Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2011, föstudaginn 24. júní var haldinn 141. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 11.10. Mættir: Eva Einarsdóttir formaður, Diljá Ámundadóttir, Eva Baldursdóttir, Hilmar Guðjónsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Geir Sveinsson. Jafnframt: Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram niðurstöður úr könnun Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar á jafnréttismálum í Reykjavík hjá íþróttafélögum í Reykjavík varðandi æfingatíma, aðstöðu o.fl. sbr. 9. liður í 117. fundargerð frá 29. sept. 2010. fundinn mætti Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri og kynnti niðurstöðurnar.
kl. 11.35 kom Ómar Einarsson á fundinn.
Íþrótta- og tómstundaráð lagði fram eftirfarandi bókun:
Íþrótta- og tómstundaráð vill þakka mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar kærlega fyrir mikilvæga og vel unna vinnu. Ráðið fagnar þeirri niðurstöðu að börnum og unglingum í Reykjavík er ekki mismunað eftir kyni við úthlutun æfingatíma og æfingasvæða.
Skýrslan kemur með tillögur um úrbætur á nokkrum þáttum málaflokksins og hefur ráðið sammælst um að taka þær með sér inn í þá viðamiklu stefnumótunarvinnu í íþróttamálum sem nú fer fram og lýkur á haustmánuðum.
2. Lögð fram skýrsla um #GLStjórnlög unga fólksins#GL. Á fundinn kom Arnfríður S. Valdimarsdóttir og kynntu verkefnið.
Íþrótta- og tómstundaráð lýsti ánægju sinni með frábært verkefni.
3. Lögð fram ályktun Reykjavíkurráðs ungmenna vegna hagræðingar og stjórnkerfisbreytinga.
4. Lagt fram minnisblað ungmennaráðs Grafarvogs vegna tillagna um jaðarsport.
5. Lagt fram erindi ungmenna varðandi ungmennahús.
6. Lögð fram afrit af bréfi til borgarstjórnar Reykjavíkur dags. 15. júní sl. frá unglingum í stjórnmálafræði í Háskóla unga fólksins.
7. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra ÍTR dags. 30. maí sl. vegna opnunartíma á Ylströndinni.
8. Lagt fram uppgjör ÍTR vegna 2010.
9. Lagt fram bréf ÍBR dags. 23. maí sl. ásamt gögnum frá ÍBR þingi 2011.
10. Lagt fram bréf ÍBR dags. 9. júní sl. vegna RIG, Alþjóðaleika í íþróttum í Reykjavík 2012.
11. Lagt fram bréf íbúasamtaka Grafarholts dags. 9. júní sl. vegna aksturs barna á íþróttaæfingar.
Vísað til framkvæmdastjóra.
12. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 138. fundi 20. liður vegna aldarafmælis Knattspyrnufélagsins Vals.
Í tilefni af aldarafmæli Knattspyrnufélagsins Vals beinir Íþrótta- og tómstundaráð því til borgarráðs að félagið fái afmælisgjöf frá Reykjavíkurborg í samræmi við það, sem önnur hverfisíþróttafélög hafa fengið á liðnum árum.
Samþykkt.
Geir Sveinsson og Hilmar Sigurðsson véku af fundi undir þessum lið.
13. Rætt um heimsóknir til félaga.
14. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra tómstundamála dags. 23. júní sl. vegna sumarstarfs.
15. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra tómstundamála dags. 23. júní sl. um málefni fatlaðra.
16. Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að vegna batnandi afkomu borgarsjóðs verði 8. bekkingum boðin vinna hjá borginni í júlí og ágúst eða 4-6 vikur. Forvarnargildi að þessi aldurshópur hafi fastan punkt í tilverunni er afar mikilvægur.
Samþykkt að vísa tillögunni til borgarráðs.
Fundi slitið kl. 13.20.
Eva Einarsdóttir
Eva Baldursdóttir Diljá Ámundadóttir
Hilmar Sigurðsson Geir Sveinsson
Marta Guðjónsdóttir