Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 42

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2007, föstudaginn 12. janúar var haldinn 42. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 09:00. Viðstaddir voru: Björn Ingi Hrafnsson formaður, Björn Gíslason, Bolli Thoroddsen, Benedikt Geirsson, Stefán Jóhann Stefánsson og Sigrún Elsa Smáradóttir. Jafnframt sátu fundinn: Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþróttamála, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri tómstundamála, Ómar Einarsson sviðsstjóri, og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram minnisblað eignafulltrúa ÍTR dags. 12. des. sl. varðandi aðstöðu til hjólabrettaiðkunar í Reykjavík.

2. Lagt fram bréf ÍBR dags. 5. desember sl. þar sem óskað er eftir stuðningi vegna Landsmóts á skíðum í Skálafelli 2007.
Vísað til Stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

3. Lagt fram bréf ÍBR dags. 12. des. sl. þar sem tilkynnt er að Reynir Ragnarsson og Örn Andrésson verði fulltrúar ÍBR í stjórn Afreks- og styrktarsjóðs Reykjavíkur

- Kl. 09:10 kom Þorleifur Gunnlaugsson á fundinn.

4. Lagt fram bréf stjórnkerfisnefndar dags. 8. des. sl. þar sem óskað er eftir umsögn íþrótta- og tómstundaráðs um tilhögun stjórnskipunar velferðarmála.
Vísað til skoðunar sviðsstjóra ÍTR fyrir næsta fund.

5. Lagt fram bréf Ungmennafélagsins Fjölnis dags. 7. des. sl. varðandi aðstöðumál Taekwondodeildar Fjölnis.
Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra dags. 19. des. sl. vegna málsins.
Vísað til sviðsstjóra ÍTR.

6 Lagt fram bréf fjármálastjóra Reykjavíkurborgar dags. 28. nóvember sl. varðandi flutning fjármuna vegna miðlægrar launavinnslu og miðlægs bókhalds.

- Kl. 09:15 kom Anna Sigríður Ólafsdóttir á fundinn.

7. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Þróttar dags. 12. des. sl. vegna vallarmála.
Vísað til Skipulags- og byggingasviðs og Framkvæmdasviðs.

- Kl. 09:20 kom Frímann Ari Ferdinardsson á fundinn.


8. Lagt fram bréf ÍR dags. 20. des. sl. vegna gervigrasvallar í S-Mjódd.
Samþykkt að óska eftir upplýsingum frá Framkvæmdasviði.

9. Lögð fram greinargerð um nám í tómstundafræði við HÍ í samstarfi HÍ og ÍTR. Jafnframt lögð fram drög að nýjum samningi milli aðila.
Samþykkt.

10. Lagt fram samkomulag milli Félagsmálaráðuneytisins og Sambands Íslenskra sveitarfélaga dags. 15. des. sl. um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna.
Jafnframt lagðir fram minnispunktar skrifstofustjóra tómstundamála dags. 11. janúar sl. varðandi málið.

11. Lögð fram greinargerð ÍR fyrir árið 2006.

13. Ræðukeppni grunnskólanna.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Á síðasta kjörtímabili barst bréf frá Atla Bollasyni með hugmyndum um að endurvekja ræðukeppni grunnskólanna.
Stjórn ÍTR samþykkir að endurvekja keppnina og felur skrifstofu tómstundamála að undirbúa og sjá um framkvæmd hennar. Skal keppnin haldin vorönn 2007.
Samþykkt.

14. Lagt fram svar skrifstofu sviðsstjóra við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar, Frjálslyndra og Vinstri grænna um styrki til íþróttafélaga sbr. seinasta fund lið 10.

15. Lögð fram tillaga um úthlutun styrkja Íþrótta- og tómstundaráðs 2007.
Aðaltillagan samþykkt samhljóða.
Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá við afgreiðslu styrks til KFUM og KFUK.

Fundi slitið kl. 10:00.

Björn Ingi Hrafnsson

Bolli Thoroddsen Björn Gíslason
Benedikt Geirsson Sigrún Elsa Smáradóttir
Stefán Jóhann Stefánsson Þorleifur Gunnlaugsson