Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2007, föstudaginn 21. desember var haldinn 58. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1 og hófst kl. 10:30. Mættir: Björn Ingi Hrafnsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Hermann Valsson, Anna Sigríður Ólafsdóttir, Kjartan Magnússon og Björn Gíslason. Jafnfram sátu fundinn: Frímann Ari Ferndinardsson fulltrúi ÍBR, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram að nýju tillaga um úthlutun styrkja vegna ársins 2008.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir framlagða tillögu um styrkveitingar til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka. Jafnframt samþykkir ráðið að ljúka gerð þjónustusamninga við íþrótta- og æskulýðsfélög vegna áranna 2008-2010 í samræmi vð þriggja ára áætlun og samþykkt borgarráðs frá 12. júlí 2007.
- Kl. 10:40 kom Bolli Thoroddsen á fundinn.
2. Lagt fram að nýju bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 23. nóv. sl. vegna beiðni Íslenskrar getspár um uppsetningu lottókassa í sundlaugum.
Vísað til afgreiðslu framkvæmdastjóra.
3. Lögð fram fjárhagsáætlun og starfsáætlun ÍTR fyrir árið 2008 með áorðnum breytingum við afgreiðslu borgarstjórnar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Jafnframt lögð fram mannréttinda- og jafnréttisáætlun ÍTR 2008.
4. Lagt fram bréf HSÍ dags. 28.nóvember sl. vegna íþróttamannvirkja.
Jafnframt lagt fram afrit af bréfi framkvæmdastjóra ÍTR sama dag til HSÍ.
5. Lagt fram afrit af bréfi Siglingafélags Reykjavíkur, Brokeyjar, dags. 22.nóv. sl. til Faxaflóahafna vegna aðstöðumála í Reykjavíkurhöfn.
6. Lagt fram afrit af bréfi aðalstjórnar KR dags. 16. nóvember sl. til Tónskólans Do-Re-Mi vegna húsnæðismála skólans í aðstöðu KR við Frostaskjól.
7. Lagt fram afrit af bréfi bæjarritara Kópavogsbæjar dags. 20. nóv. sl. til borgarstjóra vegna viðræðna um sundlaug í Fossvogsdal. Jafnframt var lagt fram bréf borgarstjóra dags. 29. nóv. sl. þar sem fram kemur að borgarstjóri, skipulagsstjóri og framkvæmdastjóri ÍTR hafi verið skipaðir í viðræðurnefnd vegna málsins.
8. Lögð fram skýrsla um tilraunaverkefni í Grafarvogi um aukna samfellu í skóla- og frístundastarfi í hverfinu dags. í sept. 2007.
9. Lögð fram skýrsla um skólahald í Úlfarsárdal dags. í nóv. 2007.
10. Lagt fram yfirlit framkvæmdasviðs um sparkvelli dags. í nóv. 2007.
11. Lagt fram minnisblað verkefnisstjóra og skrifstofustjóra ÍTR dags. 5. des. sl. um stöðumat Frístundakortsins.
12. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Fram dags. 3. des. sl. varðandi viðhald á íþróttahúsi félagsins við Safamýri.
Vísað til framkvæmdastjóra.
13. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra íþróttamála dags. 11. des. sl. vegna klórframleiðslu í sundlaugum.
14. Rætt um slys í Laugardalslaug.
15. Lagðar fram starfsreglur í íþróttamannvirkjum í Reykjavík.
16. Lagt fram bréf ÍR ódags. þar sem félagið þakkar fyrir stuðning við 100 ára afmæli félagsins.
17. Lagt fram bréf Vélhjólaíþróttaklúbbsins VÍK dags. 12. des. sl. vegna aðstöðu félagsins.
Vísað til framkvæmdastjóra.
18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 7. des. sl. þar sem óskað er eftir umsögn um erindi Fisfélags Reykjavíkur um byggingastyrk.
Vísað til framkvæmdastjóra.
19. Rætt um vinnu við þriggja ára fjárhagsáætlun 2009-2011.
20. Lögð fram drög að fundardagatali íþrótta- og tómstundaráðs 2008.
21. Rætt um opinn fund ráðsins.
22. Lagt fram bréf ESPA dags. 20. des. sl. vegna heilsulindasamtaka Íslands. Samþykkt að ÍTR taki þátt í samtökunum.
23. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð leggur þunga áherslu á að vel verði séð fyrir þörfum ÍTR við skipulagningu og hönnun fjögurra nýrra skólabygginga í Úlfarsárdal. Um er að ræða aðstöðu fyrir starfsemi frístundaheimila, frístundaklúbba, félagsmiðstöðva og frístundamiðstöðva. Vaxandi spurn er eftir þjónustu ÍTR í hverfum borgarinnar og því mikilvægt að sviðinu sé sköpuð góð aðstaða í öllum skólum borgarinnar. Mikilvægt er að starfsmenn ÍTR komi að hönnunarvinnu umræddra skóla frá upphafi og hafi tækifæri til að fylgja óskum sínum eftir á öllu ferlinu í því skyni að hagsmunir sviðsins, og þar með barna og ungmenna í Úlfarsárdal, verði sem best tryggðir.
Samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11:20.
Björn Ingi Hrafnsson
Stefán Jóhann Stefánsson Hermann Valsson
Anna Sigríður Ólafsdóttir Kjartan Magnússon
Bolli Thoroddsen Björn Gíslason