Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 233

Íþrótta- og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2015, föstudaginn 2. október var haldinn 233. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Hofi Höfðatorgi og hófst hann kl. 12:08. Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Dóra Magnúsdóttir, Tomasz Chrapek, Marta Guðjónsdóttir og Trausti Harðarson. Einnig: Benóný Harðarson varamaður VG, Frímann Ari Ferdinandsson varamaður ÍBR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Andrés B. Andreasen fjármálastjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 17. júlí sl. með ósk um umsögn ráðsins um skýrslu starfshóps um þjónustuveitingu Reykjavíkurborgar.

Frestað.

- Kl. 12:12 kom Kjartan Magnússon á fundinn.

2. Lagt fram 7 mánaða uppgjör.

3. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá síðasta fundi vegna gervigrasvalla.

Íþrótta- og tómstundaráð skorar á borgarráð og SEA að samþykkja fjárveitingu til endurbóta á þeim gervigrasvöllum í borginni, sem eru með dekkjarkurl á yfirborði, og setja þess í stað viðurkennt gæðagras og gúmmí, sem stenst ýtrustu heilbrigðis- og umhverfiskröfur.

Vísað til ÍTR og SEA vegna kostnaðarmats – frestað.

Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Nokkuð áreiðanlegar upplýsingar um kostnað við endurbætur á gervigrasvöllum í Reykjavík liggja nú þegar fyrir enda hefur málið verið til skoðunar hjá borginni árum saman. Við samþykkjum þó málsmeðferðartillöguna í trausti þess að málið verði ekki tafið frekar og fé veitt til þess í yfirstandandi fjárhagsáætlunarvinnu svo unnt verði að hefjast handa við umræddar framkvæmdir 2016.

4. Lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga frá fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Til að meta hversu vel hefur tekist til og hvað má bæta frá sjónarhorni Íþróttafélaga Reykjavíkurborgar með samstarfssamning Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) og Íþrótta- og tómstundaráðs (ÍTR) lætur ÍTR framkvæma skoðanakönnun á því sem send yrði á stjórnarformenn og framkvæmdastjóra allra íþróttafélag Reykjavíkurborgar. 

Samþykkt samhljóða og vísað til útfærslu ÍTR og ÍBR í tenslum við samstarfssamning.

5. Lögð fram að nýju eftirfarandi fyrirspurn frá fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Knattspyrnusamband Íslands og ríkisstjórn Íslands er samkvæmt því sem komið hefur fram í fjölmiðlum byrjuð að skoða yfirbyggðum þjóðarleikvangs fyrir knattspyrnu og byrjað verður að miðað við að staðsetningin verði Laugardalurinn. Miðað við það léttist á þeirri þörf Reykjavíkurborgar að byggja upp yfirbyggt knattspyrnuhús í Laugardalnum til að verða við mikilli þörf knattspyrnudeilda íþróttafélaga borgarinnar. Samkvæmt fyrri fyrirspurn fulltrúa til íþróttafélaga borgarinnar var næst á eftir Laugardalnum, svæði Víkings sem góð staðsetning fyrir næsta yfirbyggða knattspyrnuhús. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina óskar því upplýsingum um hvað í grófum tölum myndi kosta borgina í innrileigu og/eða byggingarkostnað að byggja næsta yfirbyggða knattspyrnuhús/Egilshöll á keppnissvæði Víkings.

Frestað til næsta fundar.

- Kl. 12:50 vék Þórgnýr Thoroddsen af fundi og Þórir Eyþórsson tók sæti hans.

Eva Einarsdóttir varaformaður tók við fundarstjórn.

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR, dags. 28. sept. sl., sem svar við fyrirspurn frá fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina frá seinasta fundi um tímaúthlutun í Egilshöll á innigervigrasvelli ásamt byggingarsamningum.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR, dags. 28. sept. sl., sem svar við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um dekkjarkurl.

8. Lagt fram bréf Glímufélagsins Ármanns, dags. 21. september sl., varðandi skíðaskála félagsins í Bláfjöllum.

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

9. Lagt fram bréf Íþróttafélagsins Leiknis, dags. 21. sept. sl., vegna íþróttasvæðis félagsins.

Vísað til sviðsstjóra og USK.

10. Lagt fram bréf Íþróttafélagsins Fylkis, dags. 24. sept. sl., vegna vallarmála.

Vísað til ÍTR og ÍBR.

11. Lagt fram bréf Íþróttafélagsins Fylkis, dags. 20. sept. sl., vegna Fylkishallar.

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

12. Lagt fram boð frá Kaupmannahafnarborg um ráðstefnu um íþróttamál 8.-10. júní 2016.

13. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra MOF, dags. 3. sept. sl., með ósk um umsögn ráðsins um endurskoðaða aðgerðaráætlun ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2020.

Frestað.

14. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík, dags. 3. september sl., Bæta fótboltavelli í Skerjafirði.

ÍTR vísar hugmyndinni um bættan fótboltavöll áfram til Umhverfis- og skipulagssvið með von um lagfæringu og almennar endurbætur, almenningi til góða.

15. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík, dags. 3. september sl., Sport Court körfuboltavöllur í Breiðholtið.

ÍTR fagnar framkominni hugmynd og vísar henni til USK í kostnaðarmat og til gerðar fjárhagsáætlunar.

Tveir slíkir vellir eru í borginni. Árið 2008 var settur slíkur völlur við Rimaskóla og árið 2009 var settur upp völlur við Hagaskóla.

- Kl. 13:35 vék Ómar Einarsson af fundi.

16. Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri kynnti stöðu mála vegna frístundakortsins.

Fundi slitið kl. 14:20

Eva Einarsdóttir

Tomasz Chrapek Dóra Magnúsdóttir

Þórður Eyþórsson Kjartan Magnússon

Marta Guðjónsdóttir Trausti Harðarson

PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundaráð 2.10.2015 - prentvæn útgáfa