Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2016, föstudaginn 15. janúar var haldinn 238. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Hofi Höfðatorgi og hófst kl. 12:10. Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsson formaður, Eva Einarsdóttir, Tomasz Chrapek, Dóra Magnúsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Trausti Harðarson. Einnig: Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram skýrsla um „Stelpur rokka“ starfsárið 2015.
2. Lagt fram yfirlit um aðsókn í sundlaugar borgarinnar 2015.
kl. 12:15 kom Kjartan Magnússon á fundinn.
3. Lagðar fram að nýju tillögur styrkjahóps íþrótta- og tómstundaráðs um úthlutun styrkja ráðsins 2016.
Samþykkt samhljóða.
4. Umræður um styrkjaferli og samninga við samstarfsaðila.
Samþykkt að styrkjahópurinn komi með hugmyndir um breytingar á styrkjafyrirkomulagi.
- Kl. 12:25 kom Hermann Valsson á fundinn.
5. Umræður um hátíðarhöld 17. júní.
6. Sviðsstjóri sagði frá stöðu við fjárhagsáætlunarvinnu ÍTR 2016.
7. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:
Óskað er eftir að stjórnendur ÍTR áframsendi fyrirspurn þessa til allra íþróttafélaga borgarinnar sem hafa fimleikadeildir og fái fram upplýsingar um hvort biðlistar séu til staðar hjá þeim. Hversu mörg börn eru á biðlista eftir að komast í fimleikaþjálfun, hvernig aldursdreifing þeirra er sem eru á biðlista, hversu lengi eru þeir sem eru búnir að vera lengst á biðlista búnir að vera á listanum og skýringum hvers vegna biðlisti sé til staðar.
8. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:
Óskað er eftir að stjórnendur ÍTR áframsendi fyrirspurn þessa til allra íþróttafélaga borgarinnar sem hafa handknattleiksdeildir og körfuknattleiksdeildir. Til að meta hvort íþróttamannvirki/íþróttahús borgarinnar anni þörfum félagana í dag, er óskað er eftir upplýsingum um iðkenda fjöld félagana í heild og skipt niður í aldursflokka og kyn. Yfirlit yfir hversu margar klukkustundir viðkomandi aldursflokkar fá til æfinga í viku hverri og umsögn frá deildum félagana um hvort eitthvað þarf meira til eða hvað þurfi til að tryggja að handknattleiksdeildir og körfuknattleiksdeildir íþróttafélaga borgarinnar hafi fyrirmyndar aðbúnað og nægan æfingatíma fyrir iðkendur þessara tveggja vinsælu íþróttagreina.
9. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:
Á fundi ÍTR þann 31.október 2014 var samþykkt að leita til Strætó og athuga samstarfsgrundvöll ÍTR og Strætó fyrir hvatningarátaki: “Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að hefja hvatningarátak til að hvetja börn og unglinga til að leggja stund á íþróttir. Samið verður við Strætó um að í þrjá mánuði verði útvaldir strætisvagnar með stórum teiknuðum myndum af börnum og unglingum í hinum ýmsu íþróttum s.s. knattspyrnu, sundi, handbolta, frjálsum, skák, skíðum, körfubolta, skautum og fleira. Með þessu er hugmynd um íþróttir og íþróttaiðkun að birtast daglega börnum og unglingum í Reykjavík. Þessum myndum geta fylgt hvatningarorð eins og „Hvaða íþrótt langar þig að prófa að æfa“. „Hvernig væri að skella sér í sund í dag“, „Það er gaman að fara á skíði“.” Framsókn og flugvallarvinir óskaði eftir því að vita hver er staðan á þessu verkefni væri á fundi ÍTR þann 24.apríl 2015 en ekkert formlegt/skriflegt svar hefur borist frá Strætó til ÍTR um þetta verkefni.
Fundi slitið kl. 13:25.
Þórgnýr Thoroddsen
Eva Einarsdóttir Dóra Einarsdóttir
Tomasz Chrapek Kjartan Magnússon
Marta Guðjónsdóttir Trausti Harðarson
PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundaráð 15.1.2016 - prentvæn útgáfa