Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 269

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2017, föstudaginn 22. sept. var haldinn 269. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi Hofi og hófst kl. 12.20. Viðstödd: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Dóra Magnúsdóttir, Tomasz Chrapek, Hermann Valsson, Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir. Einnig: Sigurður Þórðarson varamaður fyrir Trausta Harðarson áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Steinþór Einarsson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram að nýju skýrsla um skíðabrekkur í hverfum.

Hafsteinn Hrafn Grétarsson, starfsmaður Gufunesbæjar, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Fram fer kynning á viðhorfskönnun meðal starfsmanna íþrótta- og tómstundasviðs.

Margrét Grétarsdóttir, mannauðsstjóri íþrótta- og tómstundasviðs, og Gerður Sveinsdóttir mannauðsráðgjafi taka sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 15. september 2017, vegna fyrirspurnar áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um gervigrasvelli, sbr. 7. lið fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs frá 15. September 2017.

4. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþróttabandalags Reykjavíkur, dags.  20. sept. 2017, vegna fyrirspurnar áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um ársreikninga íþróttafélaga sbr. 9. lið fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs frá 15. September 2017.

5. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra írþróttabandalags Reykjavíkur, dags. 20. sept.sl. vegna fyrirspurnar áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina frá síðasta fundi ráðsins vegna tilnefninga íþróttamanns ársins hjá íþróttafélögum í Reykjavík sbr. 6. lið fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs frá 15. september 2017.

Lagt fram bréf mannréttindafulltrúa dags. 18. sept. sl. vegna fyrirspurnar áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um jafnréttisúttektir á íþróttafélögum sbr. 8. lið fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs frá 15. September 2017.

Samþykkt að visa málinu til sviðsstjóra til meðferðar í í samvinnu við Mannréttindaskrifstofu, íþróttabandalags Reykjavíkur og íþróttafélögin.

6. Fram fer umræða um opinn fund ráðsins.

Samþykkt að stefna að opnum fundi eftir miðjan nóvember 2017.

7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 15. sept. sl. vegna viðræðna við Knattspyrnufélagið Víking um aðstöðu félagsins.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja að borgarráð taki upp formlegar viðræður við Knattspyrnufélagið Víking um aðstöðumál félagsins o.fl. í trausti þess að farið verði í slíkar viðræður af alvöru af hálfu borgarinnar og að þær skili fljótlega niðurstöðum svo hægt sé að láta verkin tala. Enn einu sinni skal minnt á fyrirheit Reykjavíkurborgar um stækkun athafnasvæðis Víkings í samræmi við samþykkt borgarráðs 10. júlí 2008. Umrætt fyrirheit var samþykkt samhljóða í borgarráði á sínum tíma og síðan hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði, borgarstjórn og íþrótta- og tómstundaráði margoft minnt á tilvist þess og hvað eftir annað flutt tillögur um að það verði efnt með formlegum hætti. Hingað til hafa borgarfulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna ekki viljað samþykkja slíkar tillögur og þannig komið sér undan að efna áðurnefnda samþykkt borgarráðs frá árinu 2008 með ómerkilegum undanbrögðum. Vonandi er að þær viðræður, sem nú er lagt til að verði farið í, séu ekki enn eitt bragð Samfylkingarinnar og samstarfsflokka hennar til að tefja löngu tímabærar úrbætur í aðstöðumálum Víkings. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja mikla áherslu á að þessar viðræður skili skjótum og góðum niðurstöðum og að á grundvelli þeirra verði Víkingi gert kleift að efla enn frekar starf sitt í þágu íþrótta- og æskulýðsmála í Smáíbúða- Bústaða- og Fossvogshverfum.

Fundi slitið kl. 13.33

Þórgnýr Thoroddsen

Eva Einarsdóttir Tomasz Chrapek

Dóra Einarsdóttir Hermann Valsson

Marta Guðjónsdóttir Kjartan Magnússon

PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundaráð 22.9.2017 - Prentvæn útgáfa