Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2008, föstudaginn 28. nóvember var haldinn 77. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1 og hófst kl. 09:05. Viðstaddir: Kjartan Magnússon formaður, Valgerður Sveinsdóttir, Björn Gíslason, Sigfús Ægir Árnason, Sóley Tómasdóttir, Oddný Sturludóttir og Eva Bjarnadóttir. Einnig sátu fundinn: Sigurður Þórðarson áheyrnarfulltrúi, Reynir Ragnarsson ÍBR, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri tómstundamála, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþróttamála og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram könnun meðal erlendra ferðamanna í Reykjavík sumarið 2008.
2. Lögð fram könnun um viðhorf erlendra ferðamanna til sundlauganna í Reykjavík 2008.
3. Lögð fram skýrsla unnin af ÍBR um samanburð á styrkjum til íþróttastarfs milli sveitarfélaga árið 2006.
- Kl. 09:20 kom Gísli Árni Eggertsson á fundinn.
4. Samþykkt að skipa í eftirfarandi nefndir á næsta fundi.
• Þjóðhátíðarnefnd.
• Afreks- og styrktarsjóð.
5. Frístundakortið.
Lögð fram fyrirspurn frá fulltrúum Vinstri grænna og Samfylkingar í íþrótta- og tómstundaráði:
Í kjölfar umræðna um um tilgang og markmið frístundakortanna óska fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar í íþrótta- og tómstundaráði eftir skýrum svörum varðandi eftirfarandi atriði:
1. Er megintilgangur og markmið frístundakortsins að:
a. Jafna möguleika barna til frístundaiðkunar, óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum?
b. Styðja við bakið á þeim aðilum sem bjóða upp á frístundastarf?
2. Er hægt að nota frístundakortið til að greiða fyrir nám og þátttöku í skólahljómsveitum borgarinnar, þrátt fyrir að rekstur þeirra sé alfarið á hendi Reykjavíkurborgar?
3. Eru einhver fagleg skilyrði sem sett eru fyrir aðild að frístundakortinu sem frístundaheimili borgarinnar uppfylla ekki?
4. Hver er ástæðan fyrir því að foreldrar hafa ekki átt þess kost að nýta frístundakortin til að greiða fyrir frístundaheimili fram til þessa?
6. Lagt fram bréf AP almannatengsla og Ferðamálasamtaka Íslands dags. 19. nóv. sl. vegna sýningarinnar #GLFerðalög og frístundir#GL 2009.
Erindið hlýtur ekki stuðning.
7. Fjárhagsáætlun 2009. Framkvæmdastjóri sagði frá stöðu mála.
Kl. 10:10 vék Reynir Ragnarsson af fundi.
8. Á fundinn mættu forstöðumenn frístundamiðstöðva og sögðu frá starfinu í dag og hvað væri efst á baugi.
Undir þessum lið sátu: Markús H. Guðmundsson Hinu Húsinu, Atli Steinn Árnason Gufunesbæ, Selma Árnadóttir Kampi, Guðrún Kaldal Frostaskjóli, Haraldur Sigurðsson Kringlumýri, Jóhannes Guðlaugsson Árseli og Helgi Eiríksson Miðbergi.
Kl. 10:30 vék Kjartan Magnússon af fundi
Kl. 10:50 vék Ómar Einarsson af fundi.
Fundi slitið kl. 11:25.
Kjartan Magnússon
Valgerður Sveinsdóttir Björn Gíslason
Sigfús Ægir Árnason Oddný Sturludóttir
Sóley Tómasdóttir Eva Bjarnadóttir