Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 92

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2009, mánudaginn 24. ágúst var haldinn 92. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu og hófst kl. 16:00. Viðstaddir: Kjartan Magnússon formaður, Björn Gíslason, Sigfús Ægir Árnason, Valgerður Sveinsdóttir, Sóley Tómasdóttir og Oddný Sturludóttir.Jafnframt: Egill Örn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi, Ingvar Sverrisson ÍBR, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri, Snorri Jóelsson starfsmannastjóri, Gísli Árni Eggertsson aðstoðarframkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf sviðsstjóra Velferðarsviðs dags. 23. júní sl. vegna viðbragðsáætlunar í barnavernd.

2. Lagt fram bréf sviðsstjóra Velferðarsviðs dags. 29. júní sl. vegna þjónustumiðstöðva.

kl. 16.10 kom Stefán Jóhann Stefánsson á fundinn.

3. Lögð fram viðhorfskönnun meðal foreldra barna á frístundaheimilum 2008-2009. Ragnhildur Helgadóttir mannréttindafulltrúi ÍTR mætti á fundinn og fór stuttlega yfir könnunina.
Íþrótta- og tómstundaráð lagði fram eftirfarandi bókun:
Íþrótta- og tómstundaráð fagnar niðurstöðu viðhorfskönnunar meðal foreldra barna á frístundaheimilum veturinn 2008-2009. Samkvæmt könnuninni hefur ánægja aukist verulega með marga þætti í starfsemi frístundaheimilanna miðað við sambærilegar kannanir frá árunum 2007 og 2005. 89#PR foreldra eru ánægð eða mjög ánægð með frístundaheimilin og 88#PR telja að barnið sitt sé það einnig. Þá telja 92#PR að framkoma starfsfólks frístundaheimilanna sé góð eða mjög góð. Þrátt fyrir aukna ánægju á flestum sviðum, gefur könnunin vísbendingar um að enn megi gera betur, t.d. varðandi aðstöðumál frístundaheimila sem 61#PR foreldra telur vera mjög góða eða frekar góða, samanborið við 49#PR í sambærilegri könnun frá árinu 2007.

4. Lagt fram 6 mánaða uppgjör ÍTR.

5. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra tómstundamála dags. 21. ágúst sl. varðandi safnfrístund fyrir börn í 3.-4. bekk í Vesturbæ.
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð felur framkvæmdastjóra ÍTR, skrifstofustjóra tómstundamála og forstöðumanni Frostaskjóls að vinna að hugmyndum um safnfrístund í Vesturbænum fyrir börn úr Grandaskóla, Vesturbæjarskóla og Melaskóla með það að leiðarljósi að bæta aðstöðu barna og starfsmanna og taka sérstaklega á húsnæðismálum frístundaheimila við þessa skóla.
Samþykkt samhljóða.

- kl. 17:00 vék Stefán Jóhann Stefánsson af fundi.

6. Lagt fram minnisblað ÍTR dags. 24. ágúst sl. um yfirlit yfir skráningar um vistun fyrir börn á frístundaheimilum og ráðningar starfsmanna.
Lögð fram eftirfarandi bókun Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks:
ÍTR hefur nú borist 2.783 umsóknir um vistun á almennum frístundaheimilum fyrir komandi vetur, auk 62 umsókna í Vesturhlíð eða alls 2.845 umsóknir. Nú þegar hefur verið gengið frá ráðningum 220 starfsmanna á frístundaheimili og er áætlað að ráða þurfi um 70 til viðbótar. Mönnun frístundaheimila hefur aldrei staðið jafn vel, sé miðað við sama tíma á fyrri árum. Þeim árangri er fagnað um leið og starfsfólki æskulýðssviðs eru þökkuð vel unnin störf í ráðningarmálum frístundaheimilanna. Áfram er unnið að því að manna frístundaheimilin og er vonast til að þau verði fullmönnuð innan skamms.

Vegna yfirlits um skráningar um vistun fyrir börn á frístundaheimilum óska fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar bókað:
Samþykkt fyrir rekstur frístundaheimila gerir ráð fyrir 2100 börnum að hámarki og hefur sú tala ekki tekið neinum breytingum frá stofnun frístundaheimilanna í núverandi mynd árið 2000. Fjárhagsáætlanir hafa ávallt tekið mið af samþykktinni, þó svo undanfarin ár hafi mun fleiri börn tekið þátt í starfi frístundaheimilanna. Í ársreikningum borgarinnar á síðastliðnum árum hefur íþrótta- og tómstundasvið komið illa út fyrir vikið, enda hefur ekkert viðbótarframlag fengist úr borgarráði til rekstursins. Þetta fyrirkomulag er í hæsta máta óábyrgt, enda ber borgaryfirvöldum að gera raunsæjar fjárhagsáætlanir sem líklegar eru til að standast. Nú þegar frístundaheimilin hafa tekið til starfa fyrir veturinn hefur enn engin ákvörðun verið tekin á hinum pólítíska vettvangi um hvernig fjármagna skuli dvöl þeirra 700 barna sem sótt hafa um umfram fjárhagsáætlun. Þessi vinnubrögð eru með öllu ólíðandi og vekja upp spurningar um forgangsröðun meirihlutans þegar kemur að verkefnavali og úthlutun fjármuna.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óska bókað:
Stefna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er að veita öllum umsækjendum vistun á frístundaheimilum og skorum við á fulltrúa annarra flokka að standa að framkvæmd þeirrar stefnu í góðri sátt allra flokka í borgarstjórn.

Vegna yfirlits um ráðningar starfsmanna á frístundaheimilum óska fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar bókað:
Það er með öllu ótækt að fyrsti fundur íþrótta- og tómstundaráðs eftir sumarleyfi skuli þurfa að vera aukafundur að beiðni minnihlutans, þegar staða frístundaheimilanna er jafn viðkvæm og raun ber vitni. Raunverulega metnaðarfullur meirihluti hefði boðað til fundar og leitað leiða til að fyrirbyggja og leysa þau mál sem brýnt er að leysa hið snarasta.
Staða á vinnumarkaði hefur gerbreyst frá fyrri árum, en samt sem áður vantar enn 70 starfsmenn til að hægt sé að bjóða öll börn velkomin til þátttöku. Sú starfsemi sem hér um ræðir á betra skilið af hálfu kjörinna fulltrúa. Fyrir ári síðan kölluðu Samfylkingin og Vinstri græn eftir því að nýrra lausna yrði leitað og gerðar yrðu tilraunir með samþættingu skólastarfs og frístundastarfs. Í kjölfar þess, og eftir tillöguflutning Samfylkingar og Vinstri grænna í borgarstjórn, samþykkti borgrarráð starfshóp embættismanna MSR og ÍTR fyrir tæpu ári síðan. Hópurinn hefur í allan vetur unnið að tillögum í þessum anda, skilaði áfangaskýrslu 1. febrúar og lokaskýrslu í byrjun júní. Enn hefur hún þó ekki verið kynnt stjórn ÍTR né borgarráði og hlýtur það að teljast ámælisvert.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óska bókað:
Stefna íþrótta- og tómstundaráðs í málefnum frístundaheimila er skýr og vinna við mönnun þeirra og annan undirbúning hefur átt sér stað í allt sumar og aldrei staðið betur ef miðað er við sama tíma á fyrri árum. Ekki var því sérstök ástæða til þess að boða til aukafundar um málið. Undanfarinn vetur hafa starfsmenn ÍTR og menntasviðs unnið að ýmsum verkefnum varðandi samþættingu skólastarfs og frístundastarfs og er ekki rétt að gera lítið úr þeirri vinnu. Vonir eru bundnar við að enn frekari árangur náist þegar niðurstöður starfshóps, sem borgarstjóri skipaði, verða kynntar á næstu dögum.

Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar óskuðu bókað:
Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar hafa í engu gert lítið úr vinnu starfsfólks, hvorki á íþrótta- og tómstundasviði né menntasviði í þágu samþættingar frístunda- og skólastarfs. Starfsfólk hefur frá upphafi sýnt mikinn metnað í þágu frístundaheimilanna, en talsvert hefur skort á að stjórnmálafólk fylgi starfi þeirra eftir. Það lýsir miklu metnaðarleysi að meirihluti ÍTR skuli ekki hafa tekið fullkláraða skýrslu um nýjar lausnir og leiðir í málefnum frístundaheimilanna til umfjöllunar. Skýrslunni var skilað í júníbyrjun en liggur undir stól á skrifstofu borgarstjóra. Hún hefur hvorki fengið umfjöllun í borgarráði né stjórn ÍTR. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna hlakka til að kynna sér metnaðarfullar tillögur starfsfólks ÍTR og Menntasviðs um frekari samþættingu frístunda- og skólastarfs en telja afar ámælisvert að þær tillögur hafi legið ósnertar á skrifstofu borgarstjóra frá því í sumarbyrjun.

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn Vinstri grænna og Samfylkingar:
Fyrirspurnir:
1) Hvernig hljóða tillögur embættismanna ÍTR og Menntasviðs um samþættingu til eflingar starfsemis frístundaheimilanna sem skilað var 1. júní?
2) Af hverju hefur borgarstjóri ekki kynnt borgarráði tillögurnar?
3) Af hverju er skýrslan ekki kynnt ÍTR á fyrsta fundi ráðsins eftir sumarfrí?

7. Lagðar fram að nýju niðurstöður starfshóps um frístundaþjónustu fyrir börn í 5.-7. bekk.
Lögð fram eftirfarandi bókun Vinstri grænna og Samfylkingar:
Í þriðja sinn á sama fundi furða fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar sig á því að ekki skuli hafa verið boðað til fundar fyrr í ráðinu. Skýrsla starfshóps um frístundaþjónustu fyrir börn í 5.-7. bekk sem kynnt var á síðasta fundi ráðsins fyrir sumarfrí krefst þess að leitað verði leiða til að hefja starfið strax í haust.

kl. 17:30 vék Ingvar Sverrisson af fundi.
kl. 17:30 kom Stefán Jóhann Stefánsson á fundinn.
kl. 17:40 vék Snorri Jóelsson af fundi.

10. Knattspyrnufélagið Þróttur 60 ára.
Lögð fram tillaga Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks:
ÍTR felur framkvæmdastjóra að ganga til viðræðna við framkvæmdastjóra Þrótt um afgreiðslu málsins.
Samþykkt. Fulltrúi Vinstri grænna situr hjá.

Lögð fram eftirfarandi tillaga Vinstri grænna og Samfylkingar:
Íþrótta- og tómstundaráð beinir þeim tilmælum til borgarráðs að láta gera úttekt á gjöfum borgarinnar til stofnana og félagasamtaka og í framhaldinu verði mótuð stefna um hvernig þessum málum skuli háttað.

11. Lagt fram bréf ÍBR dags. 3. júlí sl. þar sem fagnað er að áframhaldandi rekstur Egilshallar sé tryggður.

12. Rætt um aðstöðumál körfuknattleiksdeild ÍR.

Fundi slitið kl. 18:10
Kjartan Magnússon
Valgerður Sveinsdóttir Björn Gíslason
Sigfús Ægir Árnason Stefán Jóhann Stefánsson
Oddný Sturludóttir Sóley Tómasdóttir