Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 265

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2017, fimmtudaginn 22. júní var haldinn 265. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi Arnarholti og hófst kl. 16.10. Viðstödd voru Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Bjarni Þór Sigurðsson varamaður fyrir Dóru Magnúsdóttur, Tomasz Chrapek, Marta Guðjónsdóttir, Kjartan Magnússon og Trausti Harðarson. Einnig Benóný Harðarson varamaður fyrir Hermann Valsson VG, Ingvar Sverrisson áheyrnarfulltrúi ÍBR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri og Ómar Einarsson sviðsstjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 18. maí sl. með ósk um umsögn vegna erindis RIFF um Stelpur filma. Einnig lagt fram afrit af umsögn skóla- og frístundasviðs dags. 12. júní sl. um sama erindi.

Samþykkti að taka undir umsögn skóla- og frístundasviðs.

2. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 13. júní sl., vegna fyrirspurnar fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um styrki til RIFF – Alþjóðlegar kvikmyndahátíð í Reykjavík.

3. Lagt fram að nýju bréf hverfisstjóra í Breiðholti dags. 26. apríl sl. vegna Hjólakrafts. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra dags. í dag varðandi málið.

Umsögn sviðsstjóra samþykkt.

- kl. 16.15 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

4. Lögð fram að nýju skýrsla  um Reykjavíkurmaraþon.

5. Lögð fram skýrsla um framkvæmd styrkjareglna 2016.

6. Lagt fram bréf ÍR, KR og Keilufélags Reykjavíkur dags. 16. júní sl. vegna aðstöðumála keiluíþróttarinnar.

Frestað.

7. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúi Framsóknar og flugvallavina:

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hefur formlega undirbúningsvinnu með Ungmennafélaginu Fjölni við hönnun, teikningar og kostnaðaráætlun á yfirbyggðri áhorfendastúku við knattspyrnuvöll félagsins við Dalhús, Grafarvogi. Lagt er upp með að teikningar og kostnaðaráætlun verði tilbúin á haustdögum líðandi árs svo hægt sé að taka ákvörðun um hvort hægt er að ráðast í að styðja félagið í framkvæmd á komandi vetri.

Frestað.

Fundi slitið kl.17.20

Þórgnýr Thoroddsen

Eva Einarsdóttir Tomasz Chrapek

Bjarni Þór Sigurðsson Trausti Harðarson

Kjartan Magnússon Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundarað 22.6.2017 - Prentvæn útgáfa