Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 31

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2006, fimmtudaginn 27. apríl var haldinn 31. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 12:00.
Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Svandís Svavarsdóttir, Ingvar Sverrisson, Benedikt Geirsson og Magnús Már Guðmundsson
Jafnframt sátu fundinn: Kolbeinn Már Guðjónsson og Ómar Einarsson sviðsstjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð seinasta fundar.

2. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 18. apríl sl. varðandi drög að samningi um samskiptamál Skátasambands Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að mæla með því við borgarráð að gerður verði slíkur samningur.

3. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 18. apríl sl. varðandi drög að samningi um samskiptamál KFUM og K og Reykjavíkurborgar.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að mæla með því við borgarráð að gerður verði slíkur samningur.

4. Lagt fram bréf Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins dags. 10. apríl sl. ásamt ályktun formanna skíðadeilda ÍR, Ármanns, Breiðabliks, Víkings og Fram varðandi aðstöðuleysi til skíðaæfinga í Bláfjöllum.

5. Rætt um flutning skíðadeilda ÍR og Víkings af Hengilsvæðinu í Bláfjöll.

Guðlaugur Þór Þórðarson mætti á fundinn kl. 12.12

6. Lagt fram bréf Brokeyjar dags. 21. apríl sl. vegna framtíðaraðstöðu félagsins. Samþykkt að taka upp viðræður við félagið í samstarfi við framkvæmdasvið og Faxaflóahafnir.

7. Samþykkt samhljóða eftirfarandi bókun :
Íþrótta- og tómstundaráð vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til starfsmanna í Bláfjöllum vegna opnunar um páskana og vinnu starfsmanna í kringum hana.

8. Lögð fram fyrirspurn Sigríðar Maack dags. 20. apríl sl. varðandi sumardaginn fyrsta. Vísað til skrifstofustjóra tómstundamála.

9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 19. apríl sl. þar sem fram kemur að á fundi borgarstjórnar 4. apríl sl. hafi verði samþykkt að vísa til íþrótta- og tómstundaráðs tillögu um Barnahátíð í Reykjavík. Vísað til skrifstofustjóra tómstundamála.

10. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 7. apríl sl. ásamt heildarstefnukorti Reykjavíkurborgar fyrir árið 2007.

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 29. mars sl. þar sem vísað til íþrótta- og tómstundaráðs tillögum frá fundi borgarstjóra, borgarfulltrúa og fulltrúa Reykjavíkurráðs ungmenna 28. mars sl. Vísað til skrifstofustjóra tómstundamála.

12. Lagður fram viðauki við samning íþrótta- og tómstundaráðs og Þjónustu- og rekstrarsviðs dags. 22. júní 2005.
Um er að ræða viðauka nr. 6; Eflirlit og mat á árangri.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti.

13. Lagt fram að nýju bréf framkvæmdastjóra Miðgarðs dags. 7. apríl sl. sbr. 15. lið 30. fundar íþrótta- og tómstundaráðs um tilraunahverfi í Grafarvogi. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra tómstundamála. Íþrótta- og tómstundaráð samþykir að mæla með því að verkefnið fari af stað og að ÍTR taki þátt í því. Jafnframt var sviðstjóra ÍTR falið að koma ábendingum ráðsins við framanlögð gögn á framfæri við framkvæmdastjóra Miðbergs.

14. Lagðar fram niðurstöður úr viðhorfskönnun um þjónustu frístundaheimila.

15. Guðlaugur Þór Þórðarson spurðist fyrir um fyrirhugaða hjólreiðakeppni.

Fundi slitið kl. 12:50

Anna Kristinsdóttir

Svandís Svavarsdóttir Ingvar Sverrisson
Magnús Már Guðmundsson Guðlaugur Þór Þórðarson