Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2016, fimmtudaginn 26. maí, var haldinn 246. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Arnarholti og hófst kl. 12:05 Viðstaddir: Eva Einarsdóttir varaformaður, Þórður Eyþórsson varamaður fyrir Þórgný Thoroddsen, Dóra Magnúsdóttir, Tomasz Chrapek, Marta Guðjónsdóttir, Kjartan Magnússon og Trausti Harðarson. Einnig: Ingvar Sverrisson ÍBR, Ómar Einarsson sviðsstjóri, Andrés B. Andreasen fjármálastjóri, og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina frá síðasta fundi:
Lagt er til að skilyrtur verði sumarstarfa styrkur til íþrótta- og æskulýðsfélaga Reykjavíkurborgar. Íþrótta- og æskulýðsfélög í borginni sem fá sumarstarfsmenn á launum frá Reykjavíkurborg verði að ráða 50% kk. og 50% kvk. í þau stöðugildi sem þeim er úthlutað sem styrk frá borginni til sumarstarfa.
Frestað.
2. Á fundinn kom Áslaug Einarsdóttir framkvæmdastjóri og stofnandi Stelpur rokka og kynnti verkefnið.
- kl. 12:40 tekur Benóný Harðarson, varamaður fyrir Hermann Valsson áheyrnarfulltrúa VG, sæti á fundinum.
3. Lagt fram svar sviðsstjóra ÍTR dags. 20. maí sl. vegna fyrirspurnar fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina vegna 17. júní og Secret Solstice, sbr. 7. liður síðustu fundargerðar.
Fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina lagði fram eftirfarandi bókun:
Þakkað er fyrir greinargóð svör. Eftir að fyrirspurn var sett í gegn kom í ljós að sú ábending sem barst fulltrúa Framsóknar og flugvallarvinum, að þar var ruglað saman tónlistarhátíðum Secret Solstice og Iceland Airwaves mun fulltrúi því setja inn samskonar fyrirspurn aftur með réttu nafni tónlistarhátíðarinnar sem upprunalega átti að leita samanburðar við.
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:
Óskað er eftir sundurliðaðrar samantektar á heildarfjárframlögum Reykjavíkurborgar til 17.júní hátíðarhalda fyrir árið 2013, 2014, 2015 og áætlunar 2016. Einnig er óskað eftir samantekt á heildarfjárframlögum Reykjavíkurborgar til Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar á sömu árum 2013, 2014, 2015 og áætlunar og staðfestrar fjárstyrkja fyrir árið 2016 til samanburðar.
4. Lagt fram bréf sviðsstjóra dags. 20. maí sl. vegna samstarfssamnings ÍBR, Skvassfélags Reykjavíkur og ÍTR.
5. Lögð fram bókun hverfisráðs Kjalarness frá fundi 12. maí sl. vegna viðburða á vegum Reykjavíkurborgar.
Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Athugasemdir hverfisráðs Kjalarness eiga fullan rétt á sér enda sanna dæmin að Kjalarnes situr oft á tíðum ekki við sama borð og aðrir hverfishlutar borgarinnar hvað þjónustu varðar. Kjalarnes heyrir undir þjónustumiðstöðina Miðgarð sem á að halda utan um hverfisviðburði í þeim hverfum sem heyra undir hana. Þjónustumiðstöðin er því hvött til þess að styðja við viðburði á tyllidögum á Kjalarnesinu.
6. Lagt fram bréf sviðsstjóra, dags. 20. maí sl., vegna samstarfs við ÍBR um Skautahöllina.
7. Ómar Einarsson sviðsstjóri kynnti fjárhagsramma ÍTR 2017.
- Kl. 13:47 víkur Tomasz Chrapek af fundi.
8. Lögð fram eftirfarandi tillaga:
Íþrótta- og tómstundaráð óskar eftir því við borgarráð að veitt verði 2.5 milljón króna viðbótarframlag til dagskrár 17. júní næstkomandi. Til að unnt sé að halda úti dagskrá sem uppfyllir þann metnað sem hátíðahöldin kalla á, er nauðsynlegt að veitt verði til þeirra auknu fé.
Samþykkt. Fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina situr hjá.
9. Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina. Fært í trúnaðarbók.
Fundi slitið kl. 14:10
Eva Einarsdóttir
Þórður Eyþórsson Dóra Magnúsdóttir
Marta Guðjónsdóttir Kjartan Magnússon
Trausti Harðarson
PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundaráð 26.5.2016 - prentvæn útgáfa