Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 16

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2005, fimmtudaginn 6. október var haldinn 16. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 11:40. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Ingvar Sverrisson, Svandís Svavarsdóttir, Friðjón Friðjónsson og Benedikt Geirsson. Jafnframt sátu fundinn Margrét Sverrisdóttir og Ómar Einarsson sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð seinasta fundar.

2. Lögð fram drög að starfs- og fjárhagsáætlun ÍTR fyrir árið 2006.
Á fundinn mættu Skúli Skúlason fjármálastjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþróttamála og Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri æskulýðsmála, Ragnhildur Helgadóttir jafnréttisráðgjafi, Ragnheiður Stefánsdóttir fræðslustjóri og Sigrún Sveinbjörnsdóttir verkefnisstjóri og gerðu grein fyrir starfs- og fjárhagsáætlun.

Fundi slitið kl. 13:10

Anna Kristinsdóttir
Ingvar Sverrisson Svandís Svavarsdóttir
Friðjón Friðjónsson Benedikt Geirsson