Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 249

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2016, föstudaginn 2. sept. var haldinn 249. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn í Hofi og hófst kl. 12.05. Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Dóra Magnúsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Kjartan Magnússon og Trausti Harðarson.

Einnig: Benóný Harðarson áheyrnarfulltrúi VG, Steinþór Einarsson skrifstofutjóri, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:

1. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 8. júlí sl. með ósk um umsögn um drög að stefnu í frístundaþjónustu.

Lögð fram drög að umsögn ráðsins og hún samþykkt.  Fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina sat hjá.
2. Lagt fram sex mánaða uppgjör ÍTR.

3. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa meirihluta um hjólabrettapalla.

ÍTR beinir því til sviðs íþrótta- og tómstunda að koma með tillögur að   staðsetningum fyrir 2-3 hjólabrettapalla og vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Minnt er á að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað flutt tillögur um að hjólabrettapallar verði settir upp í Grafarholti og á Klambratúni enda liggja fyrir óskir frá íbúum viðkomandi hverfa þar að lútandi. Hér með eru þessar tillögur ítrekaðar og óskað eftir því að þær komist til framkvæmda sem fyrst.

Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina:

Nauðsynlegt er að fá kostnaðartölur og sýna fram á þörfin áður en þetta mál er fært í framkvæmd.

4. Rætt um fjárhagsáætlun 2017.

5. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn frá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Hversu oft var opið lengur í sundlaugunum í sumar þegar veður var sérstaklega gott.  Óskað er eftir að sundurgreindum upplýsingum eftir sundlaugum og hversu lengi var opið.

6. Lögð fram eftirfarandi ítrekuð fyrirspurn fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina frá fundi ráðsins 31. mars 2016.

Í ljósi þess að reglulega er mikið af málum inn á borði ÍTR frá stóru hverfisíþróttafélögunum og svo þeirra stærstu deildum s.s. knattspyrnudeildum þá óskast afrit af heildarársskýrslu og ársreikninga 2015 allra 9 stóru hverfisíþróttafélaganna: KR, Víkingur, Fram, Fjölnir, Þróttur, Valur, Fylkir, Leiknir og ÍR. Einnig óskast ársskýrslur og ársreikningar knattspyrnudeilda þessa sömu stóru hverfisfélaga þar sem í ársreikningi er aðskilin starfsemi meistaraflokks kk., meistaraflokks kvk. og svo barna og unglingastarfs.

Fundi slitið kl. 13.20

Þórgnýr Thoroddsen

Eva Einarsdóttir Dóra Magnúsdóttir

Tomasz Chrapek Kjartan Magnússon

Marta Guðjónsdóttir Trausti Harðarson

PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundaráð 2.9.2916 - Prentvæn útgáfa