Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 5

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2005, föstudaginn 11. mars var haldinn 5. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl.11:10. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Ingvar Sverrisson, Grímur Atlason, Benedikt Geirsson, Kjartan Magnússon og Bolli Thoroddsen. Jafnframt sátu fundinn Margrét Sverrisdóttir, Frímann Ari Ferdinardsson, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá síðasta fundi.

2. Lögð fram að nýju drög að stefnumótun íþrótta- og tómstundasviðs. Á fundinn kom Lára S. Baldursdóttir verkefnisstjóri stefnumótunarinnar og kynnti hana stuttlega og svaraði fyrirspurnum.
Verkefnisstjóra og öðrum þeim sem komu að þessu verkefni var þökkuð mjög góð vinna.

- Kl. 11:25 kom Andrés Jónsson á fundinn.

3. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 10. febrúar sl. varðandi reglur um öryggismál í íþróttamannvirkjum.
Samþykkt að framvegis verði unnið eftir þessum reglum.

- Kl. 11:35 vék Andrés Jónsson af fundi.

4. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 22. febrúar sl. ásamt drögum að nýrri samþykkt fyrir íþrótta- og tómstundaráð.
Jafnframt lagt fram að nýju, sbr. 3. lið fundargerðar ÍTR frá 4. febrúar sl. bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 4. feb. sl. ásamt drögum að fyrirmynd að samþykkt fyrir fagráð Reykjavíkurborgar, þar sem óskað er eftir umsögn íþrótta- og tómstundaráðs. Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 21. feb. sl.
Samþykkt með þremur atkvæðum. Fulltrúar sjálfstæðismanna sátu hjá.

5. Lagt fram bréf æskulýðsfulltrúa ÍTR dags. 2. febrúar sl. vegna samkomulags við Fræðslumiðstöð og Fasteignastofu vegna frístundaheimila.

6. Lagt fram bréf forstöðumanns Ylstrandarinnar dags. 15. feb. sl. varðandi aðild að Bláfánanum.
Frestað.

7. Lagt fram afrit af bréfi Tennisnefndar ÍBR dags. 14. febrúar sl. til stjórnar ÍBR varðandi innanhússaðstöðu fyrir tennis.
Vísað til þriggja ára áætlunar.

8. Lagt fram afrit af bréfi skipulags- og byggingasviðs dags. 9. febrúar sl. til borgarráðs varðandi stækkun golfvallar GR á Korpúlfsstöðum.

9. Lagt fram bréf verkefnisstjóra árangursstjórnunar á skrifstofu borgarstjóra dags. 14. febrúar sl. varðandi stefnu Reykjavíkurborgar í erlendum samskiptum. Jafnframt lögð fram skýrsla vinnuhóps um stefnumörkun í erlendum samskiptum Reykjavíkurborgar dags. í feb. 2005.

10. Lagt fram bréf Steinunnar Kaldal Kristinsdóttur dags. 16. febrúar sl. varðandi útiskýli í Laugardalslaug.
Vísað til forstöðumanns Laugardalslaugar.

11. Lagt fram bréf Skautafélagsins Bjarnarins dags. 17. febrúar sl. með ósk um styrk vegna sumarnámskeiða.
Vísað til æskulýðsfulltrúa ÍTR.

12. Lagt fram bréf Skylmingafélags Reykjavíkur dags. 17. febrúar sl. vegna húsnæðismála félagsins.
Vísað til sviðsstjóra ÍTR.

14. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR, framkvæmdastjóra ÍBR og íþróttafulltrúa ÍTR dags. 28. febrúar sl. vegna Borgarleika sbr. 4. lið fundargerðar ÍTR frá 17. febrúar sl.
Samþykkt að sækja um að leikarnir verði haldnir í Reykjavík árið 2007. Jafnframt samþykkt að skipuð verði fimm manna stjórn sem skili greinargerð innan tveggja mánuða til íþrótta- og tómstundaráðs.

15. Lagt fram minnisblað æskulýðssviðs ÍTR dags. 22. feb. sl. varðandi spurningakeppni ÍTR - Nema hvað.
Áheyrnarfulltrúi F-lista óskaði bókað:
Ástæða er til að fagna því ágæta framtaki sem spurningakeppnin #GLNema hvað?#GL er, sem þáttur í heilbrigðu uppeldisstarfi í Reykjavík. Fulltrúi F-lista vill þó hvetja ÍTR sérstaklega til að leitast við að höfða jafnt til beggja kynja þegar svona starfsemi er í boði.
Í #GLNema hvað?#GL voru strákar í hreinum meirihluta keppenda. Ein skýring á þessu kann að vera sú að umsjónarmenn keppninnar frá upphafi eru allir ungir piltar, og þeir semja allar spurningar sem eru þá líklegri til að höfða fremur til áhugasviðs stráka en stúlkna. Í uppeldisstarfi grunnskólabarna er mjög brýnt að huga að jafnri þátttöku kynjanna og er starfsfólk ÍTR hvatt sérstaklega til að láta á það reyna hvort ekki megi færa þetta til betri vegar í von um aukna þátttöku stúlkna í keppninni.
Sérstakt átak verði gert til að hvetja stúlkur til þátttöku, enda ber ÍTR að fylgja samþykktum borgaryfirvalda um jafnréttisstefnu.
Ráðið tók undir bókunina.

16. Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
ÍTR óskar stjórn og starfsmönnum Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins til hamingju með opnun glæsilegrar stólalyftu í Kóngsgilinu í Bláfjöllum. Lyftan er vitnisburður um það frábæra starf sem unnið hefur verið undanfarin ár á svæðunum. Það fyrirkomulag sem verið hefur á rekstri svæðanna og samskiptum við sveitarfélögin í þjónustusamningi frá 2000 sem er til eftirbreytni fyrir annað starf á sveitarstjórnarstigi.
Fulltrúar sjálfsstæðismanna og áhreyrnarfulltrúi F-listans tóku undir bókunina.

- Kl. 12:45 vék Anna Kristinsdóttir formaður af fundi.

17. Fulltrúar sjálfstæðismanna og áheyrnarfulltrúi F-listans lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að beina þeim tilmælum til stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins að bæta þjónustu skíðarútunnar með því að hún hafi á ný viðkomu í hinum fjölmennu íbúðahverfum vestan Elliðaánna. Óskað er eftir því að stjórnin hafi náið samráð við skíðadeildir íþróttafélaganna í Reykjavík um málið.
Greinargerð:
Áætlunarbifreið fer daglega úr Reykjavík í Bláfjöll og Skálafell þegar opið er (um kl. 17 á virkum dögum og 12 um helgar). Áður hófu rúturnar ferð sína við KR-heimilið við Frostaskjól og komu síðan við á nokkrum stöðum í borginni til að taka upp skíða- og brettafólk áður en ekið var upp í fjöllin. Í fyrra var fyrirkomulaginu breytt þannig að nú er lagt upp úr Mjóddinni og þurfa þeir notendur hennar, sem búa vestan Elliðaánna, að koma sér sjálfir þangað með strætisvagni eða öðrum hætti.
Hefur þetta fyrirkomulag mælst illa fyrir meðal margra skíðamanna sem þarna urðu fyrir umtalsverðri þjónustuskerðingu. Hefur m.a. verið kvartað yfir því að þessi skerta þjónusta dragi verulega úr möguleikum barna og unglinga í vesturhluta borgarinnar á að iðka skíðaíþróttina. Getur verið tafsamt fyrir þennan hóp að taka strætisvagn austur í Mjódd á mesta annatíma í umferðinni á virkum dögum, í veg fyrir skíðarútuna og aftur til baka þegar í bæinn er komið síðla kvölds.
Rétt er að leita leiða til að bæta þjonustu skíðarútunnar þannig að hún sinni þeim fjölmennu hópum skíðamanna sem búa vestan Elliðaánna. Nægir að minna á öflugt starf skíðadeilda Ármanns, Fram, KR og Víkings í því sambandi auk þess sem iðkendur á vegum ÍR búa einnig í ýmsum hverfum borgarinnar. Æskilegt er að skíðarútur fari frá Frostaskjóli eins og tíðkaðist til skamms tíma og taki síðan upp skíðafólk á nokkrum stöðum áður en komið er við í Mjóddinni.
Samþykkt og vísað til stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

18. Lagt fram bréf 5th Element ódags. með ósk um styrk vegna ferðar á Norðurlandameistarakeppni í Breikdansi í Danmörku í júní n.k.
Frestað.

19. Lagt fram bréf æskulýðsfulltrúa ÍTR dags. 1. mars sl. vegna hverfaskiptingar borgarinnar.
Frestað.

20. Lagt fram bréf æskulýðsfulltrúa og íþróttafulltrúa dags. 21. febrúar sl. vegna starfsmanna ÍTR í Þjónustumiðstöðvum.
Frestað.

21. Brettagarðar - battavellir.
Frestað.

Fundi slitið kl. 12:50.

Ingvar Sverrisson

Grímur Atlason Kjartan Magnússon
Benedikt Geirsson Bolli Thoroddsen