Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 64

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2008, miðvikudaginn 16. apríl var haldinn 64. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1 og hófst kl. 12:15. Mættir: Kjartan Magnússon formaður, Björn Gíslason, Marta Guðjónsdóttir, Egill Örn Jóhannesson, Stefán Jóhann Stefánsson, Hermann Valsson og Oddný Sturludóttir. Jafnframt: Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 1. apríl sl. vegna kosningu borgarstjórnar á Kjartani Magnússyni sem formanni íþrótta- og tómstundaráðs í leyfi Bolla Thoroddsens.

2. Lögð fram að nýju tillaga Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknaflokks um Heiðmörk skv. 11. lið fundargerðar síðasta fundar:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að athuga með samstarf við Skógræktarfélag Reykjavíkur um gönguskíðabrautir í Heiðmörk.
Samþykkt.

3. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR til borgarráðs dags. 31. mars sl. vegna húsnæðismála frístundaheimila.
Lögð fram eftirfarandi bókun íþrótta- og tómstundaráðs:
Starf frístundaheimila og tómstundamiðstöðva hefur fest sig í sessi og er orðin veigamikill þáttur í þjónustu borgarinnar. Skýrsla um aðstöðu þessarar starfsemi sýnir svo ekki er um villst að taka þarf til hendinni svo aðstaðan verði boðleg. Skorað er á ÍTR að hafa hraðar hendur og taka myndarlega á þessum málaflokki. Mikilvægt er að efla enn frekar samstarf á milli ÍTR og Menntasviðs að þessu leyti. Börn og unglingar borgarinnar eiga það skilið. Starfsfólki tómstundamála og frístundaheimila eru færðar þakkir fyrir góð störf við erfiðar aðstæður.

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 4. apríl sl. vegna samþykktar borgarráðs á uppgjöri vegna Laugardalsvallar. Jafnframt lögð fyrir greinargerð Innri endurskoðunnar ásamt fylgiskjölum.

5. Lagt fram bréf Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur dags. 13. mars sl. með ósk um styrk.
Samþykkt að veita húsaleigustyrk.

6. Lagt fram bréf Smábílaklúbbsins dags. 6. apríl sl. vegna Gufuness.
Vísað til framkvæmdastjóra ÍTR og Skipulagssviðs.

7. Lagt fram bréf Íþróttafélagsins Fylkis dags. 9. apríl sl. vegna samfellu í skóla og íþróttastarfi.
Vísað til umsagnar framkvæmdastjóra ÍTR.

kl. 13:00 vék Egill Örn Jóhannesson af fundi.

8. Lagt fram bréf skipulagsstjóra dags. 31. mars sl. vegna Vesturbæjarlaugar, breytingar á deiliskipulagi.

9. Lagðar fram niðurstöður úr þjónustukönnun um þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar.

10. Lagt fram afrit af bréfi VÍK dags. 10. apríl sl. til SSH vegna uppbyggingar á aðstöðu.

11. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Víkings dags. 31. mars sl. vegna 100 ára afmælis félagsins.
Frestað.

12. Lögð fram ársskýrsla Skátasambands Reykjavíkur fyrir árið 2007.

13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 4. apríl sl. vegna barnagjalds í sund.

14. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Fram dags. 10. apríl sl. vegna 100 ára afmælis félagsins.

15. Rætt um framkvæmdir í Úlfarsárdal.

16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 4. apríl sl. vegna samþykktar á fjárveitingu til heilsársfrístundaheimila, jafnframt lagt fram yfirlit frá skrifstofustjóra tómstundamála og fjármálastjóra ÍTR vegna heilsársfrístundar.
Einnig lagt fram afrit af bréfi framkvæmdastjóra ÍTR dags 7. apríl sl. til borgarráðs. Jafnframt lögð fram samþykkt borgarráðs dags. 10. apríl sl. varðandi heilsársfrístund.
Steingerður Kristjánsdóttir verkefnisstjóri á skrifstofu tómstundamála sat fundinn undir þessum lið og kynnti frítímastarf barna með fötlun hjá ÍTR.

17. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn Samfylkingar og Vinstri grænna:
Hvernig verður svokölluðum skapandi sumarstörfum á vegum ÍTR (Hins Hússins) háttað n.k. sumar? Er þar verið að draga verulega saman seglin? Svar óskast á næsta fundi ÍTR.

Fundi slitið kl. 13:30.

Kjartan Magnússon
Björn Gíslason Marta Guðjónsdóttir
Hermann Valsson Stefán Jóhann Stefánsson
Oddný Sturludóttir