Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 283

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2018, föstudaginn 25. maí, haldinn 283. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn Í Hofi Borgartúni 14 og hófst kl. 12:20. Mætt voru: Eva Einarsdóttir varaformaður, Dóra Magnúsdóttir, Tomazs Chrapek, Örn Þórðarson varamaður fyrir Mörtu Guðjónsdóttur, Kjartan Magnússon og Hermann Valsson. Jafnframt sátu fundinn: Ingvar Sverrisson ÍBR, Trausti Harðarson áheyrnarfulltrúi, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram að nýju bréf Innri endurskoðunar, dags. 8. maí 2018, vegna styrkjamála.

Hallur Símonarson og Kristíana Baldursdóttir frá Innri endurskoðun taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Lagt er til að sviðsstjóra verði falið að vinna að uppbyggingu líkamsræktarstöðvar við Vesturbæjarlaug.  Miðað verði við að slík starfsemi verði á vegum einkaaðila.  Skoðað verði með hvaða hætti sé unnt að koma henni fyrir þannig að hún verði í góðum tengslum við sundlaugina líkt og gert hefur verið með góðum árangri við Breiðholtslaug.

Vísað til sviðsstjóra ÍTR.

3.    Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Íþrótta- og tómstundaráð óskar eftir því að salernisaðstöðu verði komið upp við útileiksvæðið í Gufunesi.  Með sívaxandi notkun svæðisins, m.a. vegna vinsælda álfahóls, brettagarðs, strandvalla og ævintýrakastala er æskilegt að salernisaðstaða sé fyrir hendi þegar frístundamiðstöðin er lokuð um kvöld eða helgar.

Samþykkt að vísa til meðferðar sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs í samráði við umhverfis- og skipulagssvið.

4.    Lagt fram rekstraruppgjör íþrótta- og tómstundasvviðs mars 2018.

5.    Lagt fram bréf sviðsstjóra, dags. 22. maí 2018, ásamt drögum að samningi við KFUM og KFUK 2018.

Samþykkt að fela sviðsstjóra að ganga frá samningi við KFUM og KFUK

6.    Lagt fram bréf gesta í Vesturbæjarlaug, dags. 18. maí 2018, vegna æfingaaðstöðu.

7.    Lögð fram ársskýrsla ÍR fyrir árið 2017.

8.    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur beinir því til borgarráðs að gengið verði til samninga við Knattspyrnufélagið Þrótt um hönnun, fjármögnun, framkvæmd og rekstur á fjölnota íþróttahúsi á svæði félagsins. Staðsetningin verði í samræmi við niðurstöður starfshóps um skipulags- og uppbyggingarmál íþrótta í Laugardal, sem skilaði áliti í febrúar sl. Húsið verði keppnis- og æfingahús Þróttar og miðstöð starfsemi félagsins en einnig nýtt í þágu inniíþróttagreina Glímufélagsins Ármanns. Jafnframt þjóni húsið íþróttakennslu fyrir Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla. Íþrótta- og tómstundasviði og umhverfis- og skipulagssviði verði falið að hefja nauðsynlega undirbúningsvinnu vegna málsins, m.a. semja kynningaráætlun fyrir hagsmunaaðila vegna íþróttahússins og hefja deiliskipulagsvinnu vegna þess í góðu samstarfi við Þrótt, Ármann og aðra hagsmunaaðila.

Frestað.

Fundi slitið kl. 14:00

Eva Einasdóttir

    Tomasz Chrapek    Dóra Magnúsdóttir

Hermann Valsson    Kjartan Magnússon

    Örn Þórðarson

 

PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundaráð 25.5.2018 - Prentvæn útgáfa