No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2005, föstudaginn 15. apríl var haldinn 8. fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl.12:05. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Svandís Svavarsdóttir, Ingvar Sverrisson, Benedikt Geirsson og Bolli Thoroddsen. Jafnframt sátu fundinn Frímann Ari Ferdinardsson, Agnar Freyr Helgason, Ómar Einarsson sviðsstjóri, Gísli Árni Eggertsson aðstoðarframkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Rætt um hverfaskiptingu íþróttafélaga.
- Kl. 12:15 kom Friðjón Friðjónsson á fundinn.
2. Lögð fram fundargerð seinasta fundar.
3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 6. apríl sl. vegna samþykktar borgarstjórnar á nýrri samþykkt fyrir íþrótta- og tómstundaráð.
4. Lagt fram að nýju sbr. 5. lið fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs frá 1. apríl sl. bréf sviðsstjóra dags. 29. mars sl. vegna uppgjörs framkvæmdakostnaðar við íþróttafélög.
Fulltrúar sjálfstæðismanna lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar sjálfstæðismanna fagna framkominni tilllögu um viðbótarframlög vegna framkvæmdakostnaðar íþróttafélaganna sem um getur í tillögunni. Tillagan er í fullu samræmi við fyrirspurnir sem fulltrúar sjálfstæðisflokksins lögðu fram um þetta mál 13. nóvember 2003 og 3. mars 2004 svo og framlagða tillögu um sama mál, þann 24. nóvember 2004. Þar kom fram að bæta þurfi félögunum þann mismun sem hafði orðið á hlutföllum í framkvæmdakostnaði félaganna á liðnum árum.
Fulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Reykjavíkurlistans og stjórnendur Íþrótta- og tómstundasviðs hafa unnið með íþróttafélögunum í Reykjavík undanfarin misseri að því að leysa fjárhagsvanda félaganna sem til er kominn vegna framkvæmdakostnaðar við byggingu mannvirkja.
Í þessu ferli hafa komið fram fínar tillögur og bókanir frá fulltrúum D-listans og fagna fulltrúar Reykjavíkurlistans stuðningi við þessa vinnu og tillöguna.
Samþykkt samhljóða að vísa tillögum sem koma fram í erindi sviðsstjóra ÍTR til borgarráðs.
- Kl. 12:30 kom Andrés Jónsson á fundinn.
5 Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 15. apríl sl. vegna aðstöðumála skíðadeilda ÍR og Víkings.
Jafnframt lagt fram bréf formanns Skíðadeildar ÍR dags. 5. apríl sl.
Sjálfstæðismenn lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar sjálfstæðismanna harma þá stöðu, sem komin er upp hjá skíðadeildum Íþróttafélags Reykjavíkur og Víkings og öðrum skíðamönnum úr Reykjavík, sem sækja Hengilssvæðið til ástundunar skíðaíþróttarinnar. Ljóst er að engin sátt ríkir um þá ákvörðun ÍTR að loka svæðinu og hefur því á engan hátt verið svarað hvernig staðið verður að aðstöðu eða æfingum fyrir ÍR og Víking eftir flutning á önnur skíðasvæði. Frá upphafi hafa sjálfstæðismenn lagt áherslu á að sátt náist um slíkan flutning við viðkomandi skíðadeildir og í því sambandi er það algert frumskilyrði að leitast verði við að tryggja ÍR og Víkingi jafngóða eða betri aðstöðu á nýja staðnum. Einnig hefði þurft að liggja fyrir alvöru tilboð um hvert aðstaða félaganna yrði flutt og með hvaða hætti yrði staðið að uppbyggingu á nýja staðnum áður en ákvörðun var tekin.
Sjálfstæðismenn óska eftir greinargerð um stöðu samningaviðræðna við ÍR og Víking um þessi mál og þá kosti sem eru í stöðinni. Jafnframt er óskað eftir sundurliðuðum upplýsingum um kostnað vegna hugsanlegs viðhalds og lágmarksuppbygginu aðstöðunnar á Hengilssvæðinu. Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvar ætlunin sé að koma aðstöðu félaganna fyrir ef til flutnings kemur og mismunandi möguleikum í því sambandi.
Fulltrúar sjálfstæðismanna telja rétt að skipaður verði starfshópur á vegum íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur sem skoði aðstöðumál skíðadeilda ÍR og Víkings með heildstæðum hætti og skili síðan tillögum til ÍTR. Aðild að hópnum eigi fulltrúar ÍR og Víkings auk meirihluta og minnihluta ÍTR.
Verði endanleg niðurstaða sú sem meirihluti R-listans í ÍTR hefur lagt til, að Reykjavíkurborg hætti starfrækslu skíðasvæðisins á Hengilssvæðinu, er mikilvægt að vel takist til með flutning umræddrar aðstöðu og uppbygging á nýjum stað heppnist sem best. Fulltrúar sjálfstæðismanna óska eftir að í því tilviki verði mismunandi kostir kannaðir til hlítar og skíðasvæðin í Bláfjöllum og Skálafelli komi bæði til greina í því sambandi. Rétt yrði þá að stilla upp mismunandi kostum m.t.t. beggja svæða og ná síðan niðurstöðu í góðu samráði við öll íþróttafélög sem málið snertir.
IS lagði fram svofellda bókun:
Nú er ég aldeilis gáttaður.
Fulltrúar R-listans lögðu fram svofellda bókun:
Fulltrúar D-lista hafa verið þátttakendur í þessari vinnu undanfarin 2 ár og því veldur þessi bókun furðu!
Bókunin er annað hvort lögð fram af vanþekkingu eða allt öðrum hvötum til þess að spilla fyrir.
Minnisblað sviðsstjóra sem nú liggur fyrir, leggur til farsæla lausn málsins sem unnið hefur verið að í samráði við allra hlutaðeigandi aðila undanfarnar vikur.
Tillögur þær sem fram koma í bréfi sviðsstjóra samþykktar samhljóða.
6 Lagt fram bréf Skákfélagsins Hróksins dags. 28. mars sl. með ósk um styrk vegna starfsemi 2005.
Vísað til sviðsstjóra ÍTR.
7 Lagt fram yfirlit yfir gjaldskrár í sund hjá sveitarfélögum á landinu.
8 Lagt fram bréf Tennisdeildar Víkings dags. 29. mars sl. með ósk um styrk vegna sumarstarfsemi.
Vísað til sviðsstjóra ÍTR.
9 Lögð fram drög að stefnu forvarnarnefndar Reykjavíkurborgar.
10. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 12. apríl sl. ásamt drögum að samstarfssamningi milli Reykjavíkurborgar og ÍBR og drögum að samstarfssamningi milli ÍTR og íþróttafélaga.
Frestað.
Fundi slitið kl. 13:30
Anna Kristinsdóttir
Ingvar Sverrisson Svandís Svavarsdóttir
Andrés Jónsson Benedikt Geirsson
Friðjón Friðjónsson Bolli Thoroddsen