Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2008, mánudaginn 15. desember var haldinn 78. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Félagsheimili Leiknis og hófst kl. 11:05. Viðstaddir: Kjartan Magnússon formaður, Valgerður Sveinsdóttir, Björn Gíslason, Sigfús Ægir Árnason, Sóley Tómasdóttir, Oddný Sturludóttir og Stefán Jóhann Stefánsson.
Einnig sátu fundinn: Egill Örn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi, Reynir Ragnarsson ÍBR, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri, Gísli Árni Eggertsson aðstoðarframkvæmdastjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþróttamála, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri tómstundamála, Bragi Þór Bjarnason fjármálastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ÍTR fyrir árið 2009.
Frestað.
2. Lagt fram bréf Framkvæmda- og eignasviðs dags. 11. des. sl. varðandi fjárfestingaáætlun.
3. Á fundinn mættu frá Íþróttafélaginu Leikni; Arnar Einarsson, Halla Bjarnadóttir og Ellen Klara Eyjólfsdóttir og sögðu stuttlega frá félaginu og svöruðu fyrirspurnum.
Lögð var fram eftirfarandi bókun:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur óskar Íþróttafélaginu Leikni til hamingju með nýrisið félagshús en áætlað er að húsið verði formlega tekið í notkun í feb. 2009. Er það von ráðsins að nýtt hús verði til að efla starf félagsins enn frekar og fjölga iðkendum íþrótta í Efra-Breiðholti.
Í lok fundar var húsnæðið skoðað.
Fundi slitið kl. 12:40.
Kjartan Magnússon
Valgerður Sveinsdóttir Björn Gíslason
Sigfús Ægir Árnason Stefán Jóhann Stefánsson
Sóley Tómasdóttir Oddný Sturludóttir