Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 36

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2006, föstudaginn 22. september var haldinn 36. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 09:00. Viðstaddir voru: Björn Ingi Hrafnsson formaður, Marta Guðjónsdóttir, Björn Gíslason, Benedikt Geirsson, Þorleifur Gunnlaugsson, Sigrún Elsa Smáradóttir og Stefán Jóhann Stefánsson.
Jafnframt sátu fundinn: Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþróttamála, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri tómstundamála, Gísli Árni Eggertsson, skrifstofustjóri, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð seinsta fundar. SJS gerði athugasemdir varðandi lið 3 og 10.

2. Rætt um frístundakort.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
1. Við hvaða félög eða aðra aðila hefur verið rætt frá síðasta fundi í íþrótta- og tómstundaráði 11. ágúst 2006.
2. Er það rétt skilið að frístundakort eiga að ná til allra barna að 18 ára aldri?
3. Er hugsunin sú að íþróttafélög og aðrir sem veita þjónustuna fái fé frá borginni vegna þeirra sem nýta sér þjónustuna eða fá foreldrar greitt beint?
4. Hvað á formaður íþrótta- og tómstundaráðs við þegar hann segir í viðtali við NFS að það sé ekki hlutverk borgaryfirvalda að styrkja meistaraflokka með beinum hætti? Er hann að boða breytingu á afreks- og styrktarsjóð?
5. Er hugmyndin sú að innleiðing frístundakorts hafi í för með sér einhverjar breytingar á húsnæðis- og aðstöðustyrkjum íþróttafélaganna?
6. Má reikna með að innleiðing frístundakorts hafi í för með sér breytingar fyrir styrki til jaðaríþrótta, eða annarra félaga en íþróttafélaga?
7. Í þeim forsendum sem liggja fyrir við gerð fjárhagsáætlunar er ekki unnt að sjá að veita eigi fjármunum til frístundakorta á næsta ári. Þvert á móti á að draga saman seglin miðað við þau gögn sem fyrir liggja. Má þá reikna með að frístundakortin muni taka fé frá öðrum liðum – og þá hverjum? Eða er ætlunin að auka heildarútgjöld til íþrótta- og tómstundamála, þ.e. umfram það sem fram kemur í fyrirliggjandi forsendum?

3. Lagt fram bréf Aikikai Reykjavík dags. 14. ágúst sl. varðandi húsnæðismál félagsins.
Vísað til skoðunar sviðsstjóra ÍTR og framkvæmdastjóra ÍBR.

4. Lagt fram bréf Félags einstæðra foreldra dags. 28. ágúst sl. varðandi biðlista á frístundaheimili.
Skrifstofustjóri tómstundamála gerði grein fyrir stöðunni.

5. Rætt um stöðuna á Frístundaheimilunum. Lagt fram yfirlit um aðsókn að Frístundaheimilunum og biðlista.
Formaður lagði til að 6 ára börn og börn með sérstakar aðstæður hefðu forgang á Frístundaheimilin. Jafnframt að haft yrði samband við foreldra allra barna á biðlistanum.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir samhljóða að gera könnun meðal foreldra á því hvernig gæslu barna á biðlista eftir plássi á frístundaheimili er háttað eftir venjulegan skólatíma og hvort og þá hvaða áhrif ástandið hefur haft á atvinnuþátttöku foreldra og jafnframt að 6 ára börn og börn með sérstakar aðstæður hafi forgang á Frístundaheimilin.
Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar lögði fram eftirfarandi fyrirspurn.
Er verið að vinna að því á vegum ÍTR að leysa þann vanda sem kominn er upp vegna skorts á frístundaaðstöðu fyrir fötluð ungmenni í borginni?

6. Lagt fram bréf forstöðumanns Námsflokka Reykjavíkur dags. 5. sept. sl. varðandi samvinnu um karla- og kvennasmiðjur.
Vísað til skrifstofustjóra íþróttamála og tómstundamála.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra Fjármálasviðs Reykjavíkurborgar dags. 1. september sl. varðandi forsendur við gerð fjárhagsáætlunar.

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra Fjármálasviðs Reykjavíkurborgar dags. 1. september sl. varðandi úthlutun fjárhagsramma sviða.
Sviðsstjóri ÍTR gerði grein fyrir vinnu við fjárhagsáætlun.

9. Lagt fram að nýju bréf verkefnisstjóra mentorverkefnisins Vináttu dags. 5. júlí sl. varðandi samstarf, sem vísað var til skrifstofustjóra tómstundamála á seinasta fundi. Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra tómstundamála varðandi verkefnið.
Samþykkt.

10. Rætt um málefni skákdeildar Fjölnis. Samþykkt að veita deildinni 300.000.- styrk.

11. Lagt fram bréf Íþróttafélagsins Fylkis dags. 11. sept. sl. varðandi æfingatíma í íþróttahúsum borgarinnar.
Björn Gíslason vék af fundi undir þessum lið.
Vísað til sviðsstjóra ÍTR og framkvæmdastjóra ÍBR.

- kl. 10:15 vék Benedikt Geirsson af fundi.

12. Lagt fram bréf ÍR dags. 14. september sl. þar sem óskað er eftir endurskoðun á þjónustusamningi milli félagsins og Reykjavíkurborgar.
Vísað til skoðunar sviðsstjóra ÍTR.

13. Lagt fram bréf Menntamálaráðuneytisins dags. 12. sept. sl. vegna loka á samstarfi við ÍTR um verkefnið Ungt fólk í Evrópu.

14. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Víkings dags. 8. sept. sl. vegna aksturs á börnum vegna íþróttaæfinga.
Sviðsstjóra ÍTR falið að skoða málið fyrir næsta fund.

15. Lagt fram bréf Íþróttasambands fatlaðra varðandi norrænt barna- og unglingamót 2007.
Vísað til sviðsstjóra ÍTR.

16. Lagt fram bréf Framkvæmdasviðs dags. 20. sept. sl. vegna skíðaskála ÍR og Víkings í Bláfjöllum.

17. Lagt fram bréf Skíðadeildar Ármanns dags. 2. ágúst sl. varðandi aðstöðumál deildarinnar í Bláfjöllum.

18. Lagt fram bréf Hrefnu Halldórsdóttur dags. 12. sept. sl. varðandi aðstöðu í Grafarvogi fyrir börn og unglinga.
Vísað til jaðaríþróttanefndar.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
1. Hversu mörgum gervigrasvöllum (battavöllum) hefur verið komið fyrir í borginni á síðustu árum og hvernig lítur áætlun um fjölgun þeirra út nú?
2. Hversu margir sparkvellir eru í Grafarvogi og hvernig er þeim dreift um hverfið.

19. Lagt fram bréf að nýju bréf ÍBR dags. 17. júlí sl. varðandi aðstoðarfólk í sundi fyrir mikið fatlaða einstaklinga. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra tómstundamála dags.18. sept. sl.
Vísað til samráðshóps um fatlaða á vegum Reykjavíkurborgar.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
Er til úttekt á aðgengi fatlaðra að sundstöðum og öðrum íþróttamannvirkjum í eigu Reykjavíkurborgar? Sé svo, óskast hún lögð fyrir ráðið.

20. Lögð fram greinargerð dags. 12. sept. sl. um stöðu verkefnis í Grafarvogi um aukna samfellu í skóla- og frístundastarfi.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að vinna að því að sams konar verkefni um aukna samfellu í skóla- og frístundastarfi verði sett í gang í öllum hverfum borgarinnar.
Frestað.

21. Lagðar fram tillögur samráðshóps Íþrótta- og tómstundasviðs og Menntasviðs um drög að nýrri borgarráðssamþykkt varðandi frístundaheimili.
Samþykkt.

22. Íþrótta- og tómstundaráð samþykkti eftirfarandi skipanir í nefndir.
• Þjóðhátíðarnefnd – Björn Ingi Hrafnsson, Bolli Thorodssen, Sigrún Elsa Smáradóttir.
• Afreks- og styrktarsjóð – Björn Ingi Hrafnsson, Björn Gíslason, Stefán Jóhann Stefánsson.
• Skautahöll – Bolli Thoroddsen og Logi Sigurfinnson til vara.
• Jaðaríþróttanefnd – Benedikt Geirsson – Þorleifur Gunnarsson.
• Áheyrnarfulltrúi á fundum ÍBR – Ómar Einarsson.

23. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn?
Hversu miklu fé hefur verið varið úr afreks- og styrktarsjóði síðustu 5 ár, deilt niður á félög?

24. Lagt fram bréf Helsingiborgar dags. 18. sept. sl. vegna Höfuðborgarráðstefnu í íþróttamálum 2008.

25. Rætt um heimsóknir á starfsstaði og til félaga.

26. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn?
Hvar var tekin ákvörðun um að Síminn fengi að setja upp kistur fyrir sundkúta sem merktir eru fyrirtækinu á mjög áberandi hátt? Og á hvaða forsendum var sú ákvörðun tekin sem hleypir fyrirtæki í samkeppni inn á samkeppni inn á sundstaði borgarinnar með þessum hætti?

27. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi bókun:
Minnt er á að á fundi íþrótta- og tómstundaráðs 11. ágúst sl. var samþykkt að fundartími ráðsins yrði 2. og 4. föstudag í mánuði. Síðan hefur fundur ekki verið haldinn, eða í nær einn og hálfan mánuð. Það verður að teljast miður þar sem mjög brýn mál hefur þurft að leysa svo sem er varða biðlista á frístundaheimilum, auk þess sem fjárhagsáætlun fyrir næsta ár ætti að vera komin vel á veg. Því er treyst að þessum langa sumardvala sé nú lokið og að íþrótta- og tómstundaráð taki til við það af fullum krafti að sinna þeim mikilvægum málum sem fyrir liggja.

28. Fundir ráðsins til áramóta verða 2. og 4. föstudag í mánuði kl. 09:00.

Fundi slitið kl. 11:10

Björn Ingi Hrafnsson

Marta Guðjónsdóttir Björn Gíslason
Þorleifur Gunnlaugsson Sigrún Elsa Smáradóttir
Stefán Jóhann Stefánsson