No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2008, föstudaginn 12. september var haldinn 72. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 12:15. Mættir: Kjartan Magnússon formaður, Snorri Þorvaldsson, Sigfús Ægir Árnason, Marta Guðjónsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Sóley Tómasdóttir og Oddný Sturludóttir. Jafnframt: Sigurður Þórðarson áheyrnarfulltrúi, Reynir Ragnarsson ÍBR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson aðstoðarframkvæmdastjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 29. ágúst sl. þar sem tilkynnt er að Sigurður Þórarsson verði varaáheyrnarfulltrúi í íþrótta- og tómstundaráði.
2. Eftirfarandi tilnefnd í nefnd til að fjalla um Safamýri:
Sigfús Ægir Árnason formaður, Hermann Valsson, Soffía Pálsdóttir og Frímann Ari Ferdinandsson.
3. Lagðar fram að nýju endurskoðaðar reglur ÍBR og ÍTR um styrki vegna aðstöðu til æfinga og keppni. Fram komu athugasemdir sem vísað var til skoðunar framkvæmdastjóra ÍTR og ÍBR.
4. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 8. ágúst sl. vegna GR, þar sem óskað er eftir umsögn íþrótta- og tómstundaráðs vegna styrkbeiðni.
Jafnframt lagðar fram umbeðnar upplýsingar.
Íþrótta- og tómstundaráð gerir ekki athugasemdir við erindið og vísar því til borgarráðs.
Fulltrúi Vinstri grænna óskaði bókað:
Það er engan veginn í samræmi við stefnu Vinstri grænna að blanda saman beinum styrkjum til íþróttafélaga og annarra félagasamtaka og því að deila út lóðum eða byggingarrétti. Fjármál Reykjavíkurborgar eiga að vera gagnsæ og þar með fjármálaleg samskipti við íþróttafélög og önnur félagasamtök. Brýnt er að tryggja með öllum ráðum að ekki skapist vafi að því er varðar hlutlausa og málefnalega málsmeðferð kjörinna fulltrúa.
Sú tillaga sem nú liggur fyrir vekur spurningar um hvort það gagnsæi sem hér er nefnt sé til staðar og hvort málefnaleg sjónarmið liggi að baki. Af þessum sökum situr fulltrúi Vinstri grænna hjá við meðferð málsins.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óskuðu bókað:
Bókun fulltrúa Vinstri grænna virðist byggjast á misskilningi. Í umræddu tilviki eru tveir eldri samningar Reykjavíkurborgar og Golfklúbbs Reykjavíkur til endurskoðunar og er m.a. til skoðunar að GR falli frá áformum um byggingu mannvirkja við Korpúlfsstaði. Í fjármálalegum samskiptum Reykjavíkurborgar við íþróttafélög er farið eftir skýrt mótuðum reglum um upplýsingagjöf og gegnsæi enda hafa slíkir samningar nær undantekningalaust verið samþykkir samhljóða í ráðum og nefndum borgarinnar.
5. Lögð fram rannsókn Sólveigar H. Georgsdóttir á þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi meðal innflytjendabarna í Breiðholti dags. í júní 2008.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að skora á borgarráð að Reykjavíkurborg hefji vinnu við að bæta skráningu á börnum af erlendum uppruna. Horft verði til skráningar barna á vegum Menntaráðs, Leikskólasviðs, ÍTR og á vegum hinna ýmissa félaga.
Heildstæð og samræmd skráning barna af erlendum uppruna skortir sárlega í Reykjavík. Sá skortur stendur rannsóknum á högum og líðan barnanna alvarlega fyrir þrifum. Mismunandi er á milli stofnana borgarinnar hvernig börnin eru skráð og misræmi er á skilgreiningu barna af erlendum uppruna sem háir mjög rannsóknaraðilum og öðrum þeim sem vilja gera betur í þjónustu borgarinnar við þau.
6. Lagt fram upplýsingarit ÍR um starfsemi félagsins fyrir börn og unglinga.
Íþrótta- og tómstundaráð fagnar framtaki ÍR til að laða að iðkendur af erlendum uppruna m.a. með kynningu á starfi félagsins á mörgum erlendum tungumálum. Starf af þessu tagi er vel til þess fallið að stuðla að jafnræði barna og unglinga til íþróttaiðkunar.
7. Lagt fram yfirlit um stöðu á frístundaheimilum dags. 11. sept. sl.
Jafnframt lögð fram tillaga borgarstjóra um lausnir vegna manneklu á frístundaheimilum.
Fulltrúar Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fagna ber yfirlýsingum borgarstjóra um ætlaðar úrbætur í málefnum þeirra fjölmörgu fjölskyldna sem eru í verulegum vanda vegna langs biðlista eftir þjónustu á frístundaheimilum, en enn eru rúmlega þúsund börn á þeim biðlista. Óskhyggja og yfirlýsingar eru ágæt byrjun, en hins vegar dugar slíkt skammt eitt og sér. Minna má á að helstu samhæfðu aðgerðir sem farið hefur verið í er samþykkt á sveigjanlegum vistunartíma að frumkvæði fulltrúa Samfylkingarinnar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Umræður og aðgerðir til að bæta aðstæður á frístundaheimilum borgarinnar, með það að markmiði að veita öllum þjónustu sem þangað leita, eru ekki nýtilkomnar. Slík vinna hefur staðið yfir allt kjörtímabilið hjá ÍTR og Menntasviði og hefur aukin samvinna starfsmanna þessara sviða skilað margvíslegum ávinningi. M.a. er ljóst að sú nýbreytni að reka frístundaheimili á heilsársgrundvelli hefur skilað góðum árangri og aukið stöðuleika í starfsmannahaldi. Fleiri hugmyndir eru til skoðunar og er vonast til þess að þær skili einnig góðum árangri við að bæta þjónustu frístundaheimilanna enn frekar.
Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar óska eftir formlegri kynningu á sögu frístundaheimilanna á næsta fundi ráðsins. Farið verði yfir ástæður þess að ÍTR tók rekstur þeirra að sér, hvað hefur gengið vel, hvað síður og hvernig starfið hefur þróast á þeim 8 árum sem liðin eru.
Frestað.
Fulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Fulltrúi Vinstri grænna í íþrótta- og tómstundaráði fagnar því að borgarstjóri ætli að taka nauðsynlegt skref í átt að samþættingu starfa í frístundaheimilum og grunnskólum. Hugmyndin hefur verið í farvatninu um árabil og verður án efa til hagræðingar fyrir börn og starfsfólk.
Fulltrúinn ítrekar þó mikilvægi þess að sérstaða fagstétta beggja sviða verði virt í þeirri vinnu sem framundan er þannig að börnin fái notið bæði hefðbundinnar menntunar og frítímauppeldis. Jafnframt er brýnt að vinnan fari fram í anda þess barnalýðræðis sem iðkað er hjá ÍTR. Þarfir og óskir barnanna verða að vera í forgrunni við ákvarðanir sem varða þjónustu frístundaheimilanna, þó vissulega hafi þjónustan jafnframt mikil áhrif á líf og starf foreldranna.
kl. 13:20 véku aðstoðarframkvæmdastjóri og fulltrúi ÍBR af fundi
8. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 4. sept. sl. vegna endurskoðunar tímaáætlunar við fjárhagsáætlun 2009.
9. Lögð fram tímaáætlun ÍTR um vinnu við fjárhagsáætlun.
10. Lögð fram drög að starfsáætlun ÍTR fyrir árið 2009.
11. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 11. sept. sl. um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa íþrótta- og tómstundaráði.
12. Lögð fram svör við fyrirspurnum sbr. 13., 31. og 32. lið síðustu fundargerðar.
13. Lögð fram könnun á viðhorfum foreldra til sumarstarfs og heilsársfrístundar ÍTR sumarið 2008.
14. Lögð fram skýrsla um aðbúnað gesta, öryggis- og hreinlætismál á Ylströndinni í Nauthólsvík
15. Fulltrúi frá Framkvæmda- og eignasviði, Rúnar Gunnarsson, kynnti starfsemi í Höfðatorgi 10-12.
Fundi slitið kl. 14:00.
Kjartan Magnússon
Sigfús Ægir Árnason Snorri Þorvaldsson
Marta Guðjónsdóttir Sóley Tómasdóttir
Oddný Sturludóttir Stefán Jóhann Stefánsson