Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 278

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

 

Ár 2018, föstudaginn 9. mars, var haldinn 278. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í veitingaskála í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og hófst kl. 11:35. Fundurinn var opinn almenningi og mættu um 30 gestir. Viðstödd: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Tomazs Chrapek, Örn Þórðarson varamaður fyrir Mörtu Guðjónsdóttur og Björn Gíslason varamaður fyrir Kjartan Magnússon. Jafnframt sátu fundinn: Trausti Harðarson áheyrnarfulltrúi, Frímann Ari Ferdinandsson áheyrnarfulltrúi ÍBR, Andrés B. Andreasen fjármálastjóri ÍTR, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á gildi og mikilvægi þátttöku í tómstundastarfi. 

-    Kl. 12:05 tekur Dóra Magnúsdóttir sæti á fundinum.

Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við HÍ tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Fram fer kynning á heilsueflandi samfélagi og heilsueflingu eldra fólks. 

Sigríður Guðný Gísladóttir og Drífa Baldursdóttir frá þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða taka sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Fram fer kynning á Stelpur rokka. 

-    kl. 12:40 víkur Ómar Einarsson af fundi.

-    kl. 12:55 víkja Tomazs Chrapek, Dóra Magnúsdóttir og Frímann Ari Ferdinandsson af fundi.

Eyrún Ólöf Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4.    Fram fer kynning um mikilvægi útiveru, frítíma og tómstundastarfi. 

-    Kl. 13:20 víkur Eva Einarsdóttir af fundi.

Fundi slitið kl. 13:40

Þórgnýr Thoroddsen

Örn Þórðarson    Björn Gíslason

PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundaráð 9.3.2018 - prentvæn útgáfa