Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 99

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2009, föstudaginn 20. nóvember var haldinn 99. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu og hófst kl. 10:05. Viðstaddir: Kjartan Magnússon formaður, Valgerður Sveinsdóttir, Snorri Þorvaldsson, Björn Gíslason, Sóley Tómasdóttir, Oddný Sturludóttir og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt: Egill Örn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi, Ingvar Sverrisson ÍBR, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri, Bragi Þór Bjarnason fjármálastjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Starfs- og fjárhagsáætlun ÍTR 2010 lögð fram og rædd.

- kl. 10:25 kom Ingvar Sverrisson á fundinn.

2. Áheyrnarfulltrúi ÍBR, Ingvar Sverrisson, lagði fram eftirfarandi tillögu:
ÍTR og ÍBR skipa vinnuhóp sem ætlað er að leita leiða til að efla samstarf frístundamiðstöðva og íþróttafélaga innan hverfa með það að leiðarljósi að ná betur til ungs fólk í hverfum og ná fram betri nýtingu á mannvirkjum borgarinnar og félaganna. Vinnuhópurinn verði skipaður 2 fulltrúum ÍTR og 2 fulltrúm ÍBR. Hópurinn geti kallað til samráðs kjörna fulltrúa og starfsmenn ÍTR og íþróttafélaga til að móta tillögur. Hópurinn skili af sér tillögunum til stjórnar ÍTR og ÍBR í byrjun mars 2010.
Samþykkt.

3. Íþrótta- og tómstundaráð lagði fram sameiginlega bókun:
Íþrótta- og tómstundaráð lýsir yfir mikilli ánægju með Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. Allir þátttakendur fá þakkir fyrir góða frammistöðu og sem fyrr einkenndist keppnin af hugmyndaauðgi og sköpunarkrafti. Þá er starfsfólki ÍTR færðar sérstakar þakkir fyrir vel unnin störf.

Fundi slitið kl. 11:40.

Kjartan Magnússon
Valgerður Sveinsdóttir Björn Gíslason
Snorri Þorvaldsson Sóley Tómasdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson Oddný Sturludóttir.