Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 63

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2008, mánudaginn 31. mars var haldinn 63. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 1 - Menntasviði og hófst kl. 16:40. Mættir: Bolli Thoroddsen formaður, Egill Örn Jóhannesson, Kjartan Magnússon, Kristján Guðmundsson, Stefán Jóhann Stefánsson og Hermann Valsson. Jafnframt: Sigfús Ægir Árnason varaáheyrnarfulltrúi, Reynir Ragnarsson ÍBR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. mars sl. vegna skýrslu stýrihóps um málefni Reykjavík Energy Invest og OR.

2. Rætt um norrænar ráðstefnur 2008.

3. Lögð fram eftirfarandi tillaga Sjálfstæðisflokks og F-lista:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að leggja til við borgarráð að frá og með 1. júní n.k. verði barnagjald í sundlaugum Reykjavíkur miðað við 6-18 ára.
Samþykkt samhljóða.
Á fundi borgarráðsfulltrúa og fulltrúa Reykjavíkurráðs ungmenna 24. apríl 2007 var samþykkt að vísa tillögu til íþrótta- og tómstundaráðs um að hækkaður yrði aldur á barnagjöldum í sund.

4. Lagt fram minnisblað dags. 16. mars sl. vegna íþróttakeppni barna og ungmenna.
Framkvæmdastjóra ÍTR falið að senda HSÍ bréf vegna málsins.

5. Lagt fram að nýju bréf nefndar um forgangsmál á leikskólum og frístundaheimilum.
Samþykkt.

6. Lögð fram eftirfarandi tillaga Sjálfstæðisflokks og F-lista:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að fela ÍTR og Framkvæmda- og eignasviði að kanna möguleika á stækkun lóðar við Breiðholtslaug þannig að þar megi efla sundstarfsemi og heilsurækt.
Samþykkt samhljóða.

7. Lagt fram minnisblað um útivist fatlaðra.
Vísað til skrifstofu íþróttamála ÍTR.

8. Lögð fram eftirfarandi tillaga Sjálfstæðisflokks og F-lista.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að fela skrifstofu íþróttamála að kanna möguleika á að efna til íþróttaviku fyrir grunnskólabörn í öllum skólum borgarinnar í samvinnu við íþróttafélög, þjónustumiðstöðvar og Menntasvið borgarinnar.
Samþykkt samhljóða.

9. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsókarflokks.
Á fundi Reykjavíkurráðs ungmenna 27.04.07 komu fram hugmyndir um margvíslegar umbætur til handa ungmennum. Óskað er eftir skriflegum svörum um stöðu þeirra mála sem vísað var til ÍTR.

10. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsókarflokks.
Óskað er eftir upplýsingum um með hvaða hætti starfsemi heilsársfrístundaheimila verði fyrir komið, hvort starfsemi verði í öllum heimilum borgarinnar og hvernig innheimta muni eiga sér stað. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um hvort gert sé ráð fyrir sama fjölda starfsfólks og yfir vetrartímann og hvort búið sé að manna allar stöður.
Vísað til skrifstofustjóra tómstundamála ÍTR.

11. Lögð fram eftirfarandi tillaga Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsókarflokks.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að athuga með samstarf við skógrækt Reykjavíkur um gönguskíðabrautir í Heiðmörk.
Frestað.

- kl. 17:20 kom Oddný Sturludóttir á fundinn.

12. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. í dag vegna samnings við ÍR vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja í S-Mjódd. Jafnframt lögð fram drög að samningi milli Reykjavíkurbrogar og ÍR.
Jafnframt lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍR dags. 27. mars sl.
Samþykkt samhljóða og vísað til borgarráðs.

- Kl. 17:30 vék Kristján Guðmundsson af fundi og Marta Guðjónsdóttir tók sæti hans.

13. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. í dag vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja í Úlfarsárdal í samvinnu við Fram.

14. Framkvæmdastjóri kynnti ýmsar framkvæmdir.

15. Íþrótta- og tómstundaráð færði Bolla Thoroddsen formanni þakkir fyrir vel unnin störf, kraft og áhuga og óskar honum velfarnaðar í starfi á öðrum vettvangi.
Formaður þakkaði gott samstarf og þakkaði framkvæmdastjóra ÍTR fyrir vel unnin störf.


Fundi slitið kl. 18:20



Bolli Thoroddsen
Egill Örn Jóhannesson Kjartan Magnússon
Marta Guðjónsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Hermann Valsson Oddný Sturludóttir