Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 34

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2006, föstudaginn 23. júní var haldinn 34. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 11:30.
Viðstaddir voru: Björn Ingi Hrafnsson formaður, Marta Guðjónsdóttir, Björn Gíslason, Kristinn Jónsson, Þorleifur Gunnlaugsson, Andrés Jónsson og Stefán Jóhann Stefánsson.
Jafnframt sátu fundinn: Anna Sigríður Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþróttamála, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 14. júní sl. þar sem tilkynnt er kjör fulltrúa í íþrótta- og tómstundaráð til loka kjörtímabilsins.
Formaður var kjörinn Björn Ingi Hrafnsson. Aðrir fulltrúar voru kjörir: Bolli Thoroddsen, Marta Guðjónsdóttir, Björn Gíslason, Stefán Jóhann Stefánsson, Sigrún Elsa Smáradóttir og Þorleifur Gunnlaugsson.
Varamenn voru kjörnir: Sigmar Vilhjálmsson, Benedikt Geirsson, Kristinn Jónsson, Magnús Jónasson, Andrés Jónsson, Magnús Már Guðmundsson og Hermann Valsson.
Framboðslisti Frjálslyndra og óháðra tilnefndi Önnu Sigríði Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúa og til vara Ólaf F. Magnússon.

2. Varaformaður var kosinn Bolli Thoroddsen.

3. Samþykkt að halda fundi íþrótta- og tómstundaráðs 2. og 4. föstudaga í mánuði kl. 08:30.

4. Lögð fram til kynningar samþykkt fyrir íþrótta- og tómstundaráð.

5. Lögð fram til kynningar starfsáætlun ÍTR 2006.

6. Lögð fram til kynningar stefnumótun ÍTR 2006-2010.

7. Lögð fram til kynningar stefnumótun skíðasvæðanna 2007-2012.

8. Lagt fram bréf Kaupmannahafnarborgar vegna höfuðborgarráðstefnu um íþróttamál 4.-6. sept. n.k.

9. Lagt fram bréf Bergenborgar vegna Vinabæjarráðstefnu um íþrótta- og tómstundamál 27.-30. sept. n.k.

10. Lagt fram bréf skíðadeildar Ármanns dags. 8. júní sl. varðandi flutning skíðadeilda ÍR og Víkings í Bláfjöll.

kl. 12:20 kom Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri tómstundamála á fundinn.

11. Lagt fram yfirlit um umsóknir í Frístundaheimili vegna næsta hausts.

12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra tómstundamála hjá ÍTR dags. 7. júní sl. með tillögum samráðshóps um frístundaheimili um endurskoðun á borgarráðssamþykkt um rekstur frístundaheimila frá 22. apríl 2002.

13. Rætt um skoðunar- og kynnisferð aðal- og varamanna á starfsstaði ÍTR.

14. Lagt fram kynningaefni um ÍTR.

15. Næsti fundur ákveðinn 11. ágúst kl. 08:30.

Fundi slitið kl. 13:00

Björn Ingi Hrafnsson

Marta Guðjónsdóttir Björn Gíslason
Kristinn Jónsson Andrés Jónsson
Stefán Jóhann Stefánsson Þorleifur Gunnlaugsson