Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 87

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2009, föstudaginn 8. maí var haldinn 87. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1 og hófst kl. 12.10. Viðstaddir: Kjartan Magnússon formaður, Valgerður Sveinsdóttir, Björn Gíslason, Sigfús Ægir Árnason, Sóley Tómasdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson og Oddný Sturludóttir. Einnig sátu fundinn: Egill Örn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi, Ingvar Sverrisson ÍBR, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 18. apríl sl. vegna tillagna frá Reykjavíkurráði ungmenna.

2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 22. apríl sl. þar sem vísað er til íþrótta- og tómstundaráðs tillögu um eflingu frístundaþjónustu fyrir börn í 5.-7. bekk.
Tillagan samþykkt. Sigfús Ægir Árnason og Sóley Tómasdóttir verða fulltrúar íþrótta- og tómstundaráðs og Sóley formaður.

3. Lagt fram bréf framkvæmda- og eignaráðs dags. 5. maí sl. þar sem vísað er til íþrótta- og tómstundaráðs húsnæðismálum Brokeyjar og Svifflugfélagsins.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti með 4 atkvæðum gegn 1.
Fulltrúi Vinstri grænna var með eftirfarandi fyrirspurn:
1. Hversu margir iðka siglingar og svifflug í þessum tveimur félögum?
2. Hversu stórt hlutfall félaga er undir 12 ára aldri?
3. Hversu stórt hlutfall félaga er undir 16 ára aldri?
4. Hver er kynjaskipting í hvoru félagi um sig?
Fulltrúi Vinstri grænna bókaði eftirfarandi:
Fulltrúi Vinstri grænna í íþrótta- og tómstundaráði getur ekki fallist á þá ráðstöfun fjár sem hér liggur til samþykktar. Fjögurra milljóna króna viðbótarframlagi úr borgarráði til innri leigu vegna þessara félaga, er ekki réttlætanlegt á sama tíma og til stendur að skerða þjónustu við börn í 1.-4. bekk á æskulýðssviði og atvinnuleysi fer vaxandi. Starfsemi Svifflugfélagsins og Siglingaklúbbsins Brokeyjar er góðra gjalda verð, en því miður ekki forgangsmál á tímum efnahagsþrenginga. Nær væri að fjármagnið væri nýtt í atvinnuskapandi verkefni í þágu barna og ungmenna.

4. Rekstur íþrótta- og sýningarhallarinnar. Formaður stjórnar Sveinn Hannesson og framkvæmdastjóri Óli Öder Magnússon mættu á fundinn og gerðu grein fyrir starfseminni.

5. Rekstur skíðasvæða. Formaður skíðasvæðanna Benedikt Geirsson mætti á fundinn og gerði grein fyrir starfseminni.
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur lýsir yfir ánægju sinni með metaðsókn að skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins á liðnum vetri, flytur starfsfólki og stjórn skíðasvæðanna beztu þakkir fyrir vel unnin störf og hvetur það til enn frekari dáða í framtíðinni.

kl. 13.50 vék framkvæmdastjóri ÍTR af fundi.
kl. 14.00 vék Ingvar Sverrisson af fundi.

6. Lagt fram nýtt skipurit og starfsáætlun fyrir Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Formaður stjórnar Björn Berg Gunnarsson og forstöðumaður Tómas Óskar Guðjónsson mættu á fundinn og gerðu grein fyrir starfseminni.

Fundi slitið kl. 14.30.

Kjartan Magnússon

Valgerður Sveinsdóttir Björn Gíslason
Sigfús Ægir Árnason Sóley Tómasdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson Oddný Sturludóttir