisins ásamt fulltrúum Fram og Framkvæmdasviðs. Þá munu á næstu dögum og vikum eiga sér stað fundir með fulltrúum íbúasamtakanna í Grafarholti, fulltrúa Fram, ÍBR, Menntasviðs o.fl. varðandi aðstöðu og upplýsingamál í Grafarholti og Úlfarsárdal. Af framansögðu er ljóst að framkvæmdastjóri og aðrir starfsmenn ÍTR eiga nú þegar í víðtæku samtarfi við foreldra og skólasamfélagið í Grafarholti og Úlfarsárdal. Tillagan er því óþörf og er vísað frá.
Samþykkt með 4 atkvæðum.
Lögð fram eftirfarandi bókun Samfylkingar:
Það er sorglegt að meirihluti ÍTR vilji ekki formgera samráð við foreldra, íbúa, hverfisráð, félagssamtök og aðra hlutaðeigandi í Grafarholti og Úlfarsárdal.

Fundi slitið kl. 12.55.

Kjartan Magnússon
Valgerður Sveinsdóttir Björn Gíslason
Sigfús Ægir Árnason Sóley Tómasdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson Oddný Sturludóttir