Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 234

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2015, föstudaginn 16. október var haldinn 234. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Hofi Höfðatorgi og hófst hann kl. 12:05. Viðstaddir: Eva Einarsdóttir varaformaður, Tomasz Chrapek, Arnaldur Sigurðarson varamaður fyrir Þórgný Thoroddsen, Marta Guðjónsdóttir, Kjartan Magnússon og Trausti Harðarson. Einnig: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi VG, Kári Arnarsson fulltrúi Reykjavíkurráðs ungmenna, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Á fundinn kom Ótthar Sólberg Edvardsson framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins Þróttar og kynnti félagið og svaraði fyrirspurnum.

- kl. 12:20 kom Þorgerður Laufey Diðriksdóttir varamaður fyrir Dóru Magnúsdóttir á fundinn.

2. Á fundinn kom Jón Þór Ólason framkvæmdastjóri Glímufélagsins Ármanns og Snorri Þorvaldsson formaður og kynntu félagið og svöruðu fyrirspurnum.

- kl. 13:25 vék Trausti Harðarson af fundi. 

3. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Íþrótta- og tómstundaráð beinir því til borgarráðs að veittur verði styrkur til KFUM og K til að unnt verði að ljúka byggingu svefnskála í Vatnaskógi. Framkvæmdir hófust 2007 og hefur Reykjavíkurborg þegar veitt styrk til verksins en vegna áfalla í efnahagslífi, brugðust aðrar leiðir við fjármögnun þess að töluverðu leyti. Verkið er þó vel á veg komið en umtalsverð vinna eftir innanhúss. Hinn nýi skáli mun fullnægja öllum kröfum eldvarna- og heilbrigðiseftirlits en eldra húsnæði er ábótavant hvað slíkar kröfur varðar. Á hverju ári dvelja þúsundir barna og ungmenna í Vatnaskógi og taka þátt í uppbyggilegu æskulýðsstarfi.

Frestað.

4. Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks:

Gerð er alvarleg athugasemd við að tillaga Sjálfstæðisflokksins um endurbætur á svokölluðum dekkjakurlsvöllum skuli ekki vera á dagskrá þessa fundar. Tillagan var lögð fram á fundi íþrótta- og tómstundaráðs 18. september og 2. október en afgreiðslu hennar frestað að ósk meirihlutans. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eindregið eftir því að meirihlutinn tefji þetta mál ekki frekar og fé veitt til þess í yfirstandandi fjárhagsáætlunarvinnu svo unnt verði að hefjast handa við umræddar framkvæmdir árið 2016.

Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Bjartrar framtíðar, Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna:

Meirihluti Bjartrar framtíðar, Pírata, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna bendir á vinna við málið sé í fullum gangi og því ekki tímabært að setja málið á dagskrá að svo stöddu.

Fundi slitið kl. 13:45

Eva Einarsdóttir

Tomasz Chrapek Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

Arnaldur Sigurðarson Kjartan Magnússon

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundaráð 16.10.2015 - prentvæn útgáfa