Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2006, fimmtudaginn 9. mars var haldinn 27. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 11:40. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Magnús Már Guðmundsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Benedikt Geirsson og Loftur Sigurðsson. Jafnframt sátu fundinn: Frímann Ari Ferdinardsson, Kolbeinn Már Guðjónsson, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð seinasta fundar.
2. Lagt fram að nýju bréf skipulagsráðs dags. 12. janúar sl. þar sem vísað er til umsagnar íþrótta- og tómstundaráðs erindi Framsýni varðandi rekstur útivistarmiðstöðvar í Nauthólsvík.
Á fundinn kom forstöðumaður Nauthólsvíkur, Óttarr Hrafnkelsson og fór yfir málið.
Vísað til starfshóps um jaðaríþróttir.
3. Lagt fram bréf sviðsstjóra dags. 3. mars sl. sem svar við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi Leikni.
Jafnframt lagt fram svar skrifstofustjóra íþróttamála hjá ÍTR dags. 3. mars sl.
4. Lagt fram bréf Tennisráðs Reykjavíkur dags. 24. janúar og 28. febrúar sl. um iðkendur í tennis í Reykjavík og þörf fyrir innanhúss aðstöðu.
Jafnframt lagt fram bréf Tennissambands Íslands dags. 6. mars sl. varðandi aðstöðu fyrir tennis.
5. Lagt fram bréf Menntamálaráðuneytisins dags. 21. febrúar sl. varðandi framlengingu á samningi um rekstur landsskrifstofu ungmennaáætlunar ESB.
6. Lagt fram afrit af bréfi skólastjóra Langholtsskóla dags. 23. febrúar sl. til Menntasviðs og Framkvæmdasviðs varðandi húsnæðisvanda frístundaheimilis ÍTR í Langholtsskóla.
Vísað til eignafulltrúa ÍTR og skrifstofustjóra tómstundasviðs ÍTR.
- kl. 11:55 vék Guðlaugur Þór Þórðarson af fundi.
7. Lögð fram drög að samningum við Menntasvið og Framkvæmdasvið v/frístundaheimila.
8. Lagt fram bréf skipulagsráðs dags. 22. febrúar sl. þar sem fram kemur að ráðið geri ekki athugasemdir við að unnin verði tillaga að deiliskipulagi á svæði Fylkis.
9. Lagt fram bréf Frjálsíþróttasambands Íslands dags. 16. febrúar sl. þar sem fram kemur að þeir eru að sækja um viðurkenningu til Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins um þjálfunarsetur í Laugardalnum.
Vísað til umsagnar ÍBR og stjórnar Íþrótta- og sýningarhallarinnar.
10. Lögð fram dagskrá ráðstefnu um frítímaþjónustu sveitarfélaga 23.-24. mars.
11. Lagt fram bréf sviðsstjóra dags. 6. mars sl. vegna samninga um velli við Víkurveg.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkti samninginn og vísaði honum til borgarráðs.
12. Lagt fram bréf hverfisráðs Grafarvogs dags.1. mars sl. varðandi ýmis mál tengd ÍTR í Grafarvogi.
13. Lagðar fram niðurstöður úr könnun ÍBR á íþróttaiðkun Reykvíkinga.
14. Lagt fram bréf sviðsstjóra dags. 6. mars sl. vegna samninga við Ármann og Þrótt um rekstur mannvirkja.
Vísað til afgreiðslu sviðsstjóra ÍTR.
15. Samþykkt var að halda opinn fund íþrótta- og tómstundaráðs í Víkinni. Fundurinn verður haldinn 15. mars kl. 17:30 í félagsheimili Knattspyrnufélagsins Víkings.
16. Lagt fram að nýju bréf Knattspyrnufélagsins Fram dags. 26. janúar sl. varðandi starfsemi Fram í Grafarholti.
Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 6. mars sl. varðandi erindið.
17. Lagðar fram teikningar af aðstöðu fyrir skylmingar í stúku Laugardalsvallar.
18. Lögð fram drög að svari æskulýðsfulltrúa vegna umsagnar um lög um æskulýðsmál.
Fundi slitið kl. 12:45.
Anna Kristinsdóttir
Magnús Már Guðmundsson Benedikt Geirsson
Loftur Sigurðsson