Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 76

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2008, föstudaginn 14. nóvember var haldinn 76. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1 og hófst kl. 12:30. Mættir: Kjartan Magnússon formaður, Valgerður Sveinsdóttir, Björn Gíslason, Sigfús Ægir Árnason, Sóley Tómasdóttir og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt: Egill Örn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri, Ómar Einarsson sviðsstjóri, Bragi Þór Bjarnason fjármálastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.


Þetta gerðist:

Íþróttamál:

1. Lögð fram greinargerð Klifurfélags Reykjavíkur dags. 7. okt. sl. um helstu verkefni og áherslur veturinn 2008-2009.

2. Lagt fram bréf Íþróttafélagsins Fylkis dags. 21. október sl. vegna aðstöðumála fimleika- og karatedeildar félagsins.

3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 27. október sl. þar sem vísað er til íþrótta- og tómstundaráðs bréfi KSÍ varðandi aðgerðaráætlun knattspyrnu-félaganna.
Íþrótta- og tómstundaráð lagði fram eftirfarandi bókun:
ÍTR fagnar ákvörðun stjórnar KSÍ frá 22. okt. 2008 um að stórauka framlög til barna- og unglingastarfs aðilarfélaga sambandsins. Með þessari ákvörðun verður mun auðveldara en ella að halda uppi öflugu starfi í þessum málaflokki. Jafnframt fagnar ÍTR viðleitni KSÍ til að draga úr kostnaði við mannvirki.

4. Lagt fram bréf Skotfélags Reykjavíkur dags. 12. sept. sl. varðandi rekstur félagsins.
ÍTR sér sér ekki fært að verða við erindinu.

kl. 12:50 kom Eva Bjarnadóttir á fundinn.

5. Lagt fram bréf Hestamannafélagsins Fáks dags. 27. október sl. varðandi ísvöll fyrir hestamenn.
Vísað til framkvæmdastjóra ÍTR.

6. Lögð fram teikning af Vesturbæjarlaug dags. 16. okt. sl.

7. Kynning á þjónustusamningum við íþróttafélög.
Framkvæmdastjóra var falið að óska eftir upplýsingum um forvarnar- og vímuefnastefnu félaga.

Tómstundamál:

8. Lagðar fram upplýsingar um verkefnið #GLBörnin í borginni#GL.

9. Lagðar fram teikningar af frístundamiðstöðinni í Gufunesi.

10. Lagt fram minnisblað dags. 11. nóv. sl. um stöðuna á frístundaheimilum.

Annað:

11. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir.

12. Lagt fram bréf frístundaráðgjafa Miðgarðs dags. 3. nóvember sl. varðandi almenningssamningur á Kjalarnesi.
Íþrótta- og tómstundaráð lagði fram eftirfarandi bókun:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur beinir því til stjórnar Strætó bs. að skoða hvernig megi bæta almenningssamgöngur á Kjalarnesi. Ljóst er að ef bætt yrði við ferð frá Kjalarnesi strax eftir lok skólatíma Klébergsskóla e.h. væru aðstæður barna og ungmenna á Kjalarnesi til að sækja íþróttaæfingar og nýta sér önnur frístundatilboð utan hverfisins, stórbættar.

13. Fjármálastjóri og framkvæmdastjóri ÍTR fóru yfir fjárhagsáætlun vegna ársins 2009.


Fundi slitið kl. 14:30.

Kjartan Magnússon

Valgerður Sveinsdóttir Björn Gíslason
Sigfús Ægir Árnason Sóley Tómasdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson Eva Bjarnadóttir