No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2007, föstudaginn 29. júní var haldinn 51. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1 og hófst kl. 12:15. Mættir: Björn Ingi Hrafnsson, Bolli Thoroddsen, Björn Gíslason , Benedikt Geirsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Sigrún Elsa Smáradóttir og Hermann Valsson. Jafnframt: Anna Sigríður Ólafsdóttir, Ómar Einarsson sviðsstjóri, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. júní sl. þar sem tilkynnt er að Felix Bergsson taki sæti varamanns í íþrótta- og tómstundaráði í stað Andrésar Jónssonar.
2. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra dags. 11. júní sl. vegna þjónustusamninga við íþrótta- og æskulýðsfélög.
Samþykkt að vísa drögum að samningunum til frekari kynningar og til borgarráðs.
3. Lagt fram afrit af bréfi ÍBR dags. 19. júní sl. til Lögreglustjórans í Reykjavík varðandi framkvæmd Reykjavíkurmaraþons Glitnis 18. ágúst n.k.
4. Rætt um Alþjóðaleika ungmenna sem fram fóru í Reykjavík 20.-25. júní sl.
Íþrótta- og tómstundaráð lagði fram eftirfarandi bókun:
Íþrótta- og tómstundaráð óskar skipuleggjendum og aðstandendum Alþjóðleika ungmenna til hamingju með framkvæmd leikanna og telur að þeir hafi verið íþróttalífi í borginni til mikils sóma og aukins hróðurs lands og þjóðar.
5. Rætt umhátíðarhöldin á 17. júní.
Íþrótta- og tómstundaráð lagði fram eftirfarandi bókun:
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar starfsfólki ÍTR, Hins Hússins og Þjóðhátíðarnefndar fyrir vel unnin störf á 17. júní í Reykjavík og telur að framkvæmd hátíðarhaldanna hafi verið til mikillar fyrirmyndar.
6. Lögð fram greinargerð fjármálastjóra ÍTR dags. 25. júní sl. sbr. 9. liður 41. og 6. liður 45. fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs vegna gjaldskrá frístundaheimila.
Vísað til frekari meðferðar fjármálastjóra, skrifstofustjóra tómstundamála og sviðsstjóra ÍTR.
Fjármálastjóri ÍTR sat fundinn undir þessum lið.
- kl. 12:55 vék Bolli Thoroddsen af fundi.
7. Lagt fram bréf Skautafélags Reykjavíkur, listhlaupadeild, dags. 17. júní sl. með ósk um styrk vegna sumarbúða.
Vísað til skoðunar sviðsstjóra ÍTR og ÍBR.
8. Lögð fram greinargerð skrifstofustjóra tómstundamála dags. 22. júní sl. vegna lengdrar viðveru fatlaðra barna.
Tillögur þær sem fram koma í greinargerðinni samþykktar og vísað til frekari meðferðar.
9. Lagt fram bréf sviðsstjóra Leikskólasviðs dags. 22. júní sl. varðandi tillögu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um aðgang 5 ára barna í einkareknum grunnskólum að frístundaheimilum og sumarnámskeiðum ÍTR.
Vísað til skoðunar sviðsstjóra ÍTR og skrifstofustjóra tómstundamála hjá ÍTR.
10. Lagt fram minnisblað verkefnisstjóra dags. 27. júní sl. vegna frístundakorta.
11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 19. júní sl. þar sem vísað er til íþrótta- og tómstundaráðs erindi formanns og stjórnarmanns Skíðasambands Íslands dags. 11. júní sl. varðandi byggingu skíðahúss í Reykjavík.
12. Sviðsstjóri ÍTR kynnti hugmyndir Orkuveitu Reykjavíkur um snjóframleiðslu á skíðasvæðum.
13. Rætt um forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar og forvarnargildi íþrótta.
14. Næsti fundur íþrótta- og tómstundaráðs verður haldinn 17. ágúst.
Fundi slitið kl.13:30.
Björn Ingi Hrafnsson
Björn Gíslason Benedikt Geirsson
Sigrún Elsa Smáradóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Hermann Valsson