Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2017, föstudaginn 20. janúar, var haldinn 257. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Laugabóli í Laugardal og hófst kl. 12:10. Viðstödd: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Bjarni Þór Sigurðsson, Dóra Magnúsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Kjartan Magnússon og Trausti Harðarson. Einnig: Hermann Valsson, Ómar Einarsson og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram minnisblað Knattspyrnufélagsins Þróttar dags. 17. des. 2016 um aðstöðumál félagsins.
Finnbogi Hilmarsson, Kristján Kristjánsson, Þórir Hákonarson og Otthar S. Edvardsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 12:15 tekur Helena Sif Gunnarsdóttir sæti á fundinum.
- Kl. 12:30 tekur Ingvar Sverrisson sæti á fundinum.
- Kl. 12:35 tekur Steinþór Einarsson sæti á fundinum.
2. Lögð fram að nýju ályktunartillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá síðasta fundi:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur þakkar Skátasambandi Reykjavíkur fyrir öflugt og metnaðarfullt starf í þágu reykvískrar æsku á heilsársgrundvelli um margra áratuga skeið. Ánægjulegt er að heyra að hjá skátum ríkir mikill vilji til að efla þetta starf enn frekar í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg og lýsir ÍTR yfir vilja sínum til þess að af því geti orðið.
Tillagan er felld með 4 atkvæðum. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá.
Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa meirihluta:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur þakkar Skátasambandi Reykjavíkur fyrir öflugt og metnaðarfullt starf í þágu reykvískrar æsku á heilsársgrundvelli um margra áratuga skeið.
Samþykkt.
3. Lögð fram að nýju ályktunartillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá síðasta fundi:
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar KFUM og KFUK fyrir öflugt og metnaðarfullt starf í þágu reykvískrar æsku á heilsársgrundvelli um margra áratuga skeið. Ánægjulegt er að heyra að hjá samtökunum ríkir mikill vilji til að efla þetta starf enn frekar í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg og lýsir ÍTR yfir vilja sínum til þess að af því geti orðið.
Tillagan er felld með 4 atkvæðum. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá.
Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa meirihluta:
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar KFUM og KFUK fyrir öflugt og metnaðarfullt starf í þágu reykvískrar æsku á heilsársgrundvelli um margra áratuga skeið.
Samþykkt.
4. Lögð fram að nýju tillaga styrkjahóps og hún samþykkt samhljóða.
5. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina frá síðasta fundi um Fjölskyldugarðinn:
Lagt er til að keyptir verði nýir og þannig fjölgað allverulega rafmagnsbílum í Ökuskóla Fjölskyldu-og húsdýragarðarins þ.e. fyrir 5 ára og eldri. Lagt er einnig til að keyptir verði fleiri rafmagnsbílar fyrir yngri þ.e. 2 til 5 ára.
Samþykkt að óska eftir umsögn forstöðumanns garðsins.
6. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um íþróttamann ársins:
Íþrótta og tómstundaráð Reykjavíkurborgar leitar til Íþróttabandalags Reykjavíkur að taka til ákvörðunar með sínum aðildarfélögum hvort framvegis, að öll þau hverfisíþróttafélög innan Reykjavíkur sem og önnur íþróttafélög innan Íþróttabandalags Reykjavíkur sem kjósa árlega íþróttamann ársins innan síns félags muni frá árinu 2017 kjósa bæði íþróttakarl ársins og íþróttakonu ársins fyrir sitt félag.
Samþykkt og vísað til ÍBR.
7. Lögð fram skýrsla um Stelpur rokka 2016.
Kl. 13:35 víkur Marta Guðjónsdóttir af fundi.
8. Fram fer kenning á starfsemi Glímufélagsins Ármanns.
Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Algjört forgangsverkefni þarf að vera hjá Reykjavíkurborg í ár, að styðja Glímufélagið Ármann í að fá byggða og það sem allra fyrst nýja þ.e. fjölgun búningsklefa. Nokkuð er ljós að tveir litlir búningsklefar og sitthvorar 6 sturturnar anni „ekki“ allt að 15 æfingarhópum og jafnvel vel yfir 250 mans í húsi og sölum þeirra í einu á hverri klukkustund. Ekki er hægt að bjóða iðkendum, börnum og unglingum og svo þjálfurum þeirra upp á að nýta ræstingageymslur, kompur og skápa og skrifstofur starfsfólks sem búningsklefa.
Snorri Þorvaldsson, Jón Þór Ólafsson og Eiður Ottó Bjarnason taka sæti á fundinum undir þessum lið.
9. Lagður fram til kynningar samningur við Reginn um byggingu íþróttahúss við Egilshöll. Jafnframt lagður fram samningur um samstarf Fjölnis, Borgarholtsskóla og Reykjavíkurborgar.
10. Lagt fram yfirlit um aðsókn að sundstöðum 2016.
11. Lagður fram til kynningar samningur Reykjavíkurborgar og ÍR um framkvæmdir og rekstur mannvirkja í S-Mjódd og Breiðholti.
Fundi slitið kl. 14:10
Þórgnýr Thoroddsen
Eva Einarsdóttir Dóra Magnúsdóttir
Bjarni Þór Sigurðsson Kjartan Magnússon
Trausti Harðarson
PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundarað 20.1.2017 - Prentvæn útgáfa