Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 256

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2017, föstudaginn 6. janúar var haldinn 256. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn í Borgartúni 14, Hofi og hófst kl.12.09. Viðstödd voru Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Tomasz Chrapek, Dóra Magnúsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Kjartan Magnússon og Trausti Harðarson. Einnig sátu fundin Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi VG, Ómar Einarsson sviðsstjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri  og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á starfi skátasambands Reykjavíkur,

Hrönn Þormóðsdóttir, Jón Andri Helgason, Baldur Árnason og Arthúr Pétursson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi ályktunartillögu:

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur þakkar Skátasambandi Reykjavíkur fyrir öflugt og metnaðarfullt starf í þágu reykvískrar æsku á heilsársgrundvelli um margra áratuga skeið. Ánægjulegt er að heyra að hjá skátum ríkir mikill vilji til að efla þetta starf enn frekar í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg og lýsir ÍTR yfir vilja sínum til þess að af því geti orðið.

Frestað.

2. Fram fer kynning á starfi KFUM og KFUK.

Fulltrúar SjálfstæðisLögð fram eftirfarandi ályktunartillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar KFUM og KFUK fyrir öflugt og metnaðarfullt starf í þágu reykvískrar æsku á heilsársgrundvelli um margra áratuga skeið. Ánægjulegt er að heyra að hjá samtökunum ríkir mikill vilji til að efla þetta starf enn frekar í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg og lýsir ÍTR yfir vilja sínum til þess að af því geti orðið.

Frestað.

Tómas Torfason tók sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lögð fram tillaga styrkjahóps ráðsins um styrkjaúthlutun 2017.

Frestað.

4. Fram fer umræða um Frístundakortið og uppgjör vegna 2016.

5. Lögð fram yfirlýsing milli KR, Gróttu, Seltjarnarnesbæjar og Reykjavíkurborgar um samstarf á sviði íþróttamála, dags. 13. desember, 2016. Jafnframt er lagt fram samningur Reykjavíkurborgar og Seltjarnarness, dags. 13. desember, um fimleikahús.

6. Lagt fram bréf íþróttabandalags Reykjavíkur, dags. 30. desember 2016 vegna Grunnskólamóts höfuðborga Norðurlanda.

7. Lagt fram bréf frjálsíþróttasambands Íslands, dags. 3. janúar 2017, vegna alþjóðlegs frjálsíþróttamóts í Laugardal 2020.

8. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 14. desember, vegna verkefna í tengslum við samning við íþróttabandalag Reykjavíkur.

9. Lagt fram yfirlit yfir afgreiðslutíma sundstaða 2017.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

Ánægjulegt er að afgreiðslutíminn í Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug verður lengdur um helgar yfir sumartímann. Hins vegar veldur það vonbrigðum að ekki sé komið til móts við óskir íbúa í fjölmennum hverfum eins og Grafarvogi og Árbæ um lengri opnunartíma. Íbúar borgarinnar eiga að njóta sömu þjónustu sama í hvaða hverfi þeir búa.

10. Lagt fram yfirlit yfir fundi ráðsins  janúar – júní 2017.

11. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Óskað er eftir upplýsingum um hver raunkostnaður er orðin í dag og þá hver er staða miðað við verkáætlun á viðbyggingu við Sundhöll Reykjavíkur. Er raunkostnaður á áætlun, undir eða yfir? Stefnir kostnaður verkefnisins að vera á áætlun?

12. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina:

Lagt er til að keyptir verði nýjir og þannig fjölgað allverulega rafmagnsbílum í Ökuskóla Fjölskyldu-og húsdýragarðarins þ.e. fyrir 5 ára og eldri. Lagt er einnig til að keyptir verði fleiri rafmagnsbílar fyrir yngri þ.e. 2 til 5 ára.

Frestað.

13. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina:

Lagt er til að boruð verði díóðu lýsing í vatnsrennibraut við Grafarvogslaug en fyrir er vatnsrennibrautin alveg myrkvuð. Með því að bora annað hvort hvíta díóðu lýsingu inn í vatnsrennibrautina og þannig lýsa hana vel upp eða setja kaflaskipta gul og bláa lýsingu þ.e. hverfisíþróttalitina. Með því móti verður vatnsrennibrautin aðgengilegri börnum og unglingum en í dag nýta nánast eingöngu eldri en 12 ára brautina. Einnig er lagt til að skoðað verði hvort vatnskraft er hægt að minnka en kraftur vatnsins er kemur að inngangi vatnsrennibrautarinnar þ.e. áður en börn fara að renna sér er á berjandi krafti og virðist margfalt meiri en í sambærilegum vatnsrennibrautum í öðrum sundlaugum.

Frestað.

14. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina:

Íþrótta og tómstundaráð Reykjavíkurborgar leitar til Íþróttabandalags Reykjavíkur að taka til ákvörðunar með sínum aðildarfélögum hvort framvegis, að öll þau hverfisíþróttafélög innan Reykjavíkur sem og önnur íþróttafélög innan Íþróttabandalags Reykjavíkur sem kjósa árlega íþróttamann ársins innan síns félags muni frá árinu 2017 kjósa bæði íþróttakarl ársins og íþróttakonu ársins fyrir sitt félag.

Frestað.

Fundi slitið kl. 14.45

Þórgnýr Thoroddsen

Eva Einarsdóttir Dóra Magnúsdóttir

Tomasz Chrapek Marta Guðjónsdóttir

Kjartan Magnússon Trausti Harðarson

PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundarað 6.1.2017 - Prentvæn útgáfa