Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2017, föstudaginn 15. sept. var haldinn 268. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi Hofi og hófst kl. 12.20. Viðstödd: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Elsa Yeoman varamaður fyrir Evu Einarsdóttur, Dóra Magnúsdóttir, Tomasz Chrapek, Benóný Harðarson varamaður fyrir Hermann Valsson, Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir. Einnig: Trausti Harðarson áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, Andrés B Andreasen fjármálastjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á fjárhagsáætlun ÍTR 2018.
2. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sbr. 6. lið fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs frá 8. September 2017:
Íþrótta- og tómstundaráð beinir því til borgarráðs að veittur verði styrkur til KFUM og -K til að unnt verði að ljúka byggingu svefnskála í Vatnaskógi. Framkvæmdir hófust 2007 og veitti Reykjavíkurborg þá styrk til verksins en aðrar leiðir við fjármögnun þess brugðust þá að töluverðu leyti vegna áfalla í efnahagslífinu. Verkið er vel á veg komið en umtalsverðar framkvæmdir eru eftir innanhúss sem utan. Hinn nýi skáli mun fullnægja öllum kröfum eldvarna- og heilbrigðiseftirlits en eldra húsnæði er ábótavant hvað slíkar kröfur varðar. Á hverju ári dvelja þúsundir reykvískra barna og ungmenna í Vatnaskógi og taka þar þátt í uppbyggilegu æskulýðsstarfi.
Samþykkt að vísa tillögunni til borgarráðs.
- kl. 13.05 víkur Kjartan Magnússon af fundi.
3. Lagt fram að nýju bréf keiludeilda ÍR, KR og Keilufélags Reykjavíkur, dags. 16. júní 2017, vegnu aðstöðumála, sbr. 2. lið fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs frá 8. September 2017.
Samþykkt að vísa málinu til sviðsstjóra ÍTR og framkvæmdastjóra ÍBR.
4. Lögð fram skýrsla um skíðasvæðin í borginni.
5. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar ákveður þegar í stað að lengja opnunartíma Grafarvogslaugar og Árbæjarlaugar um helgar yfir vetrartímann í samræmi við opnunartíma Breiðholtslaugar og Vesturbæjarlaugar. Afgreiðslutími verður: Mánudaga - föstudaga: kl. 6:30 - 22:00 og Helgar: kl. 9.00 – 22.00. En fyrir eru einnig Laugardalslaug og Sundhöllinn með opið til 22.00 um helgar.
Samþykkt að vísa tillögu fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar á næstu vikum. Jafnframt er samþykkt að tillagan verði lögð fyrir starfsmenn ÍTR, lauganna og Starfsmannafélags Reykjavíkur vegna endurskoðunar á vinnufyrirkomulagi og að í haust verði mæld sérstaklega aðsókn umhelgar í Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug.
Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Óskir eru um eins opnunartíma í sundlaug Grafarvogs og Árbæjar eins og í öðrum sundlaugum borgarinnar þ.e. opið föstudaga, laugardaga og sunnudaga til kl. 22.00. Sund er holl og góð íþrótt sem og afþreying fyrir alla, sama á hvað aldri við erum. Hverfissundlaugar eru íbúum hverfa og fjölskyldufólki mikilvægar og ekki síst er nauðsynlegt að gott aðgengi sé að hverfissundlaugum borgarinnar á kvöldin fyrir fjölskyldur með börnum sínum með ómældri gleði, samveru og góðri skemmtun sem því fylgir. Það skiptir íbúa þessara hverfa miklu máli, fólk vill geta hjólað, labbað, farið saman með fjölskyldunni, sent börnin, sent unglingana í sund á þessum tíma. Íbúar tveggja nánast 20 þúsund manna barnstærstu hverfa borgarinnar eiga ekki að þurfa að keyra útúr sínum hverfum til að komast í aðrar sundlaugar á opnunar tímum þessum.
6. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:
Á fundi Íþrótta og tómstundaráðs Reykjvíkurborgar föstudaginn 20. janúar s.l. var samþykkt af ráðinu og vísað til Íþróttabandalags Reykjavíkur eftirfarandi tillögu: Íþrótta og tómstundaráð Reykjavíkurborgar leitar til Íþróttabandalags Reykjavíkur að taka til ákvörðunar með sínum aðildarfélögum hvort framvegis, að öll þau hverfisíþróttafélög innan Reykjavíkur sem og önnur íþróttafélög innan Íþróttabandalags Reykjavíkur sem kjósa árlega íþróttamann ársins innan síns félags muni frá árinu 2017 kjósa bæði íþróttakarl ársins og íþróttakonu ársins fyrir sitt félag. Óskað er eftir formlegu svari frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur hvort bandalagið og aðildarfélög þess hafi ákveðið að verða við þessari ósk ráðsins.
7. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:
Ítrekun á fyrirspurn frá 28.apríl sl. “Óskað er eftir upplýsingum um hvaða gervigrasvellir úti og inni af fullri stærð í Reykjavík uppfylla Fifa quality og Fifa Quality pro gæðastaðlana og hvaða vellir gera það ekki. Einnig er óskað er eftir upplýsingum um hvort að þeir vellir sem búið er að samþykkja að verði skipt um gervigras á í sumar, hvort þeir muni uppfylla fyrrgreinda gæðastaðla.”
8. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:
Á fundi íþrótta- og tómstundarráðs Reykjavíkurborgar 9.júní var samþykkt að óska eftir umsögn mannréttingarskrifstofu um tillögu. Ítrekað er til mannréttindaskrifstofu að verða við erindinu eins fljótt og hægt er. „Íþrótta- og tómstundaráð óskar eftir því að jafnréttisúttekt verði gerð í ár hjá þremur hverfisíþróttafélögum til viðbótar við þau sem fyrir hafa verið tekin út og dregið verði út hver þau verði. En fyrir er lokið jafnréttisúttekt á Þrótti, KR og Fjölni.“
9. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:
Ítrekun á fyrirspurn frá 31.mars sl „Í ljósi þess að reglulega er mikið af málum inn á borði ÍTR frá stóru hverfisíþróttafélögunum og svo þeirra stærstu deildum s.s. knattspyrnudeildum þá óskast afrit af heildarársskýrslu og ársreikninga 2016 allra 9 stóru hverfisíþróttafélaganna: KR, Víkingur, Fram, Fjölnir, Þróttur, Valur, Fylkir, Leiknir og ÍR. Einnig óskast ársskýrslur og ársreikningar knattspyrnudeilda þessa sömu stóru hverfisfélaga þar sem í ársreikningi er aðskilin starfsemi meistaraflokks kk., meistaraflokks kvk. og svo barna og unglingastarfs.“
Fundi slitið kl. 13.37
Þórgnýr Thoroddsen
Elsa Yeoman Tomasz Chrapek
Dóra Einarsdóttir Benóný Harðarson
Marta Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundaráð 15.9.2017 - Prentvæn útgáfa