Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2016, föstudaginn 14. október var haldinn 252. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Víkinni hjá Knattspyrnufélaginu Víkingi og hófst kl.12.10. Viðstödd voru Þórgnýr Thoroddsen, Eva Einarsdóttir, Dóra Magnúsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Trausti Harðarson. Einnig sátu fundinn Benóný Harðarson varaáheyrnarfulltrúi fyrir Hermann Valsson áheyrnarfulltrúa VG, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri og Ómar Einarsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á starfsemi íþróttafélagsins Víkings og framtíðaráforma.
Björn Einarsson, Haraldur Haraldsson, Kristín Magnúsdóttir, Nanna Guðmundsdóttir, Soffía Hilmarsdóttir, Marteinn Guðgeirsson og Helgi Eysteinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- kl. 12:30 tók Bjarni Þór Sigurðsson varamaður sæti á fundinum.
- kl. 12:30 tók Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
Íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur þakkar Knattspyrnufélaginu Víkingi fyrir öflugt starf að íþrótta- og æskulýðsmálum í Fossvogi, Bústöðum og Smáíbúðahverfi. Þá þakkar ráðið aðalstjórn Víkings fyrir góðar móttökur og upplýsandi umræður um málefni félagsins og framtíðasýn hans á íþrótta- og æskulýðsstarf í hverfinu.
- kl. 13:00 vék Benóný Harðarson sæti á fundinum.
2. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR, dags. 11. okt. sl., vegna fyrirspurnar fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina um fjárframlag til ÍTR á liðnum árum sbr. 10. lið fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs frá 7. október 2016.
Íþrótta- og tómstundaráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Fjárframlag Reykjavíkurborgar til Íþrótta og tómstundasviðs hefur í raun staðið í stað frá 2011 og er áætlað 7.208 milljónir 2017 en ætti að vera rúmlega 7.500 milljónir ef horft er til neyðsluvísitöluhækkunar á sama tímabili og 8.300 milljónir ef horft er í launavísitölu breytingu á þessum árum.
Fundi slitið kl. 13.40
Þórgnýr Thoroddsen
Eva Einarsdóttir Dóra Magnúsdóttir
Marta Guðjónsdóttir Kjartan Magnússon
Trausti Harðarson Bjarni Þór Sigurðsson
PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundarað 14.10.2016 -Prentvæn útgáfa