Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2008, föstudaginn 23.maí var haldinn 68. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og hófst kl. 12:10. Mættir: Kjartan Magnússon formaður, Egill Örn Jóhannesson, Marta Guðjónsdóttir, Björn Gíslason, Stefán Jóhann Stefánsson, Hermann Valsson og Oddný Sturludóttir. Jafnframt: Sigfús Ægir Árnason áheyrnarfulltrúi, Frímann Ari Ferndinardsson, Reynir Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri tómstundamála, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþróttamála, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 6. maí sl. þar sem vísað er til íþrótta- og tómstundaráðs tillögu frá fundi fulltrúa Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarfulltrúa dags. 22. apríl sl. varðandi aukið fjármagn til sumarstarfa fyrir námsmenn í Reykjavík.
Á fundinn kom Jóhann Einarsson fulltrúi ungmennaráðs Kringluhverfis og mælti fyrir tillögunni.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og F-lista lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúar F- lista og Sjálfstæðisflokks þakka Jóhanni Einarssyni fyrir að fylgja tillögu úr hlaði á ÍTR fundi varðandi aukið fjármagn vegna sumarstarfa fyrir námsmenn í Reykjavík sem fram kom á fundi fulltrúa Reykjavíkuráðs ungmenna og borgarfulltrúa 22. apríl sl. Tillögunni verður vísað til borgarráðs til umfjöllunar sem vonandi tekur jákvætt í lausn þessara mála.
Samþykkt.
Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Við fögnum framkominni tillögu fulltrúa Reykjavíkurráðs ungmenna og hvetjum til þess að borgarráð veiti borgarstofnunum auknar heimildir til að ráða ungmenni til starfa ef þörf krefur.
2. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 6. maí sl. þar sem vísað er til íþrótta- og tómstundaráðs tillögu frá fundi fulltrúa Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarfulltrúa dags. 22. apríl sl. varðandi hugmynd um félagsmiðstöðvar í öllum hverfum.
Á fundinn kom Kjartan Þór Ingason fulltrúi ungmennaráðs Breiðholts og mælti fyrir tillögunni.
Vísað til skrifstofustjóra tómstundamála til skoðunar.
Íþrótta- og tómstundaráð lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar íþrótta- og tómstundaráðs leggja til í framhaldi af tillögu Kjartans Þórs Ingvasonar að komið verði á fót starfshópi sem hafi það hlutverk að endurskoða starfsemi frístundamiðstöðva með þátttöku fulltrúa úr ungmennaráðum Reykjavíkur.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks- og F-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og F-lista þakka Kjartani Þór Ingvasyni fyrir að fylgja tillögu úr hlaði á ÍTR fundi varðandi frístundamiðstöðvar.
3. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 9. maí sl. þar sem tilkynnt er að Sigfús Ægir Árnason verði áheyrnarfulltrúi Framsóknarflokks í íþrótta- og tómstundaráði og Snorri Þorvaldsson varamaður.
4. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna frá 65. fundi lið 7:
Íþrótta- og tómstundaráð beinir því til framkvæmdastjóra að láta fara fram hugmyndavinnu á sviðinu um merkingar, upplýsingaskilti og bætta aðstöðu á göngu- og hjólastígum borgarinnar sem hefði það að markmiði að auka hreyfingu borgarbúa, s.s. göngur, skokk og hjólreiðar.
Samþykkt og vísað til Umhverfis- og samgöngusviðs og Framkvæmda- og eignasviðs.
5. Kynntar niðurstöður vinnustaðagreiningar hjá ÍTR. Ásdís Ásbjörnsdóttir verkefnisstjóri hjá ÍTR kynnti niðurstöðurnar.
Íþrótta- og tómstundaráð lagði fram eftirfarandi bókun:
Ráðið þakkar Ásdísi Ásbjörnsdóttur fyrir kynningu á vinnustaðagreiningu hjá ÍTR. Í heild sinni sýnir greiningin mjög jákvæðar niðurstöður og að starfsmenn séu almennt ánægðir í starfi og stoltir af starfi sínu. Ráðið óskar framkvæmdastjóra ÍTR og hans starfsfólki til hamingju með þessar góðu niðurstöður. Mikilvægt er að þessi könnun verði nýtt og þær athugasemdir sem það koma fram verði teknar til greina varðandi upplýsingaflæði og aðbúnað.
6. Lagt fram bréf Fylkis dags. 6. maí sl. vegna stefnumótunar.
Vísað til framkvæmdastjóra ÍTR.
7. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 15. maí vegna æfingavalla við Starhaga.
Vísað til framkvæmdastjóra ÍTR, Umhverfis- og samgöngusviðs og Framkvæmda- og eignasviðs.
8. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 13. maí sl. þar sem vísað er til framkvæmdastjóra ÍTR erindi framkvæmdastjóra Árbæjarþreks dags. 8. maí um lóð við Árbæjarlaug.
Vísað til framkvæmdastjóra ÍTR og skrifstofustjóra íþróttamála hjá ÍTR.
9. Lagt fram bréf innri endurskoðunar dags. 7. maí sl. ásamt skýrslu um styrki og samstarfssamninga hjá Reykjavíkurborg.
10. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn Samfylkingar:
Í könnun sem kynnt var á síðasta fundi íþrótta- og tómstundaráðs komu fram vísbendingar um að frístundakortið væri misjafnlega nýtt eftir tekjuhópum og hverfum. Telur framkvæmdastjóri ÍTR þetta gefa tilefni til frekari skoðunar og/eða aðgerða miðað við þau yfirlýstu markmið með kortinu að jafna aðstöðu barna í borginni?
11. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks:
Hver er árlegur kostnaður ÍTR/Framkvæmdasviðs við færanlegar kennslustofur og aðrar brágðabirgðarlausnir sem frístundaheimili ÍTR borgarinnar nýta sér?
12. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks frá 67. fundi lið 12:
Við leggjum til að fyrirliggjandi þarfagreining um Fjölskyldu- og húsdýragarðinn verði höfð til hliðsjónar við undirbúning næstu fjárhagsáætlunar fyrir Reykjavíkurborg, þar sem þar eru brýn og aðkallandi verkefni sem leysa þarf.
Samþykkt.
13. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.
Samþykkt.
Kl. 13:55 véku Marta Guðjónsdóttir, Egill Örn Jóhannesson og Ómar Einarsson af fundi.
14. Rekstrarstjóri Fjölskyldu- og húsdýragarðsins kynnti þarfagreiningu fyrir garðinn.
15. Lögð fram eftirfarandi tillaga Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks:
Stjórn ÍTR samþykkti að setja á fót starfshóp sem skoði sérstaklega framboð af frístundastarfi fyrir 10-12 ára gömul börn á vegum ÍTR, safni saman rannsóknum á líðan og högun barna á þessum aldri og vinni í kjölfarið þarfagreiningu á frístundaframboði til þessa aldurshóps.
Frestað.
16. Lögð fram eftirfarandi tillaga Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks:
Stjórn ÍTR samþykki að fá framkvæmdastjórn frístundamiðstöðvarinnar Tónabæjar á næsta fund til að ræða framtíðarsýn sína varðandi svæði Fram í Safamýri sem borgin hefur nú fest kaup á.
Frestað.
Kl.14:25 vék Björn Gíslason af fundi.
Fundi slitið kl. 14:30
Kjartan Magnússon
Hermann Valsson Stefán Jóhann Stefánsson Oddný Sturludóttir