Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2017, föstudaginn 24. nóv. var haldinn 272. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi Hofi og hófst kl. 12:20. Viðstödd: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Unnsteinn Jóhannsson varamaður fyrir Evu Einarsdóttur, Tomazs Chrapek, Hermann Valsson og Marta Guðjónsdóttir. Jafnfram sátu fundinn: Trausti Harðarson, áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, Ingvar Sverrisson ÍBR, Andrés B. Andreasen, fjármálastjóri ÍTR, Ómar Einarsson, sviðsstjóri ÍTR, og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fram fer umræða um viðhald í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og fræðslu- og starfsmannahús.
- kl. 12:30 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
- kl. 12:45 tekur Dóra Magnúsdóttir sæti á fundinum.
2. Fram fer umræða um uppbyggingu í Nauthólsvík.
3. Lagt fram bréf Karatesambands Íslands, dags. 20. nóv. sl., varðandi smáþjóðamót Evrópu í karate 2019 í Reykjavík.
4. Fram fer umræða um afgreiðslutíma Ylstrandar og sundstaða 2018.
Áheyrnarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er algjör krafa að íbúar Reykjavíkur búi við jafnan aðgang að hverfissundlaugum sínum og hið fyrsta verði sami lengri opnunartími hjá Grafarvogslaug og Árbæjarlaug.
5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. nóv. sl., þar sem vísað er til meðferðar undirskriftarlista vegna afgreiðslutíma í sundlaugum Grafarvogs og Árbæjar.
6. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum og kynningu á samning Reykjavíkurborgar við hverfisíþróttafélagið Víking er snýr að uppbyggingu á Tennisaðstöðu á svæði félagsins. Einnig er óskað eftir því að formaður tennisdeildar Víkings komi á fund ráðsins og kynni núverandi starfssemi deildarinnar sem og framtíðarsýn.
Fundi slitið kl. 13:15
Þórgnýr Thoroddsen
Unnsteinn Jóhannsson Tomazs Chrapek
Dóra Magnúsdóttir Marta Guðjónsdóttir
Kjartan Magnússon Hermann Valsson
PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundaráð 24.11.2017 - prentvæn útgáfa