No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2008, föstudaginn 10. október var haldinn 74. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1 og hófst kl. 12.10. Mættir: Kjartan Magnússon formaður, Valgerður Sveinsdóttir, Björn Gíslason, Sigfús Ægir Árnason, Felix Bergsson, Eva Bjarnadóttir og Sóley Tómasdóttir. Jafnframt: Egill Örn Jóhannesson áheyrnarfulltrúi, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson aðstoðarframkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Felix Bergsson og Eva Bjarnadóttir varamenn voru boðin velkomin á sinn fyrsta fund íþrótta- og tómstundaráðs.
2. Lagt fram stöðumat á aðgengi fyrir fatlaða í eignum Reykjavíkurborgar og á opnum svæðum.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir greinargott yfirlit yfir aðgengi fyrir fatlaða í eignum Reykjavíkurborgar og á opnum svæðum. Húsnæði á vegum Íþrótta- og tómstundasviðs virðist almennt vera nokkuð aðgengilegt sem er fagnaðarefni. Ráðið telur æskilegt að lögð verði enn meiri áhersla á að bæta aðgengi fatlaðra og hreyfihamlaðra að eldri byggingum í eigu borgarinnar og að hagsmunir þessara hópa skuli vega þyngra en húsverndarsjónarmið.
3. Lögð fram könnun Rannsókna og greiningar fyrir Reykjavíkurborg um hagi og líðan grunnskólanema í 8-.10. bekk.
Lögð fram eftirfarandi bókun:
ÍTR lýsir ánægju sinni með jákvæðar niðurstöður könnunarinnar varðandi aukna þátttöku unglinga í íþrótta- og tómstundastarfi í borginni. Sá hópur sem ástundar heilbrigðan lífstíl og hafnar vímuefnum hefur greinilega vaxið undanfarin ár og er það mjög gleðilegt. Þessar niðurstöður sýna að þróun æskulýðsmála í Reykjavík er á rétti leið. Öflug og fjölbreytt starfsemi, auknar samvistir foreldra og barna auk stuðnings við þá sem standa höllum fæti, skilar árangri.
4. Lögð fram skýrslan #GLInnan vallar eða utan#GL, rannsókn á þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi meðal innflytjendabarna í Breiðholti.
Á fundinn kom Hallfríður Þórarinsdóttir og kynnti rannsóknina.
5. Lögð fram drög að starfsáætlun ÍTR, dags. 10. okt.
6. Lagt fram yfirlit yfir stöðu á frístundaheimilum, dags. 9. okt. sl.
7. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra tómstundamála, dags. 8. okt. sl., varðandi ræðukeppnina Málið fyrir grunnskólanemendur.
8. Rætt um frístundaklúbba.
9. Lagt fram bréf hverfisráðs Miðborgar, dags. 19. sept. sl., varðandi útisundlaug við Sundhöll Reykjavíkur.
10. Lögð fram eftirfarandi bókun:
Í ljósi versnandi efnahagsástands, hvetur íþrótta- og tómstundaráð starfsmenn ÍTR og íþrótta- og æskulýðsfélaga til að standa í auknum mæli vörð um velferð barna og ungmenna og styðja þau í leik og starfi.
Fundi slitið kl. 13.40.
Kjartan Magnússon
Valgerður Sveinsdóttir Björn Gíslason
Sigfús Ægir Árnason Sóley Tómasdóttir
Felix Bergsson Eva Bjarnadóttir