Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2009, föstudaginn 27. febrúar var haldinn 83. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Frístundamiðstöðinni Frostaskjóli og hófst kl. 12:10. Viðstaddir: Valgerður Sveinsdóttir varaformaður, Marta Guðjónsdóttir, Snorri Þorvaldsson, Hafrún Kristjánsdóttir, Sóley Tómasdóttir og Oddný Sturludóttir.
Einnig sátu fundinn: Egill Örn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþróttamála, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri tómstundamála og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Varaformaður lagði fram eftirfarandi bókun f.h. ráðsins:
Í ljósi þess að Reynir Ragnarsson, formaður ÍBR gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku og lætur jafnframt af starfi sínu sem áheyrnarfulltrúi í ÍTR, vill ÍTR þakka Reyni fyrir ánægjulegt og farsælt samstarf á liðnum árum en hann hefur setið sem áheyrnarfulltrúi í ÍTR síðastliðin 10 ár. Reynir var í gær sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ á yfirstandandi þingi ÍBR og óskar ÍTR honum innilega til hamingju með þann heiður.
2. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 25. febrúar sl. vegna framkvæmdastyrkja.
3. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 24. feb. sl. vegna styrkbeiðna vegna hestasýninga.
Samþykkt að styrkja æskulýðssýningar.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
ÍTR samþykkir að fela framkvæmdastjóra ÍTR að móta drög að úthlutunarreglum fyrir styrkveitingar ÍTR.
Samþykkt.
4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 20. feb. sl. þar sem óskað er eftir umsögn íþrótta- og tómstundaráðs um bráðabirgðaskýrslu starfshóps um mat á áhrifum atvinnuleysis í Reykjavík.
Íþrótta- og tómstundaráð tekur undir þær tillögur starfshóps sem koma fram í VI. kafla skýrslunnar og hvetur sérstaklega til þess að vel verði hugað að aðgerðum varðandi sumarráðningar skólanema. ÍTR mælist til þess að Vinnumiðlun ungs fólks og starfshópur á þeirra vegum, gefi reglulega sem nákvæmastar upplýsingar um umsóknir ungs fólks um störf hjá Reykjavíkurborg og um ráðningar hjá einstökum sviðum og stofnunum borgarinnar.
Þá telur íþrótta- og tómstundaráð nauðsynlegt að kostnaður vegna atvinnuleysis í Reykjavík verði greindur sérstaklega og að greiningin taki til ólíkra áhrifa atvinnuleysis á fólk m.a. eftir aldri og kyni.
ÍTR telur afar brýnt að samþykkt um sumarráðningar verði endurskoðaðar með tilliti til efnahagsástandsins.
5. Forstöðumaður frístundamiðstöðvarinnar Frostaskjóls Guðrún Kaldal kynnti starfsemina og svaraði fyrirspurnum.
6. Mannvirki KR voru skoðuð undir leiðsögn framkvæmdastjóra KR, Jónasar Kristinssonar.
Stjórn íþrótta- og tómstundraráð óskar KR til hamingju með 110 ára afmælið og og þakkar þeim gott starf í þágu íþróttamála í Vesturbænum og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.
Fundi slitið kl. 14:15.
Valgerður Sveinsdóttir
Marta Guðjónsdóttir Hafrún Kristjánsdóttir
Snorri Þorvaldsson Sóley Tómasdóttir
Oddný Sturludóttir