Íþrótta- og tómstundaráð - Fungur nr. 56

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2007, föstudaginn 9. nóvember var haldinn 56. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1 og hófst kl. 12:00. Mættir: Stefán Jóhann Stefánsson, Sigfús Ægir Árnason, Hermann Valsson, Anna Sigríður Ólafsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Björn Gíslason og Bolli Thoroddssen. Jafnframt: Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Bragi Þór Bjarnason fjármálastjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1 Lögð fram skýrsla Vinnumiðlunar Ungs fólks um sumarráðningar hjá Reykjavíkurborg árið 2007.

2. Samþykkt eftirfarandi skipan í nefndir á vegum íþrótta- og tómstundaráðs:
• Þjóðhátíðarnefnd: Stefán Jóhann Stefánsson, Hermann Valsson og Kjartan Magnússon.
• Afreks- og styrktarsjóður: Björn Ingi Hrafnsson, Anna Sigríður Ólafsdóttir og Björn Gíslason.
• Jaðaríþróttahópur: Stefán Jóhann Stefánsson og Bolli Thoroddsen.
• Skautahöll: Ómar Einarsson.

6. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 4. okt. sl. varðandi Skákakademíu Reykjavíkur.

7. Lagt fram bréf Íþróttafélagsins Fylkis dags. 1. nóv. sl. þar sem félagið þakkar fyrir stuðning við 40 ára afmæli félagsins.

8. Lögð fram til kynningar starfs- og fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundaráðs 2007.
Framkvæmdastjóri og fjármálastjóri ÍTR kynntu áætlunina.

Fundi slitið kl. 12:45.

Stefán Jóhann Stefánsson
Sigfús Ægir Árnason Hermann Valsson
Anna Sigríður Ólafsdóttir Bolli Thoroddsen
Björn Gíslason Marta Guðjónsdóttir