Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2008, föstudaginn 14. mars var haldinn 62. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Laugabóli - félagsheimili Þróttar og Ármanns og hófst kl. 12:10. Mættir: Bolli Thoroddsen formaður, Magnús Jónasson, Egill Örn Jóhannesson, Stefán Jóhann Stefánsson, Hermann Valsson og Oddný Sturludóttir. Jafnframt: Stefán Þór Björnsson áheyrnarfulltrúi, Reynir Ragnarsson ÍBR, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf Menntasviðs dags. 5. mars sl. vegna tilnefningar í vinnuhóp um nýtingu grunnskólahúsnæðis.
2. Lagt fram bréf knattspyrnuliðsins Africa United dags. 28. febrúar sl. með ósk um styrk.
Vísað til framkvæmdastjóra.
3. Lagt fram bréf Sportkafarafélags Íslands dags. 26. feb. sl. með ósk um styrk.
Samþykkt.
4. Lagt fram bréf borgarstjóra Kaupmannahafnar dags. 21. feb. sl. með boði á norræna skólaíþróttaleika.
Vísað til ÍBR.
5. Lagt fram bréf Fjölnis dags. 10. mars sl. ásamt teikningum af svæði Fjölnis við Dalhús vegna knattspyrnumála 2008.
- kl. 12:20 kom Björn Gíslason á fundinn.
6. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 14. mars sl. vegna íþróttahúss ÍR í Suður-Mjódd.
7. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 14. mars sl. vegna íþróttahúss Fram í Úlfarsárdal.
8. Lagt fram yfirlit um rekstur ÍTR 2007.
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks:
Í tilefni af rekstraryfirliti fyrir árið 2007 er óskað eftir eftirfarandi (hér er einungis spurt um yfirlit yfir helstu þætti sem ætti að vera hægt að svara á skömmum tíma:
1. Hvernig er eignahaldi íþróttamannvirkja í borginni háttað? Hér er einkum spurt um mannvirki sem íþróttafélög í hverfum nota, auk mannvirkja í Laugardal og í skólum. Hver er hlutur borgarinnar og hver er hlutur annarra aðila?
2. Hvernig hefur verið staðið að framkvæmdum á íþróttamannvirkjum síðustu árin:
a. Hvað verið verið í einkaframkvæmd?
b. Hvað hefur borgin framkvæmt og fjármagnað sjálf?
Hvað hefur borgin framkvæmt í samstarfi við aðra aðila.
d. Hvernig er samstarfi háttað um ákvarðanir um framkvæmdir þegar borgin framkvæmir með öðrum hætti? Er það samstarf breytilegt eða er samstarfsformið fastákveðið, t.d. með sameiginlegri byggingarnefnd sem fylgir fyrirfram settum starfsreglum?
e. Eru önnur form á framkvæmdum en að ofan greinir?
3. Hvert er reiknað eða greitt leiguverð pr. fermetra og tíma í þeim mannvirkjum sem risið hafa í einkaframkvæmd í samanburði við þau mannvirki sem borgin hefur reist sjálf?
Framkvæmdastjóri ÍTR lagði fram skriflegt svar fyrir fyrirspurninni.
Framkvæmdastjóra ÍTR voru þökkuð skjót og góð svör við fyrirspurnum.
Lögð fram eftirfarandi bókun Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks:
Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks harma þær niðurskurðartillögur sem fram hafa komið í 3 ára fjárhagsáætlun nýja meirihlutans. Skorum við á formann ÍTR til þess að beita áhrifum sínum innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokks til þess að tryggja meiri fjármuni til uppbyggingar og starfsemi íþrótta- og tómstundasvæða í næstu fjárhagsáætlun.
Lögð fram eftirfarandi bókun Sjálfstæðisflokks og F-lista:
Í áhersluatriðum og forgangsröðun fulltrúa F-listans og Sjálfstæðisflokks ímálefnum íþrótta- og tómstundaráðs sem kynnt var á fundi ráðsins 8.febrúar sl. segir m.a: #GLLjúka vinnu og gerð samninga um uppbyggingu íþróttamannvirkja hjá ÍR, Fram, Fylki, Fjölni, Þrótti og KR#GL. Meirihluti íþrótta- og tómstundaráðs mun standa við þau fyrirheit semgefin hafa verið um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni, en telur nauðsynlegt að fara yfir þau mál, vel og vandlega með félögunum með tilliti til forgangsröðunar og á hvern hátt skuli staðið að þeirri miklu uppbyggingu sem óskað hefur verið eftir. Auk þess sem ábyrg fjármálastjórn er lykilatriði í stefnu núverandi meirihluta og miða þarf útgjöld borgarinnar við áætlaðar framtíðartekjur. Meirihlutinn vill vekja athygli á nýskipuðum byggingarnefndum ÍR, Fram og Reykjavíkurborgar, sem sýnir vilja meirihlutans í verki.
9. Lögð fram að nýju drög að samningi um Gufunesið.
Vísað til borgarlögmanns.
10. Á fundinn mættu Eyþór Guðjónsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir og kynntu fyrirhugaða starfsemi Fjöreflis í Gufunesi.
11. Logi Sigurfinnsson forstöðumaður kynnti starfsemi í Laugabóli.
12. Lagt fram minnisblað nefndar um forgangsmál dags. 12. mars sl. um aðgerðir í starfsmannamálum til að gera Reykjavíkurborg að eftirsóknarverðari vinnustað.
14. Óli Öder Magnússon framkvæmdastjóri kynnti starfsemi í Laugardalshöll - Íþrótta- og sýningarhöll.
15. Lagt fram svar Sjálfstæðisflokks og F-1ista vegna fyrirspurnar Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks frá seinasta fundi.
Stefnt er að því að uppbygging íþróttamannvirkja verði í samræmi við þá uppbyggingu sem til stendur í Úlfarsárdal varðandi skóla og aðra starfsemi. Nýskipuð byggingarnefnd Fram og Reykjavíkurborgar mun fara yfir þarfagreiningu, forgangsröðun ofl. á næstunni.
Fundi slitið kl. 14:00.
Bolli Thoroddsen
Magnús Jónasson Egill Örn Jóhannesson
Stefán Jóhann Stefánsson Hermann Valsson
Oddný Sturludóttir Björn Gíslason