Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 37

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2006, mánudaginn 16. október var haldinn 37. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 09:00. Viðstaddir voru: Björn Ingi Hrafnsson formaður, Benedikt Geirsson, Björn Gíslason og Bolli Thoroddsen. Jafnframt sátu fundinn: Reynir Ragnarsson, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþróttamála, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri tómstundamála, Gísli Árni Eggertsson, skrifstofustjóri, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:


1. Lagt fram bréf borgarstjórnar dags. 4. okt. sl. þar sem tilkynnt er að Benedikt Geirsson taki sæti Mörtu Guðjónsdóttur í íþrótta- og tómstundaráði og verði hún jafnframt varamaður.

2. Lagt fram bréf fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins dags. í dag vegna fyrirspurnar um frístundakort frá seinsta fundi liður 2.

- kl. 09:03 kom Stefán Jóhann Stefánsson á fundinn.

3. Lagt fram bréf formanns íþrótta- og tómstundaráðs dags. í dag vegna bókunar fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna frá seinasta fundi liður 27 um fundartíma.

- Kl. 09:04 kom Þorleifur Gunnlaugsson á fundinn.

4. Lagt fram svar skrifstofustjóra æskulýðsmála dags. 8. okt. sl. vegna fyrirspurnar fulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingarinnar frá seinasta fundi liður 5 varðandi frístundaaðstöðu fyrir fötluð ungmenni.

- Kl. 09:05 kom Sigrún Elsa Smáradóttir á fundinn.

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna:
Hvernig miðar viðræðum stjórnar Sambands sveitarfélaga og félagsmálaráðherra um lengda viðveru fatlaðra ungmenna 16-20 ára og fötluð börn í Reykavík og hver er áætlaður kostnaður við verkefnið?

- Kl. 09:10 kom Anna Sigríður Ólafsdóttir á fundinn.

5. Lagt fram yfirlit um batta- og sparkvelli sbr. fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingarinnar frá seinsta fundi liður 18.

6. Lagt fram yfirlit um aðgengi fatlaðra að sundstöðum sbr. fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingarinnar frá seinsta fundi liður 19.
Samþykkt að farið verði í viðræður við Framkvæmdasvið um aðgengi fatlaðra að íþróttamannvirkjum ÍTR.

7. Lagt fram svar skrifstofustjóra á skrifstofu sviðsstjóra dags. í dag við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar og Vinstri grænna frá seinsta fundi, liður 23 um afreks- og styrktarsjóð.
Jafnframt lögð fram drög að breytingu á samþykkt fyrir Afreks- og styrktarsjóð Reykjavíkur.
Vísað til umsagnar ÍBR.

8. Lagt fram svar skrifstofustjóra íþróttamála við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar og Vinstri grænna frá seinsta fundi, liður 26 um auglýsingar Símans á sundstöðum.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi bókun:
Óskað er eftir því að samningur við Símann um kostun á sundkútum verði lagður fram í íþrótta- og tómstundaráði.

9. Lagt fram að nýju bréf Íþróttafélagsins Fylkis dags. 11. sept. sl. varðandi æfingatíma í íþróttahúsum borgarinnar. Einnig lagt fram svar ÍBR og ÍTR dags. 2. okt. sl.

10. Lagt fram að nýju bréf Knattspyrnufélagsins Víkings dags. 8. sept. sl. vegna aksturs á börnum vegna íþróttaæfinga.
Vísað til starfshóps um samræmdan skóladag.

11. Lagt fram bréf Sundfélagsins Ægis og Frjálsíþróttadeild ÍR dags. 21. sept. sl. varðandi alþjóðlegt mót - Reykjavík International 2007.
Vísað til frekari skoðunar ÍBR og ÍTR.

12. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. sept. sl. þar sem fram kemur að tillaga borgarfulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um fjölskyldustefnu í Reykjavík hafi verið samþykkt.

13. Lagt fram yfirlit um aðsókn að sundstöðum janúar – september 2006.

14. Lagt fram minnisblað forstöðumanns Innri endurskoðunar dags. 18. sept. sl. varðandi ársreikning Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 2005.

15. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Þróttar og Glímufélagsins Ármanns dags. 15. sept. sl. varðandi tillögu á nafni nýrrar íþróttamiðstöðvar við Engjaveg 7.

16. Lagt fram yfirlit skrifstofustjóra tómstundamála dags. 10.10.2006 um gæsluvelli á vegum ÍTR.

17. Lagt fram að nýju bréf skipulagsfulltrúa dags. 26. júní sl. þar sem vísað er til umsagnar umsókn Hestamiðstöðvar Reykjavíkur um lóð við Vatnsveituveg.
Sviðsstjóra ÍTR falið að ræða við fulltrúa Hestamannafélagsins Fáks og fleiri aðila.

18. Lagt fram að nýju bréf hafnarstjórnar Faxaflóahafna dags. 3. ágúst sl. þar sem óskað er eftir umsögn um erindi Jeppaklúbbs Reykjavíkur um aðstöðu fyrir æfingar ungra ökumanna.
Vísað til afgreiðslu skipulagsráðs.

19. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 6. okt. sl. vegna samþykktar borgarráðs á forvali vegna fyrirhugaðrar byggingar við Vesturbæjarlaug.

20. Lögð fram starfsáætlun ÍTR í málefnum innflytjenda og fólks af erlendum uppruna 2006-2007.

21. Lögð fram skýrsla þjónustudeildar ÍTR um ástand grasvalla í Reykjavík í lok sept. 2006.

22. Lagt fram bréf Tennisdeildar Víkings dags. 26. sept. sl. vegna aðstöðumála.
Vísað til sviðsstjóra ÍTR.

23. Lögð fram greinargerð um stöðu verkefnis um aukna samfellu tómstundaþjónustu, skóla og frístundaheimila í Grafarvogi.

24. Lagt fram yfirlit um stöðuna á frístundaheimilum í borginni.

25. Formaður upplýsti að borgarráð hefði samþykkt á seinsta fundi sínum að finna hentugra húsnæði fyrir starfsemi ÍTR. Jafnframt að samþykkt hefði verið að auglýsa Fríkirkjuveg 11 til sölu.
Meirihlutinn lagði fram eftirfarandi bókun:
ÍTR fagnar þeirri ákvörðun borgarráðs að finna nýtt og hentugra húsæði fyrir starfsemi Íþrótta- og tómstundasviðs. ÍTR hefur um langt árabil verið til húsa í einu af fegurstu húsum borgarinnar að Fríkirkjuvegi 11 og þar hefur starfsfólki liðið mjög vel. Hins vegar er það húsnæði ekki sérhannað fyrir starfsemi svo umfangsmikillar þjónustumiðstöðvar, hvorki hvað varðar aðstöðu og aðbúnað starfsfólks né hvað varðar aðgengi almennings, t.d. fatlaðra. Því fagnar ÍTR þeirri ákvörðun að sviðinu verði fundið nýtt húsnæði og væntir þess að sú ákvörðun verði tekin sem allra fyrst.

26. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra og fjármálastjóra ÍTR dags. í dag um fjárhagsáætlun ÍTR fyrir árið 2007.
Á fundinn kom Skúli Skúlason fjármálstjóri ÍTR og kynnti fjárhagsáætlunina.

- Kl. 10:55 vék Björn Ingi Hrafnsson af fundi og Bolli Thoroddsen tók við fundarstjórn.
- Kl. 11:15 vék Sigrún Elsa Smáradóttir af fundi.

27. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi tillögu:
ÍTR samþykkir að setja á laggirnar þriggja manna undirnefnd ÍTR til þess að fara yfir fyrirliggjandi hugmyndir að útfærslu frístundakorta. Hlutverk hópsins verði jafnframt að móta þær tillögur sem lagðar verða fyrir ráðið um fyrirkomulag frístundakorta.
Frestað.

28. Stefán Jóhann Stefánsson gerði athugasemdir við seinustu fundargerð lið 5.

Fundi slitið kl. 11:20.

Bolli Thoroddsen

Björn Gíslason Benedikt Geirsson
Þorleifur Gunnlaugsson Stefán Jóhann Stefánsson