Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 43

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2007, föstudaginn 26. janúar var haldinn 43. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 09:00. Viðstaddir voru: Björn Ingi Hrafnsson formaður, Marta Guðjónsdóttir, Björn Gíslason, Benedikt Geirsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Hermann Valsson og Sigrún Elsa Smáradóttir. Jafnframt sátu fundinn: Anna Sigríður Ólafsdóttir, Frímann Ari Ferdinardsson, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþróttamála, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri tómstundamála, Ómar Einarsson sviðsstjóri, og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. janúar sl. þar sem tilkynnt er að Hermann Valsson taki sæti Þorleifs Gunnlaugssonar í íþrótta- og tómstundaráði og að Þorleifur verði varamaður Hermanns í ráðinu.
Formaður bauð Hermann velkominn til starfa í ráðinu.

- Kl. 9:05 kom Sigrún Elsa Smáradóttir á fundinn.

2. Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að leggja til við skipulagsráð að hafinn verði undirbúningur að breytingum á skipulagi íþróttasvæðis KR við Frostaskjól auk annarra svæða í Vesturbænum fyrir íþróttastarfsemi. Auk þess að taka svæðið við Frostaskjól til heildarendurskoðunar varðandi áhorfendaaðstöðu og velli, verði einnig skoðaðir möguleikar á staðsetningu æfingahúsnæðis fyrir knattspyrnu á svæðinu.
Stefán Jóhann Stefánsson lagði fram svohljóðandi breytingatillögu:
Í stað orðanna #GLhafinn verði undirbúningur að breytingum á skipulagi#GL í fyrri setningu tillögunnar komi #GLhafin verði skoðun á skipulagi#GL.

Breytingatillagan felld með 4 atkvæðum gegn 3.
Tillaga fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks samþykkt samhljóða.

3. Lagt fram yfirlit um aðsókn að sundstöðum.

4. Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að óska eftir því við Skipulags- og byggingasvið og Framkvæmdasvið að hafinn verði undirbúningur að skipulagi fyrir sundlaug og #GLvatnaparadís#GL í Úlfarsárdal. Jafnframt að hafinn verði undirbúningur að forsagnarvinnu og gerð hönnunar og framkvæmdaáætlunar.
Samþykkt samhljóða.

5. Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að óska eftir viðræðum við menntamálaráðherra, Sundsamband Íslands, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og ÍBR um samning um rekstur Sundmiðstöðvar Íslands og Þjóðarleikvangs í sundi í Laugardalslaug.
Samþykkt samhljóða.

6. Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að mæla með því við borgarráð að gengið verði til samninga við TBR um hönnun, fjármögnun, framkvæmd og rekstur á tennishúsi félagsins við hlið núverandi aðstöðu TBR í Laugardal.
Samþykkt samhljóða.

7. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. janúar sl. þar sem fram kemur að samþykkt hafi verið á fundi borgarráðs tillaga um spilasali og rekstur spilakassa og að skipaður verði starfshópur til að fara yfir málið.
Samþykkt að sviðsstjóri ÍTR sitji í starfshópnum.

8. Lagt fram bréf KRR dags. í des. sl. um óskir um gerð battavalla í Reykjavík. Jafnframt lögð fram skýrsla KRR um óskir knattspyrnufélaga á byggingu battavalla í Reykjavík.

9. Lagt fram yfirlit yfir sparkvelli í Reykjavík.

10. Lögð fram greinargerð og tillögur starfshóps um skólagöngu og frístundir barna af erlendum uppruna í Breiðholti dags. í okt. 2006.
Rætt um mikilvægi þess að börn af erlendum uppruna taki þátt í íþrótta- og frístundastarfi og með hvaða hætti ÍTR getur stutt við þátttöku þeirra.

11. Lögð fram greinargerð mannréttindafulltrúa ÍTR dags. 16. janúar sl. varðandi jafnréttismál hjá ÍTR.
Fram komu ábendingar um nokkur atriði í greinargerðinni.

12. 9. febrúar verður starfsdagur íþrótta- og tómstundaráðs með aðal- og varafulltrúum og stjórnendum ÍTR.

13. Lagt fram bréf Þórhildar Bjartmarz og Rósu B. Halldórsdóttur dags. 23. janúar sl. varðandi skíðagöngu með hunda.
Vísað til sviðsstjóra ÍTR til skoðunar.

14. Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Lagt er til við borgarráð að sviðsstjóra ÍTR og lögfræðiskrifstofu stjórnsýslu- og starfsmannasviðs Ráðhússins verði falið að ganga til samninga við OR vegna leigu á húsnæði að Bæjarhálsi 1 fyrir skrifstofuaðstöðu ÍTR auk aðstöðu fyrir þjónustudeild ÍTR.
Samþykkt samhljóða.

15. Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra lögðu fram eftirfarandi bókun:
Það er æskilegt að þegar lagðar eru fram tillögur um undirbúning að breytingum að skipulagi eða nýju skipulagi í borginni vegna íþróttaaðstöðu liggi fyrir þarfagreining og einhverjar hugmyndir um nýja eða breytta íþróttaaðstöðu út frá þörfum borgarbúa.

Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Að baki tillagna á vegum ÍTR liggur jafnan ítarlegt samráð við skipulagsyfirvöld, íþróttahreyfingu og fleiri aðila og oft þarfagreining og margvíslegar aðrar greinargerðir. Auk þess áskilja borgaryfirvöld sér allan rétt til frumkvæðis í einstökum málum þegar svo ber undir.

16. Lögð fram tillaga frá fulltrúa Vinstri grænna:
Vinstri hreyfingin grænt framboð setur fram þá tillögu að Reykjavíkurborg komi þegar í stað á fót nefnd sem hefur það að verkefni að leita raunhæfra lausna varðandi framtíðarskíðasvæði á höfuðborgarsvæðinu. Nefndin kappkosti að hraða sem mest vinnu sinni svo niðurstaða fáist sem fyrst um mögulega valkosti.
Greinargerð fylgdi tillögunni.
Frestað.

17. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi fyrirspurnir:
1. Hver er staða mála hjá ungmennaráðum. Hvernig er starfi þeirra háttað í dag og hvert er umfang starfsins?

2. Eru félagsmiðstöðvar borgarinnar í stakk búnar að koma upp aðstöðu við félagsmiðstöðvar eða öðrum stöðum sem henta til hljómsveita æfinga. Aðstaðan í Vesturbænum er að loka og það þarf að bregðast við?

3. Hversu margar heimsóknir eru árlega í félagsmiðstöðvar ÍTR?

4. Hver er staða félagmiðstöðvar í Grafarholti?

5. Hvaða aðstöðu getur ÍTR boðið uppá fyrir áhugafólk um skíðagöngu?

6. Er vilji fyrir því að flokka fundarboð og fundargerðir í tómstundamál og íþróttamál?

Fundi slitið kl. 10:45.

Björn Ingi Hrafnsson

Björn Gíslason Benedikt Geirsson
Marta Guðjónsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Sigrún Elsa Smáradóttir Hermann Valsson