Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2018, föstudaginn 27. apríl, haldinn 281. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Hofi, Höfðatorgi og hófst kl. 13:50. Mætt voru Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Tomazs Chrapek, Örn Þórðarson varamaður fyrir Mörtu Guðjónsdóttir, Kjartan Magnússon og Hermann Valsson. Jafnframt sátu fundinn: Freyja Dögg Skjaldberg áheyrnarfulltrúi Reykjavíkurráðs ungmenna, Trausti Harðarson áheyrnarfulltrúi, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um tennishús, sbr. 3. lið fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs frá 13. apríl 2018
Samþykkt að óska eftir umsögn Íþróttabandalags Reykjavíkur fyrir næsta fund.
2. Lagt fram bréf skólastjóra Laugalækjarskóla, dags. 3.apríl 2018, vegna óska um nýbyggingu við skólann með íþróttasal, kennslustofum og félagsaðstöðu.
- kl. 14:00 tekur Ómar Einarsson sæti á fundinum.
3. Lögð fram reglugerð mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 28. mars 2018 um þjóðarleikvanga.
4. Lagðar fram tillögur starfshóps vegna Laugardalsvallar sem þjóðarleikvangs, dags. 3. apríl 2018.
- kl. 14:07 víkur Kjartan Magnússon af fundi.
- kl. 14:10 tekur Herdís Þorvaldsdóttir sæti á fundinum.
5. Lagt fram bréf HSÍ og KKÍ til borgarráðs, dags 28.mars 2018, vegna þjóðarleikvangs í Laugardal fyrir inniíþróttir
6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags 13.apríl 2018, varðandi starfshóp með ríkinu, HSÍ og KKÍ um þjóðarleikvang fyrir inniíþróttir.
7. Lagt fram bréf FRÍ til borgarráðs, dags 5. febrúar 2018, vegna þjóðarleikvangs í frjálsum íþróttum í Laugardal
8. Lagt fram bréf borgarstjóra til borgarráðs, dags. 13.febrúar 2018, vegna starfshóps með ríkinu og FRÍ um þjóðarleikvang í frjálsum íþróttum.
9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags 20.apríl 2018, vegna framtíðarsýnar hverfisráða til 2021.
Vísað til sviðsstjóra til skoðunar fyrir næsta fund.
10. Lögð fram skýrsla ÍBR um framtíð knatthúsa í Reykjavík dags. í janúar 2018..
11. Lagt fram yfirlit um aðsókn í sundlaugar 2018.
12. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags 13.apríl 2018 vegna gervigrasvallar á svæði Víkings.
13. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags 22. mars 2018, varðandi samráð við íbúasamtök Háaleitis vegna íþróttastarfs í Safamýri.
14. Lögð fram dagskrá vegna Norrænar höfuðborgarráðstefnu 6.-8. júní 2018 í Helsinki.
15. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Örn Þórðarson leggja til að gerð verði óháð úttekt af þar til bærum aðila á loftgæðum í innilaug sundlaugarinnar í Laugardal vegna ítrekaðra tilfellla astma og lungnasjúkdóma meðal þeirra sem þar æfa sund reglulega.
Frestað.
16. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Örn Þórðarson, leggja til að tekin verði upp gjaldheimta á sumrin í búningsaðstöðu Ylstrandarinnar í Nauthólsvík, þar sem sundkort Reykjavíkur gilti líkt og í öðrum sundstöðum Reykjavíkur. Núverandi fyrirkomulag er ekki til þess fallið að auka virðingu fyrir þeirri þjónustu sem þar fer fram og þjónar frekar hagsmunum þarfa ferðamanna en borgarbúa.
Frestað.
17. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð leggur til að sviðsstjóra verði falið að fara í viðræður við USK og Strætó um betri almenningssamgöngur að Gufunesbæ.
Frestað.
Fundi slitið kl. 14:55
Þórgnýr Thoroddsen
Eva Einarsdóttir Tomasz Chrapek
Hermann Valsson Herdís Þorvaldsdóttir
Örn Þórðarson
PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundaráð 27.4.2018 - prentvæn útgáfa