Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 251

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2016, föstudaginn 7. október var haldinn 251. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn í Borgartúni 14, Hofi og hófst kl.12.06. Viðstödd: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Elsa Hrafnhildur Yeoman varamaður fyrir Evu Einarsdóttur,  Tomasz Chrapek, Dóra Magnúsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Trausti Harðarson. Einnig sátu fundinn Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi VG, Ómar Einarsson sviðsstjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Andrés B. Andreasen fjármálastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR, dags. 30. sept. sl., vegna tillögu frá seinasta fundi um heimsóknir til félaga.

Íþrótta- og tómstundaráðsfullltrúi Framsóknar- og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina þakkar fyrir jákvæð viðbrögð við ósk sinni um heimsóknir til hverfisíþróttafélaga borgarinnar. Ánægjulegt er að ráð ÍTR mun heimsækja markvisst hverfisíþróttafélög borgarinnar á næstu mánuðum. Öll íþróttafélögin halda þau upp miklu og metnaðarfullu starfi fyrir börn og unglinga sem og aðra íbúa borgarinnar og er nauðsynlegt  að fulltrúar íþrótta og tómstundaráðs séu í góðri tengingu við stjórnir félagana, heyri vel hvernig gengur frá ári til árs og skoði hvernig Reykjavíkurborg geti haldið áfram og jafnvel stutt enn betur við hverfisíþróttafélögin.

2. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR, dags. 30. sept. sl., vegna fyrirspurnar um ársreikninga félaga.

- kl. 12.15 tók Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

- kl. 12.17 tók Ingvar Sverrisson sæti á fundinum.

Íþrótta- og tómstundaráðsfullltrúi Framsóknar- og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina þakkar fyrir svör við fyrirspurn sinni og vel unnið yfirlit frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Yfirlit eins og þetta og lestur ársreikninga félagana gefur fulltrúum Íþrótta og tómstundaráðs meiri innsýn inn í rekstur allra félagana og yfirsýn yfir hvernig fjármunir nýtast og dreifast. Reykjavíkurborg er stærsti styrktaraðili/samstarfsaðili allra hverfisíþróttafélaga borgarinnar og því nauðsynlegt að gott upplýsingastreymi sé um nýtingu þeirra fjármuna sem og fjármálalega stöðu íþróttafélagana.

3. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR, dags. 30. sept. sl., vegna tillögu um staðsetningu hjólabrettapalla.

Íþrótta- og tómstundaráðsfullltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að hjólabrettapallar verði sem fyrst settir upp í Grafarholti og á Klambratúni enda liggja fyrir margar óskir frá íbúum viðkomandi hverfa þar að lútandi.

4. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR, dags. 30. sept. sl., vegna viðhalds og uppbyggingu valla á skólalóðum og víðar.

Samþykkt að koma á stofn sérstökum samráðshópi með fulltrúum frá ÍTR, SEA, USK og SFS.

Íþrótta- og tómstundaráðsfullltrúi Framsóknar- og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Í öllum þeim aðhaldsaðgerðum fjármála ár eftir ár innan borgarkerfisins færast íþróttavellir innan skólalóða aftar og aftar í reglulegu viðhaldi og utanumhaldi og í raun eru aftast í röðinni. Það er því nauðsynlegt að Íþrótta og tómstundasvið fái yfirumsjón og ábyrgð yfir skólaíþróttavöllum.

5. Lagt fram bréf keilufélaga og deilda, dags. 3. okt. sl., vegna aðstöðumála.

Vísað til sviðsstjóra til skoðunar.

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra, dags. 4. okt. sl., vegna samninga við Skátasamband Reykjavíkur og KFUM.

7. Lögð fram dagskrá vegna ráðstefnunnar Lýðheilsa, skipulag og vellíðan 11. október n.k.

8. Fram fer kynning á fjárhagsáætlun ÍTR 2017.

- kl. 13.34 víkur Kjartan Magnússon af fundinum.

9. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina:

Á mjög svo fjölmennum íbúafundi Borgarstjóra með Grafarvogsbúum 12.apríl 2016 í Sportbitanum Egilshöll, lýsti borgarstjóri því yfir að hann myndi verða við því neyðarkalli Ungmennafélags Fjölnis, iðkenndum og foreldrar barna sem æfa á handbolta og körfubolta sem og öðrum íþróttum sem þurfa fjölnota íþróttahús að hafið yrði sem fyrst samningsviðræður við eigendur Egilshallar um byggingu á íþróttahúsi. Óskað er eftir að eigi síðar en á fyrirhuguðum fundi Íþrótta og tómstundaráðs með stjórn Ungmennafélags Fjölnis 25.nóvember n.k. að gefið verð upp svar hvort Borgarstjóri ætli að standa við gefið vilyrði/loforð og hefja byggingu fjölnota íþróttahús fyrir Grafarvogsbúa og hvenær verk verði hafið og lokið.

10. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina:

Óskað er eftir yfirliti yfir árleg heildar fjárframlag borgarsjóðs til Íþrótta og tómsstundasviðs frá því að frístundarhlutinn var aðskilinn frá sviðinu þ.e. fjárframlögum/fjárhagsrammi sem Íþrótta og tómstundaráð hefur haft til málaflokksins á hverju ári síðustu ár.

11. Lögð fram að nýju eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina frá 11. desember 2015:

Til að sjá nýtingu og /eða meta þörf á byggingum  á áhorfendastúkum hjá knattspyrnudeildum íþróttafélaga í Reykjavík er óskað eftir áhorfendatölum á alla heimaleiki allra knattspyrnufélaga borgarinnar sem spiluðu í Pepsídeildinni og 1. deild karla nýliðið sumar þ.e. bæði áhorfendatölur yfir deildar, bikarleiki og aðra stórleiki.“ Fyrir árið 2015.

12. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina:

Til að sjá nýtingu og /eða meta þörf á byggingum  á áhorfendastúkum hjá knattspyrnudeildum íþróttafélaga í Reykjavík er óskað eftir áhorfendatölum á alla heimaleiki allra knattspyrnufélaga borgarinnar sem spiluðu í Pepsídeildinni og 1. deild karla nýliðið sumar þ.e. bæði áhorfendatölur yfir deildar, bikarleiki og aðra stórleiki. Fyrir árið 2016

Fundi slitið kl. 14.00

Þórgnýr Thoroddsen

Elsa Hrafnhildur Yeoman     Dóra Magnúsdóttir

Tomasz Chrapek      Marta Guðjónsdóttir

Trausti Harðarson

PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundaráð 7.10.2916 - Prentvæn útgáfa