Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 279

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2018, föstudaginn 23. mars haldinn 279. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi Hofi og hófst kl. 12:20. Mætt voru Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Tomazs Chrapek, Dóra Magnúsdóttir,  Marta Guðjónsdóttir,  Kjartan Magnússon og Hermann Valsson. Jafnframt sátu fundinn: Trausti Harðarson áheyrnarfulltrúi, Ingvar Sverrisson áheyrnarfulltrúi ÍBR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á framkvæmdaáætlun íþrótta- og tómstundasviðs 2018-2023.

Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Fram fer kynning á Frisbígolfi í Reykjavík.

Ólafur Haraldsson formaður Frisbígolffélags Reykjavíkur og Birgir Ómarsson formaður Íslenska Frisbígolfsambandsins taka sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Fram fer kynning á niðurstöðum þjónustukönnunar Reykjavíkurborgar 2017.

Þóra Ásgeirsdóttir frá Maskínu tekur sæti á fundinum undir þessum lið

4.    Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 19. mars 2018, vegna viðhorfskönnunar meðal starfsmanna sviðsins.

Gerður Sveinsdóttir mannauðsfulltrúi og Margrét Grétarsdóttir mannauðsstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

5.    Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 28. feb. 2018, þar sem tillögu Freyju Daggar Skjaldberg frá fundi borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna 27. febrúar 2018 um aðgengi ungmenna að líkamsrækt og hreyfingu er vísað til meðferðar íþrótta- og tómstundasviðs.

6.    Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 28. febrúar 2018, vegna fjárhagsáætlunar 2019-2023.

7.    Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 12. mars 2018, vegna samninga við Taflfélag Reykjavíkur og Tónlistarþróunarmiðstöð.

Samningarnir samþykkir.

8.    Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 12. mars 2018, vegna samnings um rekstur íþróttahúss Breiðholtsskóla.

Samþykkt.

9.    Lagt fram bréf ÍR og Leiknis, dags. 20. mars 2018, með ósk um styrk vegna sameinaðs stúlknaliðs Breiðholts.

Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 500.000 vegna sameinaðs stúlknaliðs Breiðholts og samstarfs.

10.    Lagt fram bréf Félags heyrnarlausra, dags. 14. mars 2018, með beiðni um styrk vegna lífsleikninámskeiða fyrir heyrnarlaus börn og ungmenni.

Samþykkt að veita styrk að upphæð 500.000 kr.

11.    Lagt fram bréf Kristjáns Páls Rafnssonar með ósk um styrk vegna fluguveiðinámskeiðs.

Frestað.

12.    Lagt fram ársuppgjör íþrótta- og tómstundasviðs vegna ársins 2017.

Andrés B. Andreason fjármálastjóri íþrótta- og tómstundasviðs, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

-    Kl. 14:30 víkur Ingvar Sverrisson af fundinum. 

-    Kl. 14:33 víkur Ómar Einarsson af fundinum.

13.    Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 19. mars 2018, vegna samnings við ÍBR.

14.    Lögð fram ársskýrsla Hins hússins 2017.

Fundi slitið kl. 14:42.

Þórgnýr Thoroddsen

Eva Einarsdóttir    Tomasz Chrapek

Hermann Valsson    Dóra Magnúsdóttir

Kjartan Magnússon    Marta Guðjónsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundaráð 23.3.2018 - Prentvæn útgáfa