No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2006, föstudaginn 11. ágúst var haldinn 35. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 08:40. Viðstaddir voru: Björn Ingi Hrafnsson formaður, Marta Guðjónsdóttir, Björn Gíslason, Bolli Thoroddsen, Þorleifur Gunnlaugsson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn: Ólafur F. Magnússon áheyrnarfulltrúi, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþróttamála, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri tómstundamála, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð seinsta fundar.
2. Lagt fram bréf hafnarstjórnar Faxaflóahafna dags. 3. ágúst sl. þar sem óskað er eftir umsögn um erindi Jeppaklúbbs Reykjavíkur um aðstöðu fyrir æfingar ungra ökumanna.
Sviðsstjóra ÍTR falið að ræða við fulltrúa Jeppaklúbbs Reykjavíkur.
3. Lagt fram bréf Vélhjólaíþróttaklúbbsins dags. 28. júlí sl. með ósk um styrk vegna aðstöðu fyrir vélhjólaíþróttir. Jafnframt lagt fram bréf ÍBR dags. 17. júlí sl. varðandi aðstöðumál vélhjólamanna.
4. Lagt fram bréf ÍBR dags. 17. júlí sl. varðandi sund fyrir mikið fatlaða einstaklinga.
5. Lagt fram bréf ÍBR dags. 27. júní sl. varðandi útivistarsvæðið í Gufunesi.
Samþykkt að auglýsa eftir umsóknum.
6. Lagt fram bréf ÍBR dags. 17. júlí sl. varðandi húsnæðismál keiluíþróttarinnar.
- Kl. 09:00 kom Sigrún Elsa Smáradóttir á fundinn.
7. Lögð fram viðhorfskönnun meðal starfsmanna ÍTR.
8. Lögð fram viðhorfskönnun um sumarstarf ÍTR.
9. Lögð fram viðhorfskönnun meðal unglinga til tómstundastarfs og félagsmiðstöðva.
10. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Fram dags. í júlí sl. með ósk um stuðning vegna viðhalds.
11. Lagt fram bréf verkefnisstjóra mentorverkefnisins Vináttu dags. 5. júlí sl. varðandi samstarf.
Skrifstofustjóra tómstundamála falið að ræða við verkefnisstjóra verkefnisins fyrir næsta fund.
12. Lagt fram minnisblað forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar ÍTR og garðyrkjustjóra dags. 12. júlí sl. varðandi púttvöll við Suðurhlíðar.
Samþykkt.
13. Lögð fram starfsáætlun útivistar- og almenningsíþrótta í Reykjavík 2006.
14. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 21. júní sl. varðandi stefnumótun skíðasvæðanna 2007-2010.
15. Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa dags. 26. júní sl. þar sem vísað er til umsagnar umsókn Hestamiðstöðvar Reykjavíkur um lóð við Vatnsveituveg.
Vísað til skoðunar sviðsstjóra ÍTR.
16. Lagt fram minnisblað um stöðu starfsmannamála á frístundaheimilum.
17. Rætt um frístundakort og viðræður við félög í því sambandi.
18. Rætt um skoðunar- og kynnisferðir fyrir stjórnarmenn íþrótta- og tómstundaráðs á starfsstaði ÍTR og til íþróttafélaga.
19. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 28. júlí sl. varðandi grasæfingasvæði í Grafarholti.
20. Samþykkt að fundartími ráðsins verði 2. og 4. föstudag í mánuði kl. 09:00.
21. Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að óska eftir því við stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur að tilnefna fulltrúa til samstarfs við íþrótta- og tómstundaráð og til setu á fundum ráðsins, sem áheyrnarfulltrúi, samkvæmt nánara samkomulagi milli ÍTR og ÍBR.
Samþykkt samhljóða.
22. SJS með fyrirspurn um fyrirkomulag um undirbúning fjárhagsáætlunar.
Fundi slitið kl. 10:10.
Björn Ingi Hrafnsson
Björn Gíslason Marta Guðjónsdóttir
Bolli Thoroddsen Þorleifur Gunnlaugsson
Sigrún Elsa Smáradóttir Stefán Jóhann Stefánsson