Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 70

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2008, föstudaginn 27. júní var haldinn 70. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1 og hófst kl. 10:00. Mættir: Kjartan Magnússon formaður, Marta Guðjónsdóttir, Björn Gíslason, Egill Örn Jóhannesson, Hermann Valsson, Stefán Jóhann Stefánsson og Oddný Sturludóttir. Jafnframt: Sigfús Ægir Árnason áheyrnarfulltrúi, Reynir Ragnarsson ÍBR, Sólveig Valgeirsdóttir verkefnisstjóri, Eygló Rúnarsdóttir skrifstofu tómstundamála, Gísli Árni Eggertsson aðstoðarframkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.


Þetta gerðist:


1. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 25. júní sl. um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa íþrótta- og tómstundaráði.

2. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 6. maí sl. þar sem vísað er til íþrótta- og tómstundaráðs tillögu frá fundi fulltrúa Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarfulltrúa dags. 22. apríl sl. varðandi bætti aðstöðu fyrir graffiti í Reykjavík.
Á fundinn kom Einar Karl Gunnarsson ungmennaráði Miðborgar og Hlíða og mælti fyrir tillögunni.
Vísað til aðstoðarframkvæmdastjóra og skrifstofustjóra tómstundamála og þeim falið að leita samvinnu við Framkvæmda- og eignasvið og Menningar- og ferðamálasvið.

3. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 6. maí sl. þar sem vísað er til íþrótta- og tómstundaráðs tillögu frá fundi fulltrúa Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarfulltrúa dags. 22. apríl sl. varðandi ungmennahús miðsvæðis í Reykjavík.
Á fundinn kom Eyjólfur Darri Runólfsson ungmennaráði Árbæjar- og Grafarholts og mælti fyrir tillögunni.
Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að hefja skoðun á kostum þess að koma á fót ungmennahúsi miðsvæðis í Reykjavík. Slíkt hús yrði ætlað ungmennum á framhaldsskólaaldri þar sem þau gætu sinnt tómstundum og afþreyingu í vímuefnalausu umhverfi. Áhersla yrði lögð á að virkja hugmyndir og frumkvæði unglinganna sjálfra við stefnumótun á starfi hússins og rekstur þess. Sérstaklega verði athugað hvernig hægt verði að samþætta starfsemi ungmennahúss þeirri starfsemi sem nú fer fram í Hinu Húsinu. Vísað til aðstoðarframkvæmdastjóra ÍTR og forstöðumanns Hins Hússins.
Samþykkt samhljóða.

4. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 6. maí sl. þar sem vísað er til íþrótta- og tómstundaráðs tillögu frá fundi fulltrúa Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarfulltrúa dags. 22. apríl sl. varðandi úrbætur vegna manneklu í leikskólum og á frístundaheimilum.
Á fundinn kom Eva Brá Axelsdóttir ungmennaráði Breiðholts og mælti fyrir tillögunni.
Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að óska eftir samstarfi við skóla á framhalds- og háskólastigi á sviði umönnunar, kennslu og barnastarfs með það að markmiði að stofna til námsverkefna milli viðkomandi skóla og frístundaheimila ÍTR. Ef slíku samstarfi yrði komið á fót, myndi það hvetja nemendur úr viðkomandi skólum til að koma til starfa á frístundaheimilum borgarinnar og draga þannig úr manneklu.
Samþykkt samhljóða og vísað til skrifstofustjóra tómstundamála.

Eygló Rúnarsdóttir skrifstofu tómstundamála sat fundinn undir lið 2, 3 og 4.

5. Lagt fram bréf KR dags. 19. júní með ósk um þróunarstyrk vegna uppbyggingar við Frostaskjól.
Samþykkt að veita 800.000 kr. styrk.

6. Lagt fram bréf Siglingasambands Íslands dags. 19. júní sl. vegna sjósunds í Nauthólsvík.
Vísað til framkvæmdastjóra ÍTR.

7. Rætt um hátíðarhöld á 17. júní.
ÍTR lýsir yfir ánægju með vel heppnuð hátíðarhöld og fjölsótt í Reykjavík 17. júní en talið er að um 50 þús. manns hafi verið í miðbæ Reykjavíkur þegar flest var. Ráðið þakkar þeim fjölmörgu aðilum sem lögðu sitt af mörkum við undirbúning og framkvæmd vel heppnaðra hátíðarhalda.

8. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra tómstundamála og íþróttamála um aðsókn í sumarstarf.

9. Lagt fram bréf undirbúningsnefndar að frístundahúsi við Gufunes dags. 26. júní sl. Jafnframt lögð fram áfangaskýrsla um starfsemi og rýmisþarfagreiningu hússins.
Skýrslunni vísað til frekari meðferðar hjá ÍTR og Framkvæmda- og eignasviði.

10. Lagt fram yfirlit um umsóknir í frístundaheimili haustið 2008.

11. Lagt fram minnisblað aðstoðarframkvæmdastjóra og verkefnisstjóra dags. 27. júní um ráðstöfun og skráningu Frístundakortsins.

12. Lagt fram minnisblað aðstoðarframkvæmdastjóra dags. 26. júní sl.vegna fyrirspurnar Samfylkingar sbr. 10. liður 68. fundargerðar um frístundakortið.

Lögð fram tillaga Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokks:
Í fyrirliggjandi gögnum kemur fram að Frístundakortið er misjafnlega nýtt eftir tekjuhópum. Því er lagt til að sumarið verði nýtt til þess að grafast nánar fyrir um það í því skyni að hafa mótaðar tillögur um úrbætur áður en vetur gengur í garð.
Samþykkt.

13. Lögð fram tillaga Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokks:
Stjórn ÍTR samþykkir að skipa nefnd sem hefur það verkefni að vinna tillögu um hvernig skipulagi íþrótta- og tómstundamála verður háttað þegar FRAM flytur úr Safamýri. Nefndin skoði sérstaklega framtíðarmöguleika svæðisins sem afþreyingar, tómstunda- og menningarmiðstöð fyrir fjölskyldur í Reykjavík.
Frestað.

14. Næsti fundur verður haldinn 22. ágúst n.k.


Fundi slitið kl. 12:20


Kjartan Magnússon

Egill Örn Jóhannesson Björn Gíslason
Marta Guðjónsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Oddný Sturludóttir Hermann Valsson