Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2016, fimmtudaginn 4. febrúar var haldinn 239. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Hofi Höfðatorgi og hófst kl. 12:10. Viðstaddir: Eva Einarsdóttir varaformaður, Þórður Eyþórsson varamaður fyrir Þórgný Thoroddssen, Bjarni Þór Sigurðsson varamaður fyrir Tomasz Chrapek, Dóra Magnúsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Kjartan Magnússon og Trausti Harðarson. Einnig: Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram skýrsla um ráðstefnuna Frítíminn er okkar fag.
2. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags.28. janúar sl. vegna viðhalds- og byggingastyrkja.
- Kl. 12:15 tekur Ingvar Sverrisson sæti á fundinum.
- Kl. 12:30 tekur Hermann Valsson sæti á fundinum.
3. Fram fer umræða um húsnæðismál skvassíþróttarinnar.
4. Lagt fram erindisbréf hagræðingarhóps ÍTR.
5. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu dags. 20. janúar sl. vegna tíma- og verkáætlunar vegna fjárhagsáætlunar 2017-2021.
6. Lagt fram bréf Ju Juitsfélag Reykjavíkur vegna umsóknar um styrk vegna tækjakaupa.
7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 25. janúar sl. með ósk um umsögn um drög að nýrri mannréttindaáætlun.
8. Fram fer umræða um samstarf milli ÍTR, ÍBR, mannréttindaskrifstofu, Fjölnis, KR og Þróttar um jafnréttismál hjá félögunum.
9. Lagt fram bréf ÍBR dags. 25. janúar sl. varðandi Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda í Finnlandi í maí n.k.
10. Lögð fram dagskrá höfuðborgarráðstefnu Norðurlanda um íþróttamál í Kaupmannahöfn 8.-10. júní n.k.
11. Lagt fram bréf Blóðgjafafélags Íslands dags. 29. janúar sl. með ósk um styrk vegna sundkorta.
Vísað til afgreiðslu sviðsstjóra og skrifstofustjóra rekstrar og þjónustu.
12. Lagt fram bréf verkefnastjóra Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða dags. 29. janúar sl. ásamt bókun hverfisráðs Miðborgar og Hlíða um frítímastarf 16+ í hverfinu.
13. Næstu fundir ráðsins verða 18. febrúar, 17. mars og 15. apríl.
14. Fram fer umræða um stöðu ýmissa mála hjá ÍTR.
15. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn frá fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:
Til að bera saman fjölda íþróttamannvirkja í Reykjavíkurborg, þ.e. hvers hverfi fyrir sig og svo fjölda íþróttamannvirkja í Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ, Reykjanesbæ, Grindavík, Akranesi, Selfossi og Akureyri, er óskað eftir uppfærðu samanburðarskjali sem lagt var fyrir íþrótta- og tómstundaráð fyrir ári eftir fyrirspurn frá Framsókn og flugvallarvinum.
Fundi slitið kl. 13:53
Eva Einarsdóttir
Þórður Eyþórsson Dóra Einarsdóttir
Bjarni Þór Sigurðsson Kjartan Magnússon
Marta Guðjónsdóttir Trausti Harðarson
PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundaráð 4.2.2016 - prentvæn útgáfa