No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2011, föstudaginn 23. sept. var haldinn 145. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst kl. 12:10. Mættir: Eva Einarsdóttir formaður, Eva Baldursdóttir, Karl Sigurðsson, Stefán Benediktsson, Geir Sveinsson, Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir. Ennfremur: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi, Bragi Þór Bjarnason fjármálastjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 21. sept. sl. þar sem fram kemur að samþykktir fyrir nýtt skóla- og frístundasvið og íþrótta- og tómstundaráð hafi verið samþykktar á fundi borgarstjórnar 20. sept. sl.
2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 21. sept. sl. þar sem tilkynnt er um kjör fulltrúa í íþrótta- og tómstundaráð, á fundi borgarstjórnar 20. sept. sl.
3. Lagt fram minnisblað dags. 22. sept. með fundaáætlun ÍTR vegna fjárhagsáætlunar.
4. Lagt fram bréf Hestamannafélagsins Fáks dags. 3. ágúst sl. með ósk um stuðning við verkefnið #GLnýliðun í hestamennsku#GL.
Framkvæmdastjóra falið að afla nánari upplýsinga.
kl. 12:55 vék Bragi Þór Bjarnason af fundi.
5. Lögð fram að nýju tillaga Sjálfstæðisflokksins frá seinasta fundi.
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur leggur til við borgarráð að Reykjavíkurborg leysi til sín leigulóðina Keilugranda 1, eigi síðar en þegar núverandi lóðarleigusamningur rennur út 1. janúar 2016 og ráðstafi henni í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfsemi í Vesturbænum. Jafnframt verði kannaðir möguleikar á því hvort unnt sé að ná samkomulagi við núverandi lóðar-leigjanda um afhendingu lóðarinnar áður en umræddur samningur rennur út.
Lögð fram eftirfarandi breytingatillaga meirihluta Besta flokksins og Samfylkingar:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur leggur til að borgarráð kanni möguleika á því að Reykjavíkurborg leysi til sín leigulóðina Keilugranda 1, eigi síðar en þegar núverandi lóðarleigusamningur rennur út 1. janúar 2016 með það í huga að henni verði ráðstafað í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfsemi í Vesturbænum. Jafnframt verði kannaðir möguleikar á því hvort unnt sé að ná samkomulagi við núverandi lóðarleigjanda um afhendingu lóðarinnar áður en umræddur samningur rennur út.
Tillagan samþykkt samhljóða svobreytt.
6. Lögð fram eftirfarandi tillaga Sjálfstæðisflokksins:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur óskar eftir því að farið verði á samræmdan hátt yfir öryggismál gangandi og hjólandi vegfarenda m.t.t. til umferðar og merkinga á göngu- og hjólreiðastígum borgarinnar. Ábendingar hafa borist um að ósamræmi sé í merkingum, sem geti valdið ruglingi, misskilningi og jafnvel hættu. Þá er viðhaldi hvítmálaðra lína, sem ætlað er að skipta stígum milli gangandi og hjólandi, víða ábótavant. Mikilvægt er að ein regla sé í gildi um umferðarrétt á göngu- og hjólreiðastígum og að hún verði kynnt með viðeigandi hætti fyrir borgarbúum.
Greinargerð fylgdi tillögunni.
Samþykkt samhljóða.
Vísað til umhverfis- og samgönguráðs og framkvæmda- og eignaráðs.
7. Lögð fram eftirfarandi tillaga Sjálfstæðisflokksins.
Í tilefni þess að 100 ár eru um þessar mundir liðin frá upphafi skipulagðs skátastarfs á Íslandi og 70 ár frá upphafi skátastarfs að Úlfljótsvatni, lýsir Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur yfir stuðningi við að skátahreyfingin fái Úlfljótsvatnsbýlið undir starfsemi sína. Með skátahreyfingunni er átt við Skátasamband Reykjavíkur og Bandalag íslenzkra skáta. Jafnframt verði tryggt að það svæði, sem skátahreyfingin nýtir að Úlfljótsvatni í þágu starfsemi sinnar og almannaheilla, verði ekki selt til þriðja aðila á almennum markaði.
Greinargerð fylgdi tillögunni.
Frestað.
kl. 13:50 kom Bragi Þór Bjarnason á fundinn.
8. Framhald yfirferðar frá starfsdegi.
kl. 14:55 vék Karl Sigurðsson af fundi.
Fundi slitið kl. 15:05.
Eva Einarsdóttir
Eva Baldursdóttir Stefán Benediktsson
Kjartan Magnússon Geir Sveinsson
Marta Guðjónsdóttir